Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 10:32 Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið? Vistkerfi stranda gegna margvíslegu hlutverki sem við mögulega áttum okkur ekki á. Þar sem þau eru búsvæði alls kyns smádýra, þangs og skelfiska sem eru óneitanlegur hlekkur í hringrás lífsins. Þá færa hafstraumar og öldugangur næringarefni og viðhalda þannig hringrás sem hefur viðhaldist um ár og aldir. Þó þessi staður sé lítill hluti af strandlínunni þá hafa ströndum heimsins einmitt verið raskað á þennan hátt, smá í einu. Einungis 15% stranda í heiminum eru enn ósnortnar. En Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat þrátt fyrir að rask á vistkerfunum sé verulegt og varanlegt. Þessa ákvörðun stofnunarinnar hefur Brimbrettafélagið kært. Samt á að vaða áfram og framkvæma áður en niðurstaða fæst í það mál. Aðalatriðið í þessu máli er mannlegi þátturinn. Náttúran veitir okkur ekki einungis þjónustu í hringrás næringarefna, hreinsun vatns, að halda niðri plágum o.s.frv. Náttúran veitir okkur einnig yndi. Því það eru fullt af stöðum sem við viljum vernda, ekki vegna vistkerfisþjónustu þeirra, heldur vegna þess að við njótum þess að fara þangað. Engum dettur í hug að skella landfyllingu við drangana í Reynisfjöru enda kemur fólk orðið alls staðar að til þess að heimsækja þann stað. Brimbrettaíþróttin er vaxandi íþrótt á Íslandi og þar eru gífurleg tækifæri til að byggja upp innlenda starfsemi þar sem fólk nýtur náttúrunnar. Aldan í Þorlákshöfn er ekki bara talin einstök á landsvísu heldur á heimsvísu til æfinga í brimbrettaíþróttinni. Það getur laðað að íþróttafólk víða að, eða gert það að verkum að Íslendingar vinna ólympíuverðlaun í brimbrettaþrautinni. Allt er mögulegt! Það fólk sem iðkar íþróttina á það þá sameiginlegt að hafa átt upplifanir í íslenskri náttúru. Það bendir allt sífellt meir til þess að aðgangur að náttúru sé mikilvægur fyrir heilsu okkar, ekki síður en aðgangur að hreinu vatni og næring. Ein alda getur verið vettvangur til að kynnast náttúrunni og gefið af sér tækifæri í ferðaþjónustu. Ein alda getur líka verið gífurlega dýrmæt fyrir samfélag og það er augljóst, öllum þeim sem málið skoða, að þessi alda er mikilvæg fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi. “Þetta er eins og barnið okkar” segir í myndbandi frá félaginu. En sveitarfélagið velur að gera landfyllingu til þess að hýsa gáma. Sem jafnvel hefur verið bent á að hægt væri að gera með öðrum hætti. Tilgangsleysið er hrópandi en tækifærin einnig. Ég vona innilega að sveitastjórnin velji almenna skynsemi og nái að miðla málum þannig að allir verði sáttir. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Umhverfismál Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið? Vistkerfi stranda gegna margvíslegu hlutverki sem við mögulega áttum okkur ekki á. Þar sem þau eru búsvæði alls kyns smádýra, þangs og skelfiska sem eru óneitanlegur hlekkur í hringrás lífsins. Þá færa hafstraumar og öldugangur næringarefni og viðhalda þannig hringrás sem hefur viðhaldist um ár og aldir. Þó þessi staður sé lítill hluti af strandlínunni þá hafa ströndum heimsins einmitt verið raskað á þennan hátt, smá í einu. Einungis 15% stranda í heiminum eru enn ósnortnar. En Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat þrátt fyrir að rask á vistkerfunum sé verulegt og varanlegt. Þessa ákvörðun stofnunarinnar hefur Brimbrettafélagið kært. Samt á að vaða áfram og framkvæma áður en niðurstaða fæst í það mál. Aðalatriðið í þessu máli er mannlegi þátturinn. Náttúran veitir okkur ekki einungis þjónustu í hringrás næringarefna, hreinsun vatns, að halda niðri plágum o.s.frv. Náttúran veitir okkur einnig yndi. Því það eru fullt af stöðum sem við viljum vernda, ekki vegna vistkerfisþjónustu þeirra, heldur vegna þess að við njótum þess að fara þangað. Engum dettur í hug að skella landfyllingu við drangana í Reynisfjöru enda kemur fólk orðið alls staðar að til þess að heimsækja þann stað. Brimbrettaíþróttin er vaxandi íþrótt á Íslandi og þar eru gífurleg tækifæri til að byggja upp innlenda starfsemi þar sem fólk nýtur náttúrunnar. Aldan í Þorlákshöfn er ekki bara talin einstök á landsvísu heldur á heimsvísu til æfinga í brimbrettaíþróttinni. Það getur laðað að íþróttafólk víða að, eða gert það að verkum að Íslendingar vinna ólympíuverðlaun í brimbrettaþrautinni. Allt er mögulegt! Það fólk sem iðkar íþróttina á það þá sameiginlegt að hafa átt upplifanir í íslenskri náttúru. Það bendir allt sífellt meir til þess að aðgangur að náttúru sé mikilvægur fyrir heilsu okkar, ekki síður en aðgangur að hreinu vatni og næring. Ein alda getur verið vettvangur til að kynnast náttúrunni og gefið af sér tækifæri í ferðaþjónustu. Ein alda getur líka verið gífurlega dýrmæt fyrir samfélag og það er augljóst, öllum þeim sem málið skoða, að þessi alda er mikilvæg fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi. “Þetta er eins og barnið okkar” segir í myndbandi frá félaginu. En sveitarfélagið velur að gera landfyllingu til þess að hýsa gáma. Sem jafnvel hefur verið bent á að hægt væri að gera með öðrum hætti. Tilgangsleysið er hrópandi en tækifærin einnig. Ég vona innilega að sveitastjórnin velji almenna skynsemi og nái að miðla málum þannig að allir verði sáttir. Höfundur er formaður Landverndar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun