Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson og Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 12:30 Þessa dagana ræðir forystufólk í borgarstjórn Reykjavíkur um myndun meirihluta. Ljóst er að þau sem ná saman þurfa að setja sér skýra stefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum strax í upphafi. Þolinmæði almennings er á þrotum þegar kemur að húsnæðismálum og því var málaflokkurinn eðlilega ofarlega á baugi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi skipulagsvaldið hjá sér. Það er staðreynd að stefna meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum undanfarinn áratug eða meira hefur haft afgerandi áhrif á efnahagsmál á Íslandi, enda stærsta sveitarfélag landsins. Landsmönnum hefur fjölgað verulega en íbúðauppbygging í Reykjavík hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins. Því til viðbótar hefur uppbyggingin verið kostnaðarsöm og ekki mætt fjölbreyttum þörfum íbúa. Þessi stefna hefur átt stóran þátt í mikilli verðbólgu og háum vöxtum sem kemur við hvert einasta heimili landsins og hvert einasta fyrirtæki. Það er því skýrt ákall um að forystufólk borgarinnar hafi þetta í huga við myndun nýs meirihluta. Þótt nægt land sé í Reykjavík undir íbúðabyggð hefur meirihlutinn með skammsýni og kreddum í skipulagsmálum skammtað lóðir úr hnefanum undanfarin ár. Á sama tíma hefur gjaldtaka borgarinnar líka stóraukist sem skilar sér í hærra verðlagi íbúða. Stærsta sveitarfélag landsins og eina borgin ætti að fara á undan með góðu fordæmi en því hefur verið öfugt farið og hafa nágrannasveitarfélög vaxið hlutfallslega hraðar. Þegar á þarf að halda er verktökum kennt um tafir á uppbyggingu þegar öllum er ljóst að borgaryfirvöld nýta sér upplýsingaóreiðu sér í vil. Þessu þarf að breyta. Fyrri ríkisstjórn áttaði sig á vandanum en fékk sveitarfélögin ekki í lið með sér. Ný ríkisstjórn áttar sig á því hvernig vandinn er vaxinn og hefur áform um stórátak í íbúðauppbyggingu. Samfylkingin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur boðaði metnaðarfulla stefnu í húsnæðismálum í aðdraganda kosninga og Viðreisn var á sama stað. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skynjar betur en flestir vandann í húsnæðismálum og hefur þegar talað fyrir aukinni uppbyggingu íbúða í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Stefna ríkisstjórnarinnar bendir til þess að horft verði til fjölbreyttrar uppbyggingar en ekki bara til félagslegra íbúða. Til þess að metnaðarfull og um leið nauðsynleg áform ríkisstjórnarinnar gangi eftir þarf borgarstjórn Reykjavíkur, stærsta sveitarfélags landsins, að hraða úthlutun lóða og endurskoða stefnu sína í húsnæðis- og skipulagsmálum. Ríki og borg þurfa að ganga í takt en þar sem skipulagsvaldið er hjá Reykjavíkurborg þá ræður borgin för. Ef marka má orð borgarstjóra liggur fyrir að stefna Samfylkingar og Pírata í Reykjavík hefur ekki stutt við aukna og hagkvæma uppbyggingu íbúða. Meðan slík sjónarmið ráða för við stjórn Reykjavíkurborgar er ljóst að ríkisstjórnin mun hvorki ná markmiðum sínum í húsnæðismálum né í efnahagsmálum til lengri tíma litið. Ákvörðun borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu, meðal annars vegna stefnu i húsnæðis- og skipulagsmálum, eru því líklega bestu fréttir sem ríkisstjórnin gat fengið úr Reykjavík þar sem með því skapast tækifæri til að gera betur í þessum málum. Nú er lag að skipta um kúrs og auka uppbyggingu fjölbreyttra íbúða í Reykjavík i takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir borgarinnar til þess að hraða húsnæðisuppbyggingu geta ekki beðið. Til að byggja fleiri íbúðir þarf að skipuleggja meira og hraðar, einfaldlega leyfisveitingaferli og auka samstarfsviðleitni við byggingaraðila. Nýr meirihluti Reykjavíkurborgar, hver sem hann verður, hefur tækifæri til að sanna að hann hefur skilning á alvöru málsins og sýna ákveðni í verki. Skýr stefna og skjót viðbrögð eru ekki bara æskileg heldur nauðsynleg. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Borgarstjórn Reykjavík Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Sjá meira
Þessa dagana ræðir forystufólk í borgarstjórn Reykjavíkur um myndun meirihluta. Ljóst er að þau sem ná saman þurfa að setja sér skýra stefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum strax í upphafi. Þolinmæði almennings er á þrotum þegar kemur að húsnæðismálum og því var málaflokkurinn eðlilega ofarlega á baugi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi skipulagsvaldið hjá sér. Það er staðreynd að stefna meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum undanfarinn áratug eða meira hefur haft afgerandi áhrif á efnahagsmál á Íslandi, enda stærsta sveitarfélag landsins. Landsmönnum hefur fjölgað verulega en íbúðauppbygging í Reykjavík hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins. Því til viðbótar hefur uppbyggingin verið kostnaðarsöm og ekki mætt fjölbreyttum þörfum íbúa. Þessi stefna hefur átt stóran þátt í mikilli verðbólgu og háum vöxtum sem kemur við hvert einasta heimili landsins og hvert einasta fyrirtæki. Það er því skýrt ákall um að forystufólk borgarinnar hafi þetta í huga við myndun nýs meirihluta. Þótt nægt land sé í Reykjavík undir íbúðabyggð hefur meirihlutinn með skammsýni og kreddum í skipulagsmálum skammtað lóðir úr hnefanum undanfarin ár. Á sama tíma hefur gjaldtaka borgarinnar líka stóraukist sem skilar sér í hærra verðlagi íbúða. Stærsta sveitarfélag landsins og eina borgin ætti að fara á undan með góðu fordæmi en því hefur verið öfugt farið og hafa nágrannasveitarfélög vaxið hlutfallslega hraðar. Þegar á þarf að halda er verktökum kennt um tafir á uppbyggingu þegar öllum er ljóst að borgaryfirvöld nýta sér upplýsingaóreiðu sér í vil. Þessu þarf að breyta. Fyrri ríkisstjórn áttaði sig á vandanum en fékk sveitarfélögin ekki í lið með sér. Ný ríkisstjórn áttar sig á því hvernig vandinn er vaxinn og hefur áform um stórátak í íbúðauppbyggingu. Samfylkingin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur boðaði metnaðarfulla stefnu í húsnæðismálum í aðdraganda kosninga og Viðreisn var á sama stað. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skynjar betur en flestir vandann í húsnæðismálum og hefur þegar talað fyrir aukinni uppbyggingu íbúða í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Stefna ríkisstjórnarinnar bendir til þess að horft verði til fjölbreyttrar uppbyggingar en ekki bara til félagslegra íbúða. Til þess að metnaðarfull og um leið nauðsynleg áform ríkisstjórnarinnar gangi eftir þarf borgarstjórn Reykjavíkur, stærsta sveitarfélags landsins, að hraða úthlutun lóða og endurskoða stefnu sína í húsnæðis- og skipulagsmálum. Ríki og borg þurfa að ganga í takt en þar sem skipulagsvaldið er hjá Reykjavíkurborg þá ræður borgin för. Ef marka má orð borgarstjóra liggur fyrir að stefna Samfylkingar og Pírata í Reykjavík hefur ekki stutt við aukna og hagkvæma uppbyggingu íbúða. Meðan slík sjónarmið ráða för við stjórn Reykjavíkurborgar er ljóst að ríkisstjórnin mun hvorki ná markmiðum sínum í húsnæðismálum né í efnahagsmálum til lengri tíma litið. Ákvörðun borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu, meðal annars vegna stefnu i húsnæðis- og skipulagsmálum, eru því líklega bestu fréttir sem ríkisstjórnin gat fengið úr Reykjavík þar sem með því skapast tækifæri til að gera betur í þessum málum. Nú er lag að skipta um kúrs og auka uppbyggingu fjölbreyttra íbúða í Reykjavík i takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir borgarinnar til þess að hraða húsnæðisuppbyggingu geta ekki beðið. Til að byggja fleiri íbúðir þarf að skipuleggja meira og hraðar, einfaldlega leyfisveitingaferli og auka samstarfsviðleitni við byggingaraðila. Nýr meirihluti Reykjavíkurborgar, hver sem hann verður, hefur tækifæri til að sanna að hann hefur skilning á alvöru málsins og sýna ákveðni í verki. Skýr stefna og skjót viðbrögð eru ekki bara æskileg heldur nauðsynleg. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.
Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun
Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun
Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir Skoðun