Af töppum Einar Bárðarson skrifar 24. febrúar 2025 07:04 Nú er kominn til starfa á Alþingi kraftmikill og endurnýjaður hópur þingmanna sem vísast vilja allir hag þjóðarinnar betri en hann var þegar þeir voru kjörnir til starfa. Ekki veitir af einbeitingu og þreki því verkefnin sem við blasa eru ærin. Það þarf þjóðarátak í samgöngum, heilbrigðismálum og skólamálum ef marka mátti umræðuna fyrir og eftir kosningar, að ekki sé minnst á húsnæðismál, aðgengi að lánakjörum á forsendum sem venjulegt fólk ræður við og fjölmargt fleira. Þingheimur einhenti sér í störfin og fyrstu fréttir af húsnæðismálum voru deilur þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins um hver ætti að vera í hvaða þingflokksherbergi. Kannski ekki beint það sem kjósendur höfðu í huga. Næsta mál snéri að því hvort þingmaður Viðreisnar þyrfti að fara úr gallabuxunum þegar hann mætti í vinnuna. Varla efst í huga kjósenda þegar gengið var til kosninga. Þá var tekist á um það í fimm klukkutíma í síðustu viku á sama tíma og yfirvofandi var enn eitt kennaraverkfallið, hvort plastappar á einntota drykkjarmálum skyldu að vera áfastir eða ekki. Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já! Mannfólkinu er skv. minni reynslu því miður ekki treystandi fyrir lausum toppum á einnota drykkjarvörum. Einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að hann hefði misst lífsviljann við tilhugsunina um að þurfa að gangast undir þessa kvöð. Ef satt reynist verðum við heldur betur að spýta í lófanna í geðheilbrigðismálum og forvörnum vegna sjálfsvíga sem eru líka grafalvarleg vandamál. Ég hef síðustu ár tekið þátt í því með stórum hópi fólks, að tína rusl úr umhverfinu okkar. Plasttappar er eitt algengasta ruslið sem finnst í umhverfinu okkar samkvæmt Ocean Conservancy. Ekki það að ég þurfi að leita langt yfir skammt til að sannfærast um það sem ég hef séð eigin augum. Fiskar og fuglar eiga til að rugla plasttöppum gjarnan saman við fæðu, sem getur valdið köfnun, meltingarvandamálum eða dauða. Áætlað er að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljast meðal 10 algengustu rusltegundanna. Fólk er kosið á Alþingi til að bæta hag okkar allra. Ekki til þátttöku í ræðukeppnum á borð við Morfís. Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni. Ég óska öllum þingmönnum velfarnaðar í störfum sínum en nú er kosningabaráttan að baki. Nú þarf að taka á málum sem eru alvöru áskoranir. Sýnið öll, kæru þingmenn - og konur, að ykkur er treystandi til góðra verka og munið að Stóri plokkdagurinn er 27. apríl næstkomandi. Þá skulum við fara saman og tína tappa! Höfundur er plokkari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Alþingi Umhverfismál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nú er kominn til starfa á Alþingi kraftmikill og endurnýjaður hópur þingmanna sem vísast vilja allir hag þjóðarinnar betri en hann var þegar þeir voru kjörnir til starfa. Ekki veitir af einbeitingu og þreki því verkefnin sem við blasa eru ærin. Það þarf þjóðarátak í samgöngum, heilbrigðismálum og skólamálum ef marka mátti umræðuna fyrir og eftir kosningar, að ekki sé minnst á húsnæðismál, aðgengi að lánakjörum á forsendum sem venjulegt fólk ræður við og fjölmargt fleira. Þingheimur einhenti sér í störfin og fyrstu fréttir af húsnæðismálum voru deilur þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins um hver ætti að vera í hvaða þingflokksherbergi. Kannski ekki beint það sem kjósendur höfðu í huga. Næsta mál snéri að því hvort þingmaður Viðreisnar þyrfti að fara úr gallabuxunum þegar hann mætti í vinnuna. Varla efst í huga kjósenda þegar gengið var til kosninga. Þá var tekist á um það í fimm klukkutíma í síðustu viku á sama tíma og yfirvofandi var enn eitt kennaraverkfallið, hvort plastappar á einntota drykkjarmálum skyldu að vera áfastir eða ekki. Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já! Mannfólkinu er skv. minni reynslu því miður ekki treystandi fyrir lausum toppum á einnota drykkjarvörum. Einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að hann hefði misst lífsviljann við tilhugsunina um að þurfa að gangast undir þessa kvöð. Ef satt reynist verðum við heldur betur að spýta í lófanna í geðheilbrigðismálum og forvörnum vegna sjálfsvíga sem eru líka grafalvarleg vandamál. Ég hef síðustu ár tekið þátt í því með stórum hópi fólks, að tína rusl úr umhverfinu okkar. Plasttappar er eitt algengasta ruslið sem finnst í umhverfinu okkar samkvæmt Ocean Conservancy. Ekki það að ég þurfi að leita langt yfir skammt til að sannfærast um það sem ég hef séð eigin augum. Fiskar og fuglar eiga til að rugla plasttöppum gjarnan saman við fæðu, sem getur valdið köfnun, meltingarvandamálum eða dauða. Áætlað er að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljast meðal 10 algengustu rusltegundanna. Fólk er kosið á Alþingi til að bæta hag okkar allra. Ekki til þátttöku í ræðukeppnum á borð við Morfís. Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni. Ég óska öllum þingmönnum velfarnaðar í störfum sínum en nú er kosningabaráttan að baki. Nú þarf að taka á málum sem eru alvöru áskoranir. Sýnið öll, kæru þingmenn - og konur, að ykkur er treystandi til góðra verka og munið að Stóri plokkdagurinn er 27. apríl næstkomandi. Þá skulum við fara saman og tína tappa! Höfundur er plokkari.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun