Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 6. mars 2025 10:47 Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni. Sumir munu neyðast til að selja vegna lítillar úthlutunar en aðrir bíða eftir því að geta selt. Vondar afleiðingar blasa við. Veruleikinn sýnir að fjöldi útgerða fær úthlutað svo litlum aflaheimildum að það borgar sig ekki að halda til veiða. Ef grásleppusjómenn veiða hins vegar ekki 50 prósent af litilli úthlutun missa þeir aflahlutdeildina varanlega. Þannig er sett pressa á fjölda grásleppusjómanna að selja sig út úr greininni. Þetta eru oft aðilar sem ætluðu sér að stunda veiðarnar til frambúðar og fjárfest hafa í búnaði sem verður verðlaus. Þetta er ekkert annað en eignaupptaka gagnvart fjölda minni útgerða. Engin stærðarmörk báta leiða til samþjöppunar. Lögunum var breytt þannig að nú eru engin stærðarmörk á bátum sem mega veiða grásleppu. Það kallar á áframhaldandi samþjöppun og færslu aflaheimilda á stærri skip. Þetta kippir fótunum undan smábátaútgerðinni sem í áratugi hefur stundað þessar veiðar við strendur landsins, skapað tekjur og verðmæt störf og styrkt grundvöll minni útgerða í sjávarbyggðunum. Fjöldi grásleppusjómanna sviptur atvinnu. Fjöldinn allur af grásleppusjómönnum hefur frá því þessi ólög voru sett í fyrra kallað eftir aðlögunum verði breytt til fyrra horfs. Þannig að fjárfestingar og mikil samlegðaráhrif með strandveiðum geti nýst brothættum sjávarbyggðum landsins og aflaheimildir lendi ekki í höndum stórútgerðarinnar eins og allt stefnir í að óbreyttu. Málsókn yfirvofandi. Það er krafa stórs hóps grásleppusjómanna að LS fyrir þeirra hönd hefji málsókn á hendur ríkinu vegna þessa óréttar sem þeir eru beittir með eignaupptöku og sviptingu atvinnufrelsis til veiða í kjölfarið. Ríkið gæti orðið skaðabótaskylt sem væri verri kostur en að bregðast við þeim skaða sem löggjöfin veldur fjölda útgerða og sjávarbyggðum. Réttur sjávarbyggðanna til auðlindanýtingar. Eins og áður sagði höfum við sem barist höfum fyrir öflugri smábátaútgerð fengið ákall um að afnema þessi ólög. Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar. Hana verður að endurskoða áður en það verður of seint ! Samspil grásleppu- og strandveiða styður og eflir smábátaútgerð á ársgrundvelli. Samþjöppun í sjávarútvegi hefur verið gífurleg undanfarin mörg ár. Það er ekki góð þróun að örfáir aðilar hafi bróðurpartinn af sameiginlegri sjávarauðlind landsmanna á sinni hendi. Rétt sjávarbyggðanna til atvinnufrelsis í sínu nærumhverfi verður að tryggja. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Flokkur fólksins Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni. Sumir munu neyðast til að selja vegna lítillar úthlutunar en aðrir bíða eftir því að geta selt. Vondar afleiðingar blasa við. Veruleikinn sýnir að fjöldi útgerða fær úthlutað svo litlum aflaheimildum að það borgar sig ekki að halda til veiða. Ef grásleppusjómenn veiða hins vegar ekki 50 prósent af litilli úthlutun missa þeir aflahlutdeildina varanlega. Þannig er sett pressa á fjölda grásleppusjómanna að selja sig út úr greininni. Þetta eru oft aðilar sem ætluðu sér að stunda veiðarnar til frambúðar og fjárfest hafa í búnaði sem verður verðlaus. Þetta er ekkert annað en eignaupptaka gagnvart fjölda minni útgerða. Engin stærðarmörk báta leiða til samþjöppunar. Lögunum var breytt þannig að nú eru engin stærðarmörk á bátum sem mega veiða grásleppu. Það kallar á áframhaldandi samþjöppun og færslu aflaheimilda á stærri skip. Þetta kippir fótunum undan smábátaútgerðinni sem í áratugi hefur stundað þessar veiðar við strendur landsins, skapað tekjur og verðmæt störf og styrkt grundvöll minni útgerða í sjávarbyggðunum. Fjöldi grásleppusjómanna sviptur atvinnu. Fjöldinn allur af grásleppusjómönnum hefur frá því þessi ólög voru sett í fyrra kallað eftir aðlögunum verði breytt til fyrra horfs. Þannig að fjárfestingar og mikil samlegðaráhrif með strandveiðum geti nýst brothættum sjávarbyggðum landsins og aflaheimildir lendi ekki í höndum stórútgerðarinnar eins og allt stefnir í að óbreyttu. Málsókn yfirvofandi. Það er krafa stórs hóps grásleppusjómanna að LS fyrir þeirra hönd hefji málsókn á hendur ríkinu vegna þessa óréttar sem þeir eru beittir með eignaupptöku og sviptingu atvinnufrelsis til veiða í kjölfarið. Ríkið gæti orðið skaðabótaskylt sem væri verri kostur en að bregðast við þeim skaða sem löggjöfin veldur fjölda útgerða og sjávarbyggðum. Réttur sjávarbyggðanna til auðlindanýtingar. Eins og áður sagði höfum við sem barist höfum fyrir öflugri smábátaútgerð fengið ákall um að afnema þessi ólög. Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar. Hana verður að endurskoða áður en það verður of seint ! Samspil grásleppu- og strandveiða styður og eflir smábátaútgerð á ársgrundvelli. Samþjöppun í sjávarútvegi hefur verið gífurleg undanfarin mörg ár. Það er ekki góð þróun að örfáir aðilar hafi bróðurpartinn af sameiginlegri sjávarauðlind landsmanna á sinni hendi. Rétt sjávarbyggðanna til atvinnufrelsis í sínu nærumhverfi verður að tryggja. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins NV kjördæmi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar