Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar 13. mars 2025 13:31 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi. Til að samtökin haldi áfram að dafna og vaxa sem sameiginlegur vettvangur okkar allra, er mikilvægt að rödd allra félagsmanna heyrist – jafnt stórra sem smárra fyrirtækja, af höfuðborgarsvæðinu sem og af landsbyggðinni. Stærstur hluti félaga í SAF eru lítil og meðalstór fyrirtæki, dreifð um landið, sem skapa líf, störf og verðmæti í sínum nærumhverfum. Það skiptir því máli að stjórn SAF endurspegli þessa breidd og vinni markvisst að því að gæta hagsmuna allra félaga. Í komandi stjórnarkosningum vil ég vekja sérstaka athygli á framboði Sævars Guðjónssonar hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði. Sævar býr að víðtækri reynslu sem rekstraraðili á landsbyggðinni og skilur vel þær áskoranir og tækifæri sem minni fyrirtæki standa frammi fyrir. Með því að kjósa Sævar gefum við landsbyggðinni og litlum fyrirtækjum sterka rödd innan SAF – rödd sem stendur fyrir sanngirni og jafnvægi í hagsmunabaráttu samtakanna. Um leið vil ég hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ekki eru enn aðilar að SAF að ganga til liðs við samtökin. Með sterkari breidd félaga verður SAF öflugra í hagsmunabaráttu og getur haft enn meiri slagkraft fyrir atvinnugreinina í heild. Einnig hvet ég félagsmenn til að taka virkan þátt í starfi SAF, meðal annars með því að bjóða sig fram í nefndir samtakanna og taka þátt í viðburðum. Það skiptir máli að sem flestir láti til sín taka, því þannig mótum við samtökin að okkar þörfum og styrkjum þau til framtíðar. Viljum við að SAF endurspegli fjölbreytileika ferðaþjónustunnar og verði áfram sterk samtök til framtíðar? Þá þurfum við að velja stjórn sem talar fyrir alla. Kjósum Sævar Guðjónsson í stjórn SAF – fyrir öflugri, breiðari og sterkari samtök! Höfundur er starfar hjá Hótel Breiðdalsvík & Travel East Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi. Til að samtökin haldi áfram að dafna og vaxa sem sameiginlegur vettvangur okkar allra, er mikilvægt að rödd allra félagsmanna heyrist – jafnt stórra sem smárra fyrirtækja, af höfuðborgarsvæðinu sem og af landsbyggðinni. Stærstur hluti félaga í SAF eru lítil og meðalstór fyrirtæki, dreifð um landið, sem skapa líf, störf og verðmæti í sínum nærumhverfum. Það skiptir því máli að stjórn SAF endurspegli þessa breidd og vinni markvisst að því að gæta hagsmuna allra félaga. Í komandi stjórnarkosningum vil ég vekja sérstaka athygli á framboði Sævars Guðjónssonar hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði. Sævar býr að víðtækri reynslu sem rekstraraðili á landsbyggðinni og skilur vel þær áskoranir og tækifæri sem minni fyrirtæki standa frammi fyrir. Með því að kjósa Sævar gefum við landsbyggðinni og litlum fyrirtækjum sterka rödd innan SAF – rödd sem stendur fyrir sanngirni og jafnvægi í hagsmunabaráttu samtakanna. Um leið vil ég hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ekki eru enn aðilar að SAF að ganga til liðs við samtökin. Með sterkari breidd félaga verður SAF öflugra í hagsmunabaráttu og getur haft enn meiri slagkraft fyrir atvinnugreinina í heild. Einnig hvet ég félagsmenn til að taka virkan þátt í starfi SAF, meðal annars með því að bjóða sig fram í nefndir samtakanna og taka þátt í viðburðum. Það skiptir máli að sem flestir láti til sín taka, því þannig mótum við samtökin að okkar þörfum og styrkjum þau til framtíðar. Viljum við að SAF endurspegli fjölbreytileika ferðaþjónustunnar og verði áfram sterk samtök til framtíðar? Þá þurfum við að velja stjórn sem talar fyrir alla. Kjósum Sævar Guðjónsson í stjórn SAF – fyrir öflugri, breiðari og sterkari samtök! Höfundur er starfar hjá Hótel Breiðdalsvík & Travel East Iceland.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar