Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. febrúar 2025 23:58 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. EPA/NEIL HALL Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. Samkvæmt heimildum The Guardian hefur ráðamönnum Þýskalands, Ítalíu, Bretlands og Póllands verið boðið á fundinn ásamt Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ráðamennirnir eru nú saman komnir á öryggisráðstefnu í München þar sem friður milli Úkraínu og Rússlands hefur mikið verið ræddur. Keith Kellogg, erindreki Donalds Trump, er einnig þar staddur en í ræðu sinni fyrr í dag sagði hann það ólíklegt að evrópsk lönd fengju sæti við borðið í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands. Þá hafa Trump og Vladimir Pútín talað saman í síma þar sem þeir sammæltust um að hefja fljótt friðarviðræður. Á blaðamannafundi eftir símtalið sagði Trump að Úkraína stæði ekki jafnfætis Bandaríkjamönnum og Rússum í friðarviðræðunum. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa munu hátt settir embættismenn Hvíta hússins hitta samningamenn Rússa og Úkraínumanna í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á öryggisráðstefnunni í München í dag að Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Selenskí hefur áður sagt að hann óttaðist að Úkraínumenn yrðu skyldir út undan í friðarviðræðum og virðast evrópsku ráðamennirnir deila þeim ótta. Sjá nánar: „Kallar eftir evrópskum her“ Þá hafa Bandaríkjamenn beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða í öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, svo sem vopn og fjölda hermanna. Ónefndur diplómati sagði í umfjöllun The Guardian að það liti út fyrir að Evrópa ætti að sjá um að viðhalda frið milli ríkjanna en fái ekkert að hafa með samkomulagið að gera. Á meðan fengi Donald Trump helming af öllum fágætum steintegundum frá Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Samkvæmt heimildum The Guardian hefur ráðamönnum Þýskalands, Ítalíu, Bretlands og Póllands verið boðið á fundinn ásamt Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ráðamennirnir eru nú saman komnir á öryggisráðstefnu í München þar sem friður milli Úkraínu og Rússlands hefur mikið verið ræddur. Keith Kellogg, erindreki Donalds Trump, er einnig þar staddur en í ræðu sinni fyrr í dag sagði hann það ólíklegt að evrópsk lönd fengju sæti við borðið í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands. Þá hafa Trump og Vladimir Pútín talað saman í síma þar sem þeir sammæltust um að hefja fljótt friðarviðræður. Á blaðamannafundi eftir símtalið sagði Trump að Úkraína stæði ekki jafnfætis Bandaríkjamönnum og Rússum í friðarviðræðunum. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa munu hátt settir embættismenn Hvíta hússins hitta samningamenn Rússa og Úkraínumanna í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á öryggisráðstefnunni í München í dag að Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Selenskí hefur áður sagt að hann óttaðist að Úkraínumenn yrðu skyldir út undan í friðarviðræðum og virðast evrópsku ráðamennirnir deila þeim ótta. Sjá nánar: „Kallar eftir evrópskum her“ Þá hafa Bandaríkjamenn beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða í öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, svo sem vopn og fjölda hermanna. Ónefndur diplómati sagði í umfjöllun The Guardian að það liti út fyrir að Evrópa ætti að sjá um að viðhalda frið milli ríkjanna en fái ekkert að hafa með samkomulagið að gera. Á meðan fengi Donald Trump helming af öllum fágætum steintegundum frá Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira