Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. febrúar 2025 23:58 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. EPA/NEIL HALL Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. Samkvæmt heimildum The Guardian hefur ráðamönnum Þýskalands, Ítalíu, Bretlands og Póllands verið boðið á fundinn ásamt Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ráðamennirnir eru nú saman komnir á öryggisráðstefnu í München þar sem friður milli Úkraínu og Rússlands hefur mikið verið ræddur. Keith Kellogg, erindreki Donalds Trump, er einnig þar staddur en í ræðu sinni fyrr í dag sagði hann það ólíklegt að evrópsk lönd fengju sæti við borðið í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands. Þá hafa Trump og Vladimir Pútín talað saman í síma þar sem þeir sammæltust um að hefja fljótt friðarviðræður. Á blaðamannafundi eftir símtalið sagði Trump að Úkraína stæði ekki jafnfætis Bandaríkjamönnum og Rússum í friðarviðræðunum. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa munu hátt settir embættismenn Hvíta hússins hitta samningamenn Rússa og Úkraínumanna í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á öryggisráðstefnunni í München í dag að Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Selenskí hefur áður sagt að hann óttaðist að Úkraínumenn yrðu skyldir út undan í friðarviðræðum og virðast evrópsku ráðamennirnir deila þeim ótta. Sjá nánar: „Kallar eftir evrópskum her“ Þá hafa Bandaríkjamenn beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða í öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, svo sem vopn og fjölda hermanna. Ónefndur diplómati sagði í umfjöllun The Guardian að það liti út fyrir að Evrópa ætti að sjá um að viðhalda frið milli ríkjanna en fái ekkert að hafa með samkomulagið að gera. Á meðan fengi Donald Trump helming af öllum fágætum steintegundum frá Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Samkvæmt heimildum The Guardian hefur ráðamönnum Þýskalands, Ítalíu, Bretlands og Póllands verið boðið á fundinn ásamt Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ráðamennirnir eru nú saman komnir á öryggisráðstefnu í München þar sem friður milli Úkraínu og Rússlands hefur mikið verið ræddur. Keith Kellogg, erindreki Donalds Trump, er einnig þar staddur en í ræðu sinni fyrr í dag sagði hann það ólíklegt að evrópsk lönd fengju sæti við borðið í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands. Þá hafa Trump og Vladimir Pútín talað saman í síma þar sem þeir sammæltust um að hefja fljótt friðarviðræður. Á blaðamannafundi eftir símtalið sagði Trump að Úkraína stæði ekki jafnfætis Bandaríkjamönnum og Rússum í friðarviðræðunum. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa munu hátt settir embættismenn Hvíta hússins hitta samningamenn Rússa og Úkraínumanna í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á öryggisráðstefnunni í München í dag að Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Selenskí hefur áður sagt að hann óttaðist að Úkraínumenn yrðu skyldir út undan í friðarviðræðum og virðast evrópsku ráðamennirnir deila þeim ótta. Sjá nánar: „Kallar eftir evrópskum her“ Þá hafa Bandaríkjamenn beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða í öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, svo sem vopn og fjölda hermanna. Ónefndur diplómati sagði í umfjöllun The Guardian að það liti út fyrir að Evrópa ætti að sjá um að viðhalda frið milli ríkjanna en fái ekkert að hafa með samkomulagið að gera. Á meðan fengi Donald Trump helming af öllum fágætum steintegundum frá Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira