Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 13:23 Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að kanna afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu sem fyrst vegna öra breytinga á alþjóðakrefinu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Bregðast þurfi við breyttri heimsmynd og tryggja þjóðaröryggi landsins. Leiðtogar nítján Evrópuríkja funduðu í Lundúnum í gær þar sem sammælst var um að auka við beinan hernaðarstuðning við Úkraínu og beita Rússland auknum efnahagsþvingunum. Fundurinn var hálfgert svar við fundi Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta með Donald Trump Bandaríkjaforseta og JD Vance varaforseta á föstudag, þar sem upp úr sauð. Spennan alþjóðlega hefur aukist mjög síðustu tvær vikur vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Sér í lagi vegna friðarviðræðna Bandaríkjanna og Rússa, án aðkomu Evrópu, og stóryrða Trumps í garð Selenskí. „Það er ljóst að þessi staða er að breytast hratt og hún getur haft mikil áhrif. Við þurfum að fylgjast með henni en maður finnur til þess að við eigum ekki beinlínis sæti við borðið,“ segir Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO. Mikil óvissa Varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðildin að NATO hafi verið hornsteinar í vörnum Íslands undanfarna áratugi og verði það vonandi áfram. Mikil óvissa hafi hins vegar myndast á síðustu vikum. „Óvissu um stefnuna, óvissu um hættumatið, óvissu um virðingu við alþjóðastofnanir og að einhverju leyti við alþjóðalög og samskipti ríkja. Við þurfum að horfast í augu við það að við erum smáríki og þess vegna skiptir okkur mjög miklu máli að efna til umræðu og svara því hvar við viljum eiga bandamenn. Hverjir eru að tala fyrir svipuðum áherslum og við? Í mínum huga eru það ríki Evrópu en vonandi líka Bandaríkin þegar til lengri tíma er litið.“ Eitt af því sem er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðildarviðræður að ESB fyrir lok kjörtímabils. Dagur segir að setjast þurfi yfir varnar- og öryggismál landsins og efla. „Ég vil flýta hvoru tveggja: mótun varnarmálastefnunnar og þessu Evrópuferli.“ Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Leiðtogar nítján Evrópuríkja funduðu í Lundúnum í gær þar sem sammælst var um að auka við beinan hernaðarstuðning við Úkraínu og beita Rússland auknum efnahagsþvingunum. Fundurinn var hálfgert svar við fundi Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta með Donald Trump Bandaríkjaforseta og JD Vance varaforseta á föstudag, þar sem upp úr sauð. Spennan alþjóðlega hefur aukist mjög síðustu tvær vikur vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Sér í lagi vegna friðarviðræðna Bandaríkjanna og Rússa, án aðkomu Evrópu, og stóryrða Trumps í garð Selenskí. „Það er ljóst að þessi staða er að breytast hratt og hún getur haft mikil áhrif. Við þurfum að fylgjast með henni en maður finnur til þess að við eigum ekki beinlínis sæti við borðið,“ segir Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO. Mikil óvissa Varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðildin að NATO hafi verið hornsteinar í vörnum Íslands undanfarna áratugi og verði það vonandi áfram. Mikil óvissa hafi hins vegar myndast á síðustu vikum. „Óvissu um stefnuna, óvissu um hættumatið, óvissu um virðingu við alþjóðastofnanir og að einhverju leyti við alþjóðalög og samskipti ríkja. Við þurfum að horfast í augu við það að við erum smáríki og þess vegna skiptir okkur mjög miklu máli að efna til umræðu og svara því hvar við viljum eiga bandamenn. Hverjir eru að tala fyrir svipuðum áherslum og við? Í mínum huga eru það ríki Evrópu en vonandi líka Bandaríkin þegar til lengri tíma er litið.“ Eitt af því sem er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðildarviðræður að ESB fyrir lok kjörtímabils. Dagur segir að setjast þurfi yfir varnar- og öryggismál landsins og efla. „Ég vil flýta hvoru tveggja: mótun varnarmálastefnunnar og þessu Evrópuferli.“
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37
Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07