Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 10:32 Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið? Vistkerfi stranda gegna margvíslegu hlutverki sem við mögulega áttum okkur ekki á. Þar sem þau eru búsvæði alls kyns smádýra, þangs og skelfiska sem eru óneitanlegur hlekkur í hringrás lífsins. Þá færa hafstraumar og öldugangur næringarefni og viðhalda þannig hringrás sem hefur viðhaldist um ár og aldir. Þó þessi staður sé lítill hluti af strandlínunni þá hafa ströndum heimsins einmitt verið raskað á þennan hátt, smá í einu. Einungis 15% stranda í heiminum eru enn ósnortnar. En Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat þrátt fyrir að rask á vistkerfunum sé verulegt og varanlegt. Þessa ákvörðun stofnunarinnar hefur Brimbrettafélagið kært. Samt á að vaða áfram og framkvæma áður en niðurstaða fæst í það mál. Aðalatriðið í þessu máli er mannlegi þátturinn. Náttúran veitir okkur ekki einungis þjónustu í hringrás næringarefna, hreinsun vatns, að halda niðri plágum o.s.frv. Náttúran veitir okkur einnig yndi. Því það eru fullt af stöðum sem við viljum vernda, ekki vegna vistkerfisþjónustu þeirra, heldur vegna þess að við njótum þess að fara þangað. Engum dettur í hug að skella landfyllingu við drangana í Reynisfjöru enda kemur fólk orðið alls staðar að til þess að heimsækja þann stað. Brimbrettaíþróttin er vaxandi íþrótt á Íslandi og þar eru gífurleg tækifæri til að byggja upp innlenda starfsemi þar sem fólk nýtur náttúrunnar. Aldan í Þorlákshöfn er ekki bara talin einstök á landsvísu heldur á heimsvísu til æfinga í brimbrettaíþróttinni. Það getur laðað að íþróttafólk víða að, eða gert það að verkum að Íslendingar vinna ólympíuverðlaun í brimbrettaþrautinni. Allt er mögulegt! Það fólk sem iðkar íþróttina á það þá sameiginlegt að hafa átt upplifanir í íslenskri náttúru. Það bendir allt sífellt meir til þess að aðgangur að náttúru sé mikilvægur fyrir heilsu okkar, ekki síður en aðgangur að hreinu vatni og næring. Ein alda getur verið vettvangur til að kynnast náttúrunni og gefið af sér tækifæri í ferðaþjónustu. Ein alda getur líka verið gífurlega dýrmæt fyrir samfélag og það er augljóst, öllum þeim sem málið skoða, að þessi alda er mikilvæg fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi. “Þetta er eins og barnið okkar” segir í myndbandi frá félaginu. En sveitarfélagið velur að gera landfyllingu til þess að hýsa gáma. Sem jafnvel hefur verið bent á að hægt væri að gera með öðrum hætti. Tilgangsleysið er hrópandi en tækifærin einnig. Ég vona innilega að sveitastjórnin velji almenna skynsemi og nái að miðla málum þannig að allir verði sáttir. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Umhverfismál Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið? Vistkerfi stranda gegna margvíslegu hlutverki sem við mögulega áttum okkur ekki á. Þar sem þau eru búsvæði alls kyns smádýra, þangs og skelfiska sem eru óneitanlegur hlekkur í hringrás lífsins. Þá færa hafstraumar og öldugangur næringarefni og viðhalda þannig hringrás sem hefur viðhaldist um ár og aldir. Þó þessi staður sé lítill hluti af strandlínunni þá hafa ströndum heimsins einmitt verið raskað á þennan hátt, smá í einu. Einungis 15% stranda í heiminum eru enn ósnortnar. En Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til þess að framkvæmdin fari í umhverfismat þrátt fyrir að rask á vistkerfunum sé verulegt og varanlegt. Þessa ákvörðun stofnunarinnar hefur Brimbrettafélagið kært. Samt á að vaða áfram og framkvæma áður en niðurstaða fæst í það mál. Aðalatriðið í þessu máli er mannlegi þátturinn. Náttúran veitir okkur ekki einungis þjónustu í hringrás næringarefna, hreinsun vatns, að halda niðri plágum o.s.frv. Náttúran veitir okkur einnig yndi. Því það eru fullt af stöðum sem við viljum vernda, ekki vegna vistkerfisþjónustu þeirra, heldur vegna þess að við njótum þess að fara þangað. Engum dettur í hug að skella landfyllingu við drangana í Reynisfjöru enda kemur fólk orðið alls staðar að til þess að heimsækja þann stað. Brimbrettaíþróttin er vaxandi íþrótt á Íslandi og þar eru gífurleg tækifæri til að byggja upp innlenda starfsemi þar sem fólk nýtur náttúrunnar. Aldan í Þorlákshöfn er ekki bara talin einstök á landsvísu heldur á heimsvísu til æfinga í brimbrettaíþróttinni. Það getur laðað að íþróttafólk víða að, eða gert það að verkum að Íslendingar vinna ólympíuverðlaun í brimbrettaþrautinni. Allt er mögulegt! Það fólk sem iðkar íþróttina á það þá sameiginlegt að hafa átt upplifanir í íslenskri náttúru. Það bendir allt sífellt meir til þess að aðgangur að náttúru sé mikilvægur fyrir heilsu okkar, ekki síður en aðgangur að hreinu vatni og næring. Ein alda getur verið vettvangur til að kynnast náttúrunni og gefið af sér tækifæri í ferðaþjónustu. Ein alda getur líka verið gífurlega dýrmæt fyrir samfélag og það er augljóst, öllum þeim sem málið skoða, að þessi alda er mikilvæg fyrir brimbrettasamfélagið á Íslandi. “Þetta er eins og barnið okkar” segir í myndbandi frá félaginu. En sveitarfélagið velur að gera landfyllingu til þess að hýsa gáma. Sem jafnvel hefur verið bent á að hægt væri að gera með öðrum hætti. Tilgangsleysið er hrópandi en tækifærin einnig. Ég vona innilega að sveitastjórnin velji almenna skynsemi og nái að miðla málum þannig að allir verði sáttir. Höfundur er formaður Landverndar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun