Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar 27. febrúar 2025 13:31 Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Vegakerfið er víða gamalt og viðhaldi hefur verið ábótavant, sem hefur leitt til versnandi aðgengis og aukins ferðatíma. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf íbúa, heldur einnig á þá sem starfa í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan, sem er ein af meginstoðum efnahagslífsins á svæðinu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lélegra samgangna. Ferðamenn, sem sækjast eftir náttúruperlum og menningu Vestfjarða, lenda oft í erfiðleikum með að komast á áfangastaði vegna ótryggs aðgengis og langra vegalengda. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna á svæðinu, sem hefur bein áhrif á tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem gistiheimila, veitingastaða og afþreyingarfyrirtækja. Atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum hefur einnig orðið fyrir barðinu á hnignandi samgöngum. Fyrirtæki, sem reiða sig á vöruflutninga, verða oft fyrir töfum og auknum kostnaði vegna ástands vega. Þetta gerir það að verkum að rekstrarumhverfi fyrirtækja verður erfiðara og getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra. Þar að auki getur skert aðgengi haft áhrif á möguleika á nýsköpun og þróun nýrra atvinnugreina á svæðinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett fram áætlanir um úrbætur á samgöngum á svæðinu hafa framkvæmdir oft verið hægfara og fjárveitingar takmarkaðar. Þetta hefur leitt til aukinnar óánægju meðal heimamanna, sem krefjast tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi og tryggja framtíðarvöxt ferðaþjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Axlarþungi hefur verið lækkaður á helstu vegum niður í 10 tonn og bundna slitlagið, sem lagt hefur verið á vegina hefur ekki þolað veður og álag. Aðrar samgöngur virka ekki heldur. Flugið sem er lífæð íbúa er í ólestri líka vegagerðin samdi við Norlandair um eitt flug sex daga vikunnar með 19 sæta vél en sú flugvél breyttist í níu sæta vél sem er alls ekki nóg. Tvisvar í viku eru tvö flug en ekki er hægt að ferðast á laugardögum. Breiðafjarðarferjan Baldur fer eina ferð fjóra daga vikunnar en 2x á dag tvo daga í viku en ekki er búist við ferðalögum á laugardögum. Okkar samfélag skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Þó nýr Baldur sé betra skip en það sem var á undan, er ekki hægt að segja að það þjóni öllum kröfum sem nútíma skip þarf að gera. En þetta er staðreyndin fyrir sunnanverða Vestfirði. Núna á næsta ári eða í ágúst 2026 verður sólmyrkvi hér á sunnanverðum Vestfjörðum og besti staðurinn á landinu að sjá þennan merkilega viðburð. Fleiri hundruð þúsunda munu koma til að sjá þetta víðsvegar að úr heiminum vegakerfið mun ekki höndla þann svakalega fjölda af bílum sem munu koma hingað á sunnanverða Vestfirði að ekki sé talað um allar rúturnar sem eiga eftir að koma líka. Við getum ekki og við megum ekki láta þetta sjást. Nóg hefur verið um slys á fólki síðustu ár og nóg af skemmdum bílum. Dynjandisheiði, er sá vegur sem á að tengja norður- og suðurfirðina saman og bjóða betri samgöngur á milli og að íbúar á norðurfjörðunum þurfi ekki að keyra Djúpið, sem er oft mjög erfitt. Ekki er vegaþjónusta um Dynjandisheiði á helgum sem er bagalegt. En suðurfirðirnir mundu vilja hafa þjónustu allt árið, bæði til að sækja verslun og heilbrigðisþjónustu á Ísafjörð. Herra samgönguráðherra, við íbúar sunnanverðra vestfjarða ætlum að bjóða þér á fund fljótlega á Patreksfirði, þar sem þú vonandi kemur og ræðir við íbúa um stöðuna. Forstóri vegagerðarinnar er velkominn með þér, því við eigum skilið að vita hver framtíðin er. Þetta er okkar framtíð sem er undir, og næstu kynslóða. Við vitum að það er skuld í vegakerfinu um allt land og þetta er skuld þarf að borga. Við viljum aðgerðir. Höfundur er í Flokki fólksins og íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Vegakerfið er víða gamalt og viðhaldi hefur verið ábótavant, sem hefur leitt til versnandi aðgengis og aukins ferðatíma. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf íbúa, heldur einnig á þá sem starfa í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan, sem er ein af meginstoðum efnahagslífsins á svæðinu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lélegra samgangna. Ferðamenn, sem sækjast eftir náttúruperlum og menningu Vestfjarða, lenda oft í erfiðleikum með að komast á áfangastaði vegna ótryggs aðgengis og langra vegalengda. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna á svæðinu, sem hefur bein áhrif á tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem gistiheimila, veitingastaða og afþreyingarfyrirtækja. Atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum hefur einnig orðið fyrir barðinu á hnignandi samgöngum. Fyrirtæki, sem reiða sig á vöruflutninga, verða oft fyrir töfum og auknum kostnaði vegna ástands vega. Þetta gerir það að verkum að rekstrarumhverfi fyrirtækja verður erfiðara og getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra. Þar að auki getur skert aðgengi haft áhrif á möguleika á nýsköpun og þróun nýrra atvinnugreina á svæðinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett fram áætlanir um úrbætur á samgöngum á svæðinu hafa framkvæmdir oft verið hægfara og fjárveitingar takmarkaðar. Þetta hefur leitt til aukinnar óánægju meðal heimamanna, sem krefjast tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi og tryggja framtíðarvöxt ferðaþjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Axlarþungi hefur verið lækkaður á helstu vegum niður í 10 tonn og bundna slitlagið, sem lagt hefur verið á vegina hefur ekki þolað veður og álag. Aðrar samgöngur virka ekki heldur. Flugið sem er lífæð íbúa er í ólestri líka vegagerðin samdi við Norlandair um eitt flug sex daga vikunnar með 19 sæta vél en sú flugvél breyttist í níu sæta vél sem er alls ekki nóg. Tvisvar í viku eru tvö flug en ekki er hægt að ferðast á laugardögum. Breiðafjarðarferjan Baldur fer eina ferð fjóra daga vikunnar en 2x á dag tvo daga í viku en ekki er búist við ferðalögum á laugardögum. Okkar samfélag skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Þó nýr Baldur sé betra skip en það sem var á undan, er ekki hægt að segja að það þjóni öllum kröfum sem nútíma skip þarf að gera. En þetta er staðreyndin fyrir sunnanverða Vestfirði. Núna á næsta ári eða í ágúst 2026 verður sólmyrkvi hér á sunnanverðum Vestfjörðum og besti staðurinn á landinu að sjá þennan merkilega viðburð. Fleiri hundruð þúsunda munu koma til að sjá þetta víðsvegar að úr heiminum vegakerfið mun ekki höndla þann svakalega fjölda af bílum sem munu koma hingað á sunnanverða Vestfirði að ekki sé talað um allar rúturnar sem eiga eftir að koma líka. Við getum ekki og við megum ekki láta þetta sjást. Nóg hefur verið um slys á fólki síðustu ár og nóg af skemmdum bílum. Dynjandisheiði, er sá vegur sem á að tengja norður- og suðurfirðina saman og bjóða betri samgöngur á milli og að íbúar á norðurfjörðunum þurfi ekki að keyra Djúpið, sem er oft mjög erfitt. Ekki er vegaþjónusta um Dynjandisheiði á helgum sem er bagalegt. En suðurfirðirnir mundu vilja hafa þjónustu allt árið, bæði til að sækja verslun og heilbrigðisþjónustu á Ísafjörð. Herra samgönguráðherra, við íbúar sunnanverðra vestfjarða ætlum að bjóða þér á fund fljótlega á Patreksfirði, þar sem þú vonandi kemur og ræðir við íbúa um stöðuna. Forstóri vegagerðarinnar er velkominn með þér, því við eigum skilið að vita hver framtíðin er. Þetta er okkar framtíð sem er undir, og næstu kynslóða. Við vitum að það er skuld í vegakerfinu um allt land og þetta er skuld þarf að borga. Við viljum aðgerðir. Höfundur er í Flokki fólksins og íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar