Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 20. mars 2025 08:17 „Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið. Full ástæða er til þess að taka undir þessi orð þeirra Jóns Péturs og Írisar Bjargar en ólíkt því sem fyrir þeim vakti geta orðin ekki talizt rök fyrir áframhaldandi aðild Íslands að Schengen-svæðinu. Þvert á móti. Við gerðumst þannig aðilar að svæðinu fyrir rúmum tuttugu árum síðan og felldum niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess í trausti þess að við gætum stólað á eftirlit á ytri mörkunum. Sú hefur hins vegar aldrei verið raunin og hafa milljónir manna komizt inn á svæðið á þeim tíma samkvæmt gögnum frá Frontex, einkum á suður- og austurmörkum þess. Vaxandi umræða hefur fyrir vikið átt sér stað í aðildarríkjum Schengen-svæðisins um öryggi á ytri mörkum þess allt frá því að það kom til sögunnar. Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, lýsti því yfir í samtali við þýzka dagblaðið Welt í janúar á síðasta ári að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að hægt væri að komast með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið. Hefur hann lýst andstöðu sinni við aðgerðir til þess að styrkja ytri mörkin samkvæmt fréttinni. „Ekkert getur komið í veg fyrir að fólk fari yfir landamæri, engir veggir, engin girðing, ekkert haf, ekkert fljót,“ hefur blaðið eftir honum. Morgunblaðið hafði eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar á síðasta ári að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og ríkjum utan svæðisins þar sem framvísa þyrfti vegabréfum. Þá sagði hann landamærin tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn þaðan í blaðinu 11. janúar sama ár sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Færa mætti gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa utan svæðisins. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranirnar á innri landamærunum á meðan ytri mörkin væru miklu öruggari þar sem sinnt væri hefðbundnu landamæraeftirliti. Hafa má í huga í þeim efnum að beinlínis er innbyggt Schengen-regluverkið að hefðbundið landamæraeftirlit sé öruggara enda er þar að finna heimild til þess að taka tímabundið upp slíkt eftirlit sé mikil hætta talin á ferðum sem ýmis ríki hafa nýtt sér. Með aðildinni að Schengen var þeirri vörn sem felst í náttúrulegum landamærum landsins einfaldlega fórnað. Fullkominn forsendubrestur hefur í raun átt sér stað í þessum efnum. Þannig er ekki nóg með að ekki hafi tekizt að tryggja ytri mörk svæðisins heldur hefur yfirmaður Frontex beinlínis lýst því yfir að sú verði aldrei raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Landamæri Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
„Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið. Full ástæða er til þess að taka undir þessi orð þeirra Jóns Péturs og Írisar Bjargar en ólíkt því sem fyrir þeim vakti geta orðin ekki talizt rök fyrir áframhaldandi aðild Íslands að Schengen-svæðinu. Þvert á móti. Við gerðumst þannig aðilar að svæðinu fyrir rúmum tuttugu árum síðan og felldum niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess í trausti þess að við gætum stólað á eftirlit á ytri mörkunum. Sú hefur hins vegar aldrei verið raunin og hafa milljónir manna komizt inn á svæðið á þeim tíma samkvæmt gögnum frá Frontex, einkum á suður- og austurmörkum þess. Vaxandi umræða hefur fyrir vikið átt sér stað í aðildarríkjum Schengen-svæðisins um öryggi á ytri mörkum þess allt frá því að það kom til sögunnar. Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, lýsti því yfir í samtali við þýzka dagblaðið Welt í janúar á síðasta ári að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að hægt væri að komast með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið. Hefur hann lýst andstöðu sinni við aðgerðir til þess að styrkja ytri mörkin samkvæmt fréttinni. „Ekkert getur komið í veg fyrir að fólk fari yfir landamæri, engir veggir, engin girðing, ekkert haf, ekkert fljót,“ hefur blaðið eftir honum. Morgunblaðið hafði eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar á síðasta ári að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og ríkjum utan svæðisins þar sem framvísa þyrfti vegabréfum. Þá sagði hann landamærin tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn þaðan í blaðinu 11. janúar sama ár sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Færa mætti gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa utan svæðisins. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranirnar á innri landamærunum á meðan ytri mörkin væru miklu öruggari þar sem sinnt væri hefðbundnu landamæraeftirliti. Hafa má í huga í þeim efnum að beinlínis er innbyggt Schengen-regluverkið að hefðbundið landamæraeftirlit sé öruggara enda er þar að finna heimild til þess að taka tímabundið upp slíkt eftirlit sé mikil hætta talin á ferðum sem ýmis ríki hafa nýtt sér. Með aðildinni að Schengen var þeirri vörn sem felst í náttúrulegum landamærum landsins einfaldlega fórnað. Fullkominn forsendubrestur hefur í raun átt sér stað í þessum efnum. Þannig er ekki nóg með að ekki hafi tekizt að tryggja ytri mörk svæðisins heldur hefur yfirmaður Frontex beinlínis lýst því yfir að sú verði aldrei raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar