Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 11:17 Nú bregður til tíðinda. Fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi að valferli í fyrirtæki í eigu ríkisins verði nú byggt á faglegum forsendum. Þá verður sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Þetta eru frábærar fréttir. Við í borginni höfum verið hjartanlega sammála þessari vegferð og nýr meirihluti mun vonandi halda áfram á þessari braut og vinna með ríkinu að faglegu ferli í þær stjórnir sem við tilnefnum í saman. Undanfarin ár hef ég farið fyrir vinnu að innleiða góða stjórnarhætti í rekstur fyrirtækja í eigu borgarinnar. Árið 2022 var samþykkt fyrsta eigandastefna borgarinnar í þverpólitískri sátt. Það eru í raun stórfréttir og sýna mikla framsýni og þor og langar mig að þakka kollegum mínum úr borgarstjórn fyrir framsýnina. Fyrir var áratuga hefð um að stjórnir innviðafyrirtæki væru pólitískt mannaðar. Slíkt fyrirkomulag dregur fram mikla áhættu fyrir fyrirtækin. Stjórnarslit og eða meirihlutaskipti geta borið að fyrirvaralaust eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum þar sem forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni í október síðastliðnum og borgarstjóri sleit meirihlutanum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ef stjórnir fyrirtækja í eigu borgar og ríkis væru ekki nú að hluta mannaðar óháðum stjórnarfólki þá gæti pólitíkin skipt öllum út sem er afar vont fyrir fyrirtæki og þjónar engan vegin hagsmunum þeirra. Áhættunefndir hafa bent á þennan veikleika lengi og nú sjáum við loks alvöru breytingar í farvatninu. Góðir stjórnarhættir eru leiðarljós Rekstur innviðafyrirtækja er samofin starfssemi opinberra aðila. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og kallast B-hluta fyrirtæki. Þetta eru td. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Almennri eigandastefnu borgarinnar er gert að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hluta fyrirtækja þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eigenda, stjórnar og stjórnenda. Eigandastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur mið af leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum Viðskiptaráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgarinnar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmörkuð gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal valdheimildir og mörk þeirra og upplýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum sem eru sérstaklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að megin stefnumörkun fyrirtækjanna sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gagnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skilvirkni í störfum stjórna og stjórnenda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórnarháttum. Það eru því frábærar fréttir að ríkið fari nú fram með góðu fordæmi og muni héðan í frá viðhafa faglegt valferli í stjórnir fyrirtækja ríkisins. Reykjavíkurborg hefur innleit slíkt ferli að hluta til. Vegferð ríkisins hefur mikil ruðningsáhrif á sveitarfélögin sem um allt land sitja á eignarhlutum í mörgum innviðafyrirtækjum. Það er mikið framfaramál að sveitarfélög um allt land skoði nú hvernig þau vilja hátta sínu eigandahlutverki. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú bregður til tíðinda. Fjármálaráðherra kynnti fyrir helgi að valferli í fyrirtæki í eigu ríkisins verði nú byggt á faglegum forsendum. Þá verður sérstaklega hugað að breiðri samsetningu hvað varðar menntun, reynslu, kyn og faglegan bakgrunn. Þetta eru frábærar fréttir. Við í borginni höfum verið hjartanlega sammála þessari vegferð og nýr meirihluti mun vonandi halda áfram á þessari braut og vinna með ríkinu að faglegu ferli í þær stjórnir sem við tilnefnum í saman. Undanfarin ár hef ég farið fyrir vinnu að innleiða góða stjórnarhætti í rekstur fyrirtækja í eigu borgarinnar. Árið 2022 var samþykkt fyrsta eigandastefna borgarinnar í þverpólitískri sátt. Það eru í raun stórfréttir og sýna mikla framsýni og þor og langar mig að þakka kollegum mínum úr borgarstjórn fyrir framsýnina. Fyrir var áratuga hefð um að stjórnir innviðafyrirtæki væru pólitískt mannaðar. Slíkt fyrirkomulag dregur fram mikla áhættu fyrir fyrirtækin. Stjórnarslit og eða meirihlutaskipti geta borið að fyrirvaralaust eins og dæmin sanna á undanförnum mánuðum þar sem forsætisráðherra sleit ríkisstjórninni í október síðastliðnum og borgarstjóri sleit meirihlutanum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Ef stjórnir fyrirtækja í eigu borgar og ríkis væru ekki nú að hluta mannaðar óháðum stjórnarfólki þá gæti pólitíkin skipt öllum út sem er afar vont fyrir fyrirtæki og þjónar engan vegin hagsmunum þeirra. Áhættunefndir hafa bent á þennan veikleika lengi og nú sjáum við loks alvöru breytingar í farvatninu. Góðir stjórnarhættir eru leiðarljós Rekstur innviðafyrirtækja er samofin starfssemi opinberra aðila. Í Reykjavík eru nokkur slík sem flestir þekkja og kallast B-hluta fyrirtæki. Þetta eru td. Orkuveitan ásamt dótturfélögum, Félagsbústaðir og Faxaflóahafnir. Mikilvægt er að í rekstri þessara fyrirtækja látum við góða stjórnarhætti leiða okkur áfram. Almennri eigandastefnu borgarinnar er gert að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun B-hluta fyrirtækja þannig að það ríki almennt traust á stjórn og starfsemi. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingagjöf milli eiganda og fyrirtækis um rekstur og stefnumörkun ásamt ábyrgðarskilum milli eigenda, stjórnar og stjórnenda. Eigandastefnan er ekki úr lausu lofti gripin heldur tekur mið af leiðbeiningum OECD um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu ásamt leiðbeiningum Viðskiptaráðs. Hlutverk, umboð og upplýsingaskylda Almenn eigandastefna borgarinnar rammar inn með skýrum hætti markmið eiganda. Þar eru nokkrir þættir sérstaklega dregnir fram, s.s að Reykjavíkurborg er formlega skilgreind sem virkur eigandi og hlutverk, umboð og ábyrgð eiganda er skilgreint og afmörkuð gagnvart borgarráði og borgarstjórn, þar á meðal valdheimildir og mörk þeirra og upplýsingagjöf. Tekið er á forsendum fyrir eignarhaldi Reykjavíkurborgar í fyrirtækjum sem eru sérstaklega skilgreindar og háðar mati af hálfu eiganda. Annað sem tekið er á er að tryggður er skýrleiki á umboði stjórna fyrirtækjanna og að megin stefnumörkun fyrirtækjanna sé háð samþykki eigenda. Þá eru einnig skýrar kröfur gerðar til skipulags og stjórnarhátta, sem tryggir gagnsæi og áreiðanleika, ásamt fagmennsku og skilvirkni í störfum stjórna og stjórnenda, s.s. afmörkun á hlutverki, umboði, ábyrgð og stjórnarháttum. Það eru því frábærar fréttir að ríkið fari nú fram með góðu fordæmi og muni héðan í frá viðhafa faglegt valferli í stjórnir fyrirtækja ríkisins. Reykjavíkurborg hefur innleit slíkt ferli að hluta til. Vegferð ríkisins hefur mikil ruðningsáhrif á sveitarfélögin sem um allt land sitja á eignarhlutum í mörgum innviðafyrirtækjum. Það er mikið framfaramál að sveitarfélög um allt land skoði nú hvernig þau vilja hátta sínu eigandahlutverki. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar