Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 22:02 Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert. Sjúkraflug er lífsspursmál. Flugvöllurinn er hluti af almenningssamgöngum í landinu og er lífsspursmál fyrir marga af öllu landinu sem þurfa að komast á Landspítalann með sjúkraflugi. Þar er nýbygging spítalans að rísa m.a. vegna nálægðar við innanlandsflugvöllinn. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið þrengt að starfsemi og öryggi flugvallarins með þéttingu byggðar í næsta nágrenni hans. Vegna ákvarðana af hálfu Reykjavíkurborgar og stjórnvalda undanfarin ár. Hvassahraun er út úr myndinni. Á síðasta ári leist bæði þáverandi innviðaráðherra og borgarstjóra vel á að nýr innanlandsflugvöllur yrði byggður í Hvassahraun eftir kynningu nýkominnar skýrslu um veðurfarslegar aðstæður þar. Eins galið og það er í þeirri eldgosahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi. Borgarstjóri hefur dregið lappirnar frá því í fyrravor að ganga í það verk að fella niður þau tré sem ógnað hafa flugöryggi og Samgöngustofa hafði fyrirskipað að yrðu felld. Aðgerðarleysi borgarinnar hefur nú leitt til þess að búið er að loka austur-vestur flugbrautinni og stofnar lífi fólks í sjúkraflugi í stórhættu. Öryggi sjúklinga í hættu. Heilbrigðisráðherra hefur sagt óboðlegt að öryggi sjúklinga sé í hættu vegna lokunar brautarinnar. Loksins með þrýstingi frá nýjum samgönguráðherra,ríkisstjórninni, Samgöngustofu og fleirum fyrirskipaði borgarstjóri loksins að ráðist yrði í að fella tré. Það hefði átt að gera fyrir löngu eða allt frá tilmælum Samgöngustofu , Isavía og óskar flugrekstraraðila. Komið hefur fram að hátt í 3 þúsund sinnum hafi verðið flogið með sjúklinga sl. fjögur ár. Stór hluti þeirra sjúklinga hafi þurft að komast í bráðaþjónustu á Landspítalanum. Afstaða ríkisstjórnarinnar skýr. Það var gott að heyra forsætisráðherra lýsa því afdráttarlaust yfir að ríkisstjórnin standi með Reykjavíkurflugvelli og hann væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Enda liggur engin önnur staðsetning fyrir og bygging annars flugvallar yrði óhemju dýr og ekki í sjómáli næstu áratugi. Sameiginlegir hagsmunir landsmanna. Flugvöllurinn þjónar mikilvægu innanlandsflugi og sjúkraflugi sem verður að tryggja með hagsmuni allra íbúa landsins í huga, Það er ekki síður hagur höfuðborgarinnar því þangað sækja landsmenn mikla verslun og þjónustu, þar er stjórnsýslan og hátæknisjúkrahúsið sem var meðal annars valinn staður vegna við flugvöllinn. Ráðast verður einnig í byggingu á nýrri samgöngumiðstöð á flugvellinum og endurskoða mjög ósanngjörn bílastæðagjöld sem eru enn einn landsbyggðarskatturinn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Reykjavíkurflugvöllur Lilja Rafney Magnúsdóttir Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert. Sjúkraflug er lífsspursmál. Flugvöllurinn er hluti af almenningssamgöngum í landinu og er lífsspursmál fyrir marga af öllu landinu sem þurfa að komast á Landspítalann með sjúkraflugi. Þar er nýbygging spítalans að rísa m.a. vegna nálægðar við innanlandsflugvöllinn. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið þrengt að starfsemi og öryggi flugvallarins með þéttingu byggðar í næsta nágrenni hans. Vegna ákvarðana af hálfu Reykjavíkurborgar og stjórnvalda undanfarin ár. Hvassahraun er út úr myndinni. Á síðasta ári leist bæði þáverandi innviðaráðherra og borgarstjóra vel á að nýr innanlandsflugvöllur yrði byggður í Hvassahraun eftir kynningu nýkominnar skýrslu um veðurfarslegar aðstæður þar. Eins galið og það er í þeirri eldgosahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi. Borgarstjóri hefur dregið lappirnar frá því í fyrravor að ganga í það verk að fella niður þau tré sem ógnað hafa flugöryggi og Samgöngustofa hafði fyrirskipað að yrðu felld. Aðgerðarleysi borgarinnar hefur nú leitt til þess að búið er að loka austur-vestur flugbrautinni og stofnar lífi fólks í sjúkraflugi í stórhættu. Öryggi sjúklinga í hættu. Heilbrigðisráðherra hefur sagt óboðlegt að öryggi sjúklinga sé í hættu vegna lokunar brautarinnar. Loksins með þrýstingi frá nýjum samgönguráðherra,ríkisstjórninni, Samgöngustofu og fleirum fyrirskipaði borgarstjóri loksins að ráðist yrði í að fella tré. Það hefði átt að gera fyrir löngu eða allt frá tilmælum Samgöngustofu , Isavía og óskar flugrekstraraðila. Komið hefur fram að hátt í 3 þúsund sinnum hafi verðið flogið með sjúklinga sl. fjögur ár. Stór hluti þeirra sjúklinga hafi þurft að komast í bráðaþjónustu á Landspítalanum. Afstaða ríkisstjórnarinnar skýr. Það var gott að heyra forsætisráðherra lýsa því afdráttarlaust yfir að ríkisstjórnin standi með Reykjavíkurflugvelli og hann væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Enda liggur engin önnur staðsetning fyrir og bygging annars flugvallar yrði óhemju dýr og ekki í sjómáli næstu áratugi. Sameiginlegir hagsmunir landsmanna. Flugvöllurinn þjónar mikilvægu innanlandsflugi og sjúkraflugi sem verður að tryggja með hagsmuni allra íbúa landsins í huga, Það er ekki síður hagur höfuðborgarinnar því þangað sækja landsmenn mikla verslun og þjónustu, þar er stjórnsýslan og hátæknisjúkrahúsið sem var meðal annars valinn staður vegna við flugvöllinn. Ráðast verður einnig í byggingu á nýrri samgöngumiðstöð á flugvellinum og endurskoða mjög ósanngjörn bílastæðagjöld sem eru enn einn landsbyggðarskatturinn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun