Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar 11. febrúar 2025 19:30 Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Hafa ber í huga að samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn tapað öllu sínu fylgi í Reykjavík og fjórum borgarfulltrúum, þeir mælast nú þannig að þeir ná ekki einu sinni einum borgarfulltrúa. Erfiðast er þó, að þeir kunna engin ráð til að ná athygli kjósenda. Framsókn er því fylgislega gjaldþrota í höfuðborginni. Þessi auma staða og að flokkurinn geti ekki náð athygli, er að mínu viti ástæðan fyrir brotthlaupi hans úr meirihlutanum. Við skulum athuga hvaða skýringu Framsókn valdi sér þegar hún sleit meirihlutanum. Einar borgarstjóri segir: Að Framsóknarmenn hafi myndað meirihluta til að vinna að framfararmálum fyrir borgarbúa en sá ásetningur hafi alltaf strandað á andstöðu samstarfsflokka hans, að lokum hafi hann gefist upp og þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að slíta samstarfinu. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt og með hliðsjón af pólitískri fortíð mannsins þá gæti það verið ljúf tilhugsun, að snúa heim og hjúfra sig þar aftur undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Að flýja sjálfan sig Með því að flýja sjálfan sig í meirihlutanum trúir hann að hann geti náð fríu spili í pólitíkinni. Það fría spil munu kjósendum sjá strax í haust í alls konar gylliboðum, yfirboðum og patentlausnum á öllum sviðum. Flokkur hans stundaði þannig pólitík fyrir síðustu kosningar. Þá var lofað jarðgöngum vítt og breitt gegnum fjöll og heiðar. Toppurinn á því leikriti var þó þegar formaður flokksins, gaf í glas, og sviðsetti fyrstu skóflustunguna fyrir brúna yfir Ölfusá. Milljarða verkefni, sem þó var ekki lokið við að teikna! Einar virðist trúa, að allt muni vaxa og dafna hjá Framsókn nái hún fríu spili með loforð og gylliboð til kjósenda. Til þess þarf hún þó að losa sig við allt samstaf og ábyrgð. Sú er ástæða þess að flokkur hans stekkur nú undan árum í brimgarðinum og fer að dreifa mykju á malbik í Reykjavík, og þau sem þar starfa. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Birgir Dýrfjörð Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Hafa ber í huga að samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn tapað öllu sínu fylgi í Reykjavík og fjórum borgarfulltrúum, þeir mælast nú þannig að þeir ná ekki einu sinni einum borgarfulltrúa. Erfiðast er þó, að þeir kunna engin ráð til að ná athygli kjósenda. Framsókn er því fylgislega gjaldþrota í höfuðborginni. Þessi auma staða og að flokkurinn geti ekki náð athygli, er að mínu viti ástæðan fyrir brotthlaupi hans úr meirihlutanum. Við skulum athuga hvaða skýringu Framsókn valdi sér þegar hún sleit meirihlutanum. Einar borgarstjóri segir: Að Framsóknarmenn hafi myndað meirihluta til að vinna að framfararmálum fyrir borgarbúa en sá ásetningur hafi alltaf strandað á andstöðu samstarfsflokka hans, að lokum hafi hann gefist upp og þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að slíta samstarfinu. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt og með hliðsjón af pólitískri fortíð mannsins þá gæti það verið ljúf tilhugsun, að snúa heim og hjúfra sig þar aftur undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Að flýja sjálfan sig Með því að flýja sjálfan sig í meirihlutanum trúir hann að hann geti náð fríu spili í pólitíkinni. Það fría spil munu kjósendum sjá strax í haust í alls konar gylliboðum, yfirboðum og patentlausnum á öllum sviðum. Flokkur hans stundaði þannig pólitík fyrir síðustu kosningar. Þá var lofað jarðgöngum vítt og breitt gegnum fjöll og heiðar. Toppurinn á því leikriti var þó þegar formaður flokksins, gaf í glas, og sviðsetti fyrstu skóflustunguna fyrir brúna yfir Ölfusá. Milljarða verkefni, sem þó var ekki lokið við að teikna! Einar virðist trúa, að allt muni vaxa og dafna hjá Framsókn nái hún fríu spili með loforð og gylliboð til kjósenda. Til þess þarf hún þó að losa sig við allt samstaf og ábyrgð. Sú er ástæða þess að flokkur hans stekkur nú undan árum í brimgarðinum og fer að dreifa mykju á malbik í Reykjavík, og þau sem þar starfa. Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun