Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar 12. mars 2025 13:16 Ég hef orðið margs vísari í samtölum mínum við starfsfólk Háskóla Íslands á undanförnum vikum og mánuðum í aðdraganda rektorskosninga. Það hefur sannarlega glatt mig að verða vitni að þeim eldmóði sem brennur meðal þeirra sem vinna við Háskólann og vilja allra til þess að gera skólann enn betri. Þó er eitt leiðarstef í öllum samtölum sem ég hef átt, hvort sem er við einstaklinga eða hópa akademiskra starfsmanna: Vanfjármögnun. Birtingarmynd hennar er alkunn: fjárvana deildir og námsleiðir innan Háskólans sem bítast um það litla sem í boði er. Þær fáu deildir sem standa betur en aðrar þurfa að vega upp slæma fjármögnun hinna. Þetta gengur augljóslega ekki. Ástandið grefur smátt og smátt og smátt undan öllu starfi skólans. Við vitum að háskólar á Íslandi njóta langtum lægri framlaga en til að mynda háskólar á Norðurlöndum. Það er löngu kominn tími til að Ísland fjármagni háskóla með sama hætti og nágrannaríki okkar. Ég hef talað fyrir því í aðdraganda rektorskosninga að rektor Háskóla Íslands tali skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og sem aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Það er ekki ofmælt að rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til þess að gæta hagsmuna háskólastigsins gagnvart stjórnvöldum og rödd hans verður að heyrast úti í samfélaginu. Til að tryggja gæði og árangur rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands og samkeppnishæfni íslensks háskólasamfélags í heild sinni þurfa framlög til Háskóla Íslands ekki aðeins til að halda lágmarks kennslustarfi gangandi. Háskóli Íslands og ríkisvaldið verða að vinna saman að því að móta framtíðarsýn þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi öflugra rannsókna og hágæða kennslustarfi er í fyrirrúmi. Rektor Háskóla Íslands leiðir baráttuna fyrir eflingu íslensks rannsókna- og háskólasamfélags. Það er ekki aðeins brýnt að efla innviði skólans, það verður líka að varðveita breidd Háskólans í námi og rannsóknum. Mikilvægasta verkefni rektors á næstu árum er að leitast við að tryggja það viðbótarfjármagn sem nauðsynlegt er til að tryggja gæði skólans. Þetta verkefni vil ég taka að mér. Þess vegna gef ég kost á mér í kjöri til rektors Háskóla Íslands sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Karl Magnússon Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ég hef orðið margs vísari í samtölum mínum við starfsfólk Háskóla Íslands á undanförnum vikum og mánuðum í aðdraganda rektorskosninga. Það hefur sannarlega glatt mig að verða vitni að þeim eldmóði sem brennur meðal þeirra sem vinna við Háskólann og vilja allra til þess að gera skólann enn betri. Þó er eitt leiðarstef í öllum samtölum sem ég hef átt, hvort sem er við einstaklinga eða hópa akademiskra starfsmanna: Vanfjármögnun. Birtingarmynd hennar er alkunn: fjárvana deildir og námsleiðir innan Háskólans sem bítast um það litla sem í boði er. Þær fáu deildir sem standa betur en aðrar þurfa að vega upp slæma fjármögnun hinna. Þetta gengur augljóslega ekki. Ástandið grefur smátt og smátt og smátt undan öllu starfi skólans. Við vitum að háskólar á Íslandi njóta langtum lægri framlaga en til að mynda háskólar á Norðurlöndum. Það er löngu kominn tími til að Ísland fjármagni háskóla með sama hætti og nágrannaríki okkar. Ég hef talað fyrir því í aðdraganda rektorskosninga að rektor Háskóla Íslands tali skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og sem aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Það er ekki ofmælt að rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til þess að gæta hagsmuna háskólastigsins gagnvart stjórnvöldum og rödd hans verður að heyrast úti í samfélaginu. Til að tryggja gæði og árangur rannsókna og kennslu við Háskóla Íslands og samkeppnishæfni íslensks háskólasamfélags í heild sinni þurfa framlög til Háskóla Íslands ekki aðeins til að halda lágmarks kennslustarfi gangandi. Háskóli Íslands og ríkisvaldið verða að vinna saman að því að móta framtíðarsýn þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi öflugra rannsókna og hágæða kennslustarfi er í fyrirrúmi. Rektor Háskóla Íslands leiðir baráttuna fyrir eflingu íslensks rannsókna- og háskólasamfélags. Það er ekki aðeins brýnt að efla innviði skólans, það verður líka að varðveita breidd Háskólans í námi og rannsóknum. Mikilvægasta verkefni rektors á næstu árum er að leitast við að tryggja það viðbótarfjármagn sem nauðsynlegt er til að tryggja gæði skólans. Þetta verkefni vil ég taka að mér. Þess vegna gef ég kost á mér í kjöri til rektors Háskóla Íslands sem fram fer 18. og 19. mars næstkomandi. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar