Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar 8. mars 2025 15:02 Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Alltof oft berast fréttir af sjálfsvígum, alvarlegri vanlíðan og jafnvel ofbeldisbrotum sem rekja má að miklu leyti til vanrækslu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarlegt mál sem kallar á tafarlausar aðgerðir og raunverulega forgangsröðun í samfélaginu. Skortur á úrræðum er lífshættulegur Sársauki þeirra sem missa ástvini sína til sjálfsvígs er ómælanlegur. Rannsóknir sýna að skortur á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, takmarkaður stuðningur í skólum og langir biðlistar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hættan er ekki aðeins sú að einstaklingar beini vanlíðan sinni að sjálfum sér, heldur einnig að öðrum ef ekki er gripið til úrræða í tæka tíð. Við búum í samfélagi þar sem það getur tekið mánuði, jafnvel ár, að komast að í viðeigandi meðferð. Þetta er óásættanlegt. Þunglyndi faraldur samtímans Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst þunglyndi sem faraldri samtímans. Þá er ljóst að Covid-faraldurinn hafði djúpstæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Einangrun, takmarkað félagslíf og óvissa um framtíðina urðu til þess að kvíði, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun jókst til muna. Unga fólkið okkar hefur reynt að leita sér hjálpar hjá skólahjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og á heilbrigðisstofnunum, en kerfið nær ekki að bregðast nægilega vel við. Það er því brýnt að grípa til aðgerða og tryggja að geðheilbrigðisþjónusta verið aðgengileg, skilvirk og byggð á bestu þekkingu hverju sinni. Án tafarlausra aðgerða er hætta á að heil kynslóð beri afleiðingar vanrækslu samfélagsins með sér út lífið. Stefna án framkvæmda er gagnslaus Þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030 var samþykkt árið 2022 og setur skýra framtíðarsýn um eflingu geðheilbrigðisþjónustu. En stefnan ein og sér er lítils virði ef hún er ekki studd með fjármagni og skipulagðri framkvæmd. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, stytta biðlista barna og tryggja fjármagn í meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Það sama á við um þessi loforð, þau eru ónýt ef ekki er farið í raunverulegar aðgerðir. Enginn í samfélaginu á að líða fyrir skort á úrræðum þegar kemur að andlegri heilsu. Það er því tímabært að sýna í verki að geðheilbrigðismál eru ekki jaðarmál heldur forgangsmál í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með loforðum einum saman, heldur með raunverulegum aðgerðum og fjárveitingum sem tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Aðgerðir sem settar af stað í dag munu kosta samfélagið minna en skeytingarleysi sem leiðir til verri afleiðinga á morgun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Alltof oft berast fréttir af sjálfsvígum, alvarlegri vanlíðan og jafnvel ofbeldisbrotum sem rekja má að miklu leyti til vanrækslu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarlegt mál sem kallar á tafarlausar aðgerðir og raunverulega forgangsröðun í samfélaginu. Skortur á úrræðum er lífshættulegur Sársauki þeirra sem missa ástvini sína til sjálfsvígs er ómælanlegur. Rannsóknir sýna að skortur á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, takmarkaður stuðningur í skólum og langir biðlistar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hættan er ekki aðeins sú að einstaklingar beini vanlíðan sinni að sjálfum sér, heldur einnig að öðrum ef ekki er gripið til úrræða í tæka tíð. Við búum í samfélagi þar sem það getur tekið mánuði, jafnvel ár, að komast að í viðeigandi meðferð. Þetta er óásættanlegt. Þunglyndi faraldur samtímans Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst þunglyndi sem faraldri samtímans. Þá er ljóst að Covid-faraldurinn hafði djúpstæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Einangrun, takmarkað félagslíf og óvissa um framtíðina urðu til þess að kvíði, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun jókst til muna. Unga fólkið okkar hefur reynt að leita sér hjálpar hjá skólahjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og á heilbrigðisstofnunum, en kerfið nær ekki að bregðast nægilega vel við. Það er því brýnt að grípa til aðgerða og tryggja að geðheilbrigðisþjónusta verið aðgengileg, skilvirk og byggð á bestu þekkingu hverju sinni. Án tafarlausra aðgerða er hætta á að heil kynslóð beri afleiðingar vanrækslu samfélagsins með sér út lífið. Stefna án framkvæmda er gagnslaus Þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030 var samþykkt árið 2022 og setur skýra framtíðarsýn um eflingu geðheilbrigðisþjónustu. En stefnan ein og sér er lítils virði ef hún er ekki studd með fjármagni og skipulagðri framkvæmd. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, stytta biðlista barna og tryggja fjármagn í meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Það sama á við um þessi loforð, þau eru ónýt ef ekki er farið í raunverulegar aðgerðir. Enginn í samfélaginu á að líða fyrir skort á úrræðum þegar kemur að andlegri heilsu. Það er því tímabært að sýna í verki að geðheilbrigðismál eru ekki jaðarmál heldur forgangsmál í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með loforðum einum saman, heldur með raunverulegum aðgerðum og fjárveitingum sem tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Aðgerðir sem settar af stað í dag munu kosta samfélagið minna en skeytingarleysi sem leiðir til verri afleiðinga á morgun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun