Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar 12. mars 2025 13:16 Ég hef orðið margs vísari í samtölum mínum við starfsfólk Háskóla Íslands á undanförnum vikum og mánuðum í aðdraganda rektorskosninga. Það hefur sannarlega glatt mig að verða vitni að þeim eldmóði sem brennur meðal þeirra sem vinna við Háskólann og vilja allra til þess að gera skólann enn betri. Þó er eitt leiðarstef í öllum samtölum sem ég hef átt, hvort sem er við einstaklinga eða hópa akademiskra starfsmanna: Vanfjármögnun. Birtingarmynd hennar er alkunn: fjárvana deildir og námsleiðir innan Háskólans sem bítast um það litla sem í boði er. Þær fáu deildir sem standa betur en aðrar þurfa að vega upp slæma fjármögnun hinna. Þetta gengur augljóslega ekki. Ástandið grefur smátt og smátt og smátt undan öllu starfi skólans. Við vitum að háskólar á Íslandi njóta langtum lægri framlaga en til að mynda háskólar á Norðurlöndum. Það er löngu kominn tími til að Ísland fjármagni háskóla með sama hætti og nágrannaríki okkar. Ég hef talað fyrir því í aðdraganda rektorskosninga að rektor Háskóla Íslands tali skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og sem aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Það er ekki ofmælt að rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til þess að gæta hagsmuna háskólastigsins gagnvart stjórnvöldum og rödd hans verður að heyrast úti í samfélaginu. Til að tryggja gæði og árangur rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands og samkeppnishæfni íslensks háskólasamfélags í heild sinni þurfa framlög til Háskóla Íslands ekki aðeins til að halda lágmarks kennslustarfi gangandi. Háskóli Íslands og ríkisvaldið verða að vinna saman að því að móta framtíðarsýn þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi öflugra rannsókna og hágæða kennslustarfi er í fyrirrúmi. Rektor Háskóla Íslands leiðir baráttuna fyrir eflingu íslensks rannsókna- og háskólasamfélags. Það er ekki aðeins brýnt að efla innviði skólans, það verður líka að varðveita breidd Háskólans í námi og rannsóknum. Mikilvægasta verkefni rektors á næstu árum er að leitast við að tryggja það viðbótarfjármagn sem nauðsynlegt er til að tryggja gæði skólans. Þetta verkefni vil ég taka að mér. Þess vegna gef ég kost á mér í kjöri til rektors Háskóla Íslands sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Karl Magnússon Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ég hef orðið margs vísari í samtölum mínum við starfsfólk Háskóla Íslands á undanförnum vikum og mánuðum í aðdraganda rektorskosninga. Það hefur sannarlega glatt mig að verða vitni að þeim eldmóði sem brennur meðal þeirra sem vinna við Háskólann og vilja allra til þess að gera skólann enn betri. Þó er eitt leiðarstef í öllum samtölum sem ég hef átt, hvort sem er við einstaklinga eða hópa akademiskra starfsmanna: Vanfjármögnun. Birtingarmynd hennar er alkunn: fjárvana deildir og námsleiðir innan Háskólans sem bítast um það litla sem í boði er. Þær fáu deildir sem standa betur en aðrar þurfa að vega upp slæma fjármögnun hinna. Þetta gengur augljóslega ekki. Ástandið grefur smátt og smátt og smátt undan öllu starfi skólans. Við vitum að háskólar á Íslandi njóta langtum lægri framlaga en til að mynda háskólar á Norðurlöndum. Það er löngu kominn tími til að Ísland fjármagni háskóla með sama hætti og nágrannaríki okkar. Ég hef talað fyrir því í aðdraganda rektorskosninga að rektor Háskóla Íslands tali skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og sem aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Það er ekki ofmælt að rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til þess að gæta hagsmuna háskólastigsins gagnvart stjórnvöldum og rödd hans verður að heyrast úti í samfélaginu. Til að tryggja gæði og árangur rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands og samkeppnishæfni íslensks háskólasamfélags í heild sinni þurfa framlög til Háskóla Íslands ekki aðeins til að halda lágmarks kennslustarfi gangandi. Háskóli Íslands og ríkisvaldið verða að vinna saman að því að móta framtíðarsýn þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi öflugra rannsókna og hágæða kennslustarfi er í fyrirrúmi. Rektor Háskóla Íslands leiðir baráttuna fyrir eflingu íslensks rannsókna- og háskólasamfélags. Það er ekki aðeins brýnt að efla innviði skólans, það verður líka að varðveita breidd Háskólans í námi og rannsóknum. Mikilvægasta verkefni rektors á næstu árum er að leitast við að tryggja það viðbótarfjármagn sem nauðsynlegt er til að tryggja gæði skólans. Þetta verkefni vil ég taka að mér. Þess vegna gef ég kost á mér í kjöri til rektors Háskóla Íslands sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun