Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 10:02 „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám” - Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata um meirihlutaslitin og nýjar viðræður. Þessir karlar Þeir eru ótrúlegir þessir karlar sem skella öllu í uppnám. Karlar sem með fjölbreyttum leiðum vilja fækka börnum á biðlistum eftir leikskólaplássi og karlar sem vilja koma á heimgreiðslum til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og létta þannig undir með fjárhagslegum birgðum foreldra á meðan þeir bíða eftir dagvistun. Karlar sem vilja byggja meira, bæði þétta byggð en líka ryðja nýtt land því það þarf að byggja meira og hraðar. Karlar sem vilja nýtt hverfi í Úlfarsárdal og á Kjalarnesi og kanna fýsileika þess að ráðast í að skipuleggja byggð á Geldinganesi. Karlar sem vilja bæta þjónustu og samskipti við borgarbúa. Karlar sem telja rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar ekki vera ,,átyllu.” Karlar sem vilja taka til í rekstri borgarinnar vegna þess að þeir vita að það er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarana með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Karlar sem vilja fara betur með skattfé borgarbúa. Karlar sem vilja að fólk hafi raunverulegt val um ferðamáta hvort sem hann er gangandi, hjólandi, í almenningssamgöngum eða á fjölskyldubílnum. Karlar sem vilja bíða með bílastæðastefnuna þar til borgarlína hefur hafið akstur. Karlar sem slíta meirihluta því að þeir átta sig á því að þessi mál falla fyrir daufum eyrum samstarfsflokka. Karlar sem átta sig á því að þolinmæli almennings eftir breytingum er á þrotum. Þessir karlar. Óttalegt vesen. Að slíta meirihluta er ekki léttvæg ákvörðun og svo sannarlega ekki ákvörðun sem einn einstaklingur tekur. Jafnvel þótt að hann sé karlmaður. Þú slítur ekki meirihluta án þess að vera með liðið þitt með þér. En ef það eru karlarnir sem eru með vesen þá hlýt ég að vera ein af þeim. Að taka þátt í meirihlutasamstarfi snerist ekki um að halda í titla eða stóla heldur trúnað við fólkið í borginni og þau verkefni sem okkur eru falin. Orð sem fela í sér smættun á konum í stjórnmálum Þetta snýst heldur ekki um kyn einstaklinganna sem hér um ræðir. Með þessu er ég ekki að segja að ég viti ekki að konur í stjórnmálum hafa lengi átt erfitt uppdráttar á þeim vettvangi og ég þekki vel það mótlæti sem konur upplifa í stjórnmálastarfi. Við í Framsókn viljum ekkert meira en jafnrétti allra kynja - en það að segja að karlarnir séu ,,með vesen og skelli öllu í uppnám” smættir aðra borgarfulltrúa Framsóknar sem eru kvenkyns. Borgarfulltrúa sem vilja taka stærri ákvarðanir en þessi meirihluti var tilbúinn að gera. Borgarbúar eiga einmitt betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
„Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám” - Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata um meirihlutaslitin og nýjar viðræður. Þessir karlar Þeir eru ótrúlegir þessir karlar sem skella öllu í uppnám. Karlar sem með fjölbreyttum leiðum vilja fækka börnum á biðlistum eftir leikskólaplássi og karlar sem vilja koma á heimgreiðslum til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og létta þannig undir með fjárhagslegum birgðum foreldra á meðan þeir bíða eftir dagvistun. Karlar sem vilja byggja meira, bæði þétta byggð en líka ryðja nýtt land því það þarf að byggja meira og hraðar. Karlar sem vilja nýtt hverfi í Úlfarsárdal og á Kjalarnesi og kanna fýsileika þess að ráðast í að skipuleggja byggð á Geldinganesi. Karlar sem vilja bæta þjónustu og samskipti við borgarbúa. Karlar sem telja rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar ekki vera ,,átyllu.” Karlar sem vilja taka til í rekstri borgarinnar vegna þess að þeir vita að það er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarana með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Karlar sem vilja fara betur með skattfé borgarbúa. Karlar sem vilja að fólk hafi raunverulegt val um ferðamáta hvort sem hann er gangandi, hjólandi, í almenningssamgöngum eða á fjölskyldubílnum. Karlar sem vilja bíða með bílastæðastefnuna þar til borgarlína hefur hafið akstur. Karlar sem slíta meirihluta því að þeir átta sig á því að þessi mál falla fyrir daufum eyrum samstarfsflokka. Karlar sem átta sig á því að þolinmæli almennings eftir breytingum er á þrotum. Þessir karlar. Óttalegt vesen. Að slíta meirihluta er ekki léttvæg ákvörðun og svo sannarlega ekki ákvörðun sem einn einstaklingur tekur. Jafnvel þótt að hann sé karlmaður. Þú slítur ekki meirihluta án þess að vera með liðið þitt með þér. En ef það eru karlarnir sem eru með vesen þá hlýt ég að vera ein af þeim. Að taka þátt í meirihlutasamstarfi snerist ekki um að halda í titla eða stóla heldur trúnað við fólkið í borginni og þau verkefni sem okkur eru falin. Orð sem fela í sér smættun á konum í stjórnmálum Þetta snýst heldur ekki um kyn einstaklinganna sem hér um ræðir. Með þessu er ég ekki að segja að ég viti ekki að konur í stjórnmálum hafa lengi átt erfitt uppdráttar á þeim vettvangi og ég þekki vel það mótlæti sem konur upplifa í stjórnmálastarfi. Við í Framsókn viljum ekkert meira en jafnrétti allra kynja - en það að segja að karlarnir séu ,,með vesen og skelli öllu í uppnám” smættir aðra borgarfulltrúa Framsóknar sem eru kvenkyns. Borgarfulltrúa sem vilja taka stærri ákvarðanir en þessi meirihluti var tilbúinn að gera. Borgarbúar eiga einmitt betra skilið. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar