Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2025 07:01 Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir. Þjófnaður, ólögleg gagnaöflun og fjölmiðlafárið gegn Páli Steingrímssyni Fjölmiðlar ættu að fordæma glæpsamlega háttsemi, ekki taka þátt í henni. En þegar sími Páls Steingrímssonar var stolið og persónulegum gögnum hans lekið til fjölmiðla, þá var viðbragð þeirra sem fengu gögnin ekki að tilkynna lögreglu um þjófnaðinn – heldur að nýta sér hann. Þeir sem stóðu að þessum verknaði gengu svo langt að: Stela símanum og fara í gegnum hann með það eitt í huga að finna eitthvað sem mætti nota gegn Páli. Dreifa upplýsingum úr honum þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt væri í honum. Búa til sögur um meintar „skæruliðadeildir“ og aðrar samsæriskenningar, sem hver og ein hefur reynst vera innantómur tilbúningur. Þegar málið var rannsakað af lögreglu, komu fjölmiðlamennirnir sem höfðu unnið úr þessum ólöglega fengnu gögnum sér undan og neituðu að vinna með yfirvöldum. Þeir vildu aðrir sætu undir ásökunum, á meðan þeir sjálfir héldu áfram í skjóli fjölmiðlahlífar sinnar. Útvarp allra starfsmanna – RÚV sem áróðursmaskína En RÚV hefur ekki aðeins tekið þátt í þessari ófaglegu fréttamennsku heldur hefur stofnunin ítrekað haldið á lofti efni sem er fengið undir fölsku flaggi. Þeir birta efni þar sem ekkert saknæmt er til staðar en reyna engu að síður að skapa skandal úr engu. Tökum dæmi um þegar sonur Jóns Gunnarssonar var tekinn upp án hans vitundar þar sem hann ræddi um föður sinn og hvalveiðar. Upptakan var gerð án samþykkis hans. Þetta var ekki fréttnæmt heldur var reynt að spinna upp einhvers konar deilu út frá einkasamtali. Markmiðið var ekki að upplýsa almenning heldur að skaða mannorð og koma höggi á viðkomandi fjölskyldu. Þetta er ekki hlutlæg fréttamennska. Þetta er ekki rannsóknarblaðamennska. Þetta er ekki þjónusta við almenning. Þetta er hreinn pólitískur áróður sem miðillinn reynir að réttlæta með fögrum orðum um gagnrýna umfjöllun. Hver borgar fyrir þetta? Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að þessi fjölmiðill er rekinn fyrir skattfé landsmanna. Páll Steingrímsson, Jón Gunnarsson og fjölskyldur þeirra borga í raun laun þeirra sem beita sér gegn þeim. Skattgreiðendur eiga ekki að fjármagna áróður, heldur trausta og óháða fréttamennsku. Ef RÚV ætlar að halda áfram á þessari braut, þar sem markviss áróður og siðlaus fréttamennska verða hluti af rekstrarmódeli stofnunarinnar, þá á almenningur skilið annað hvort að: Endurskoða fjármögnun RÚV, þar sem almenningur hefur meira að segja um hvernig fé þeirra er notað eða að krefjast aðhalds og ábyrgðar, þannig að RÚV verði ekki notað sem vopn fyrir pólitískar herferðir heldur sem trúverðugur fjölmiðill. Hverjir eiga að skammast sín? Það eru ekki Páll Steingrímsson eða Jón Gunnarsson sem eiga að skammast sín. Það eru ekki fórnarlömb þessarar villtu fjölmiðlastefnu. Það eru þeir sem tóku þátt í að þjófnaður á persónulegum gögnum væri notaður sem fréttnæring. Það eru þeir sem nýta ríkisfjölmiðilinn í pólitískum tilgangi og verja sín eigin hagsmuni með skrumskælingu á fréttum. Þeir sem halda á hnífnum – ekki þeir sem verða fyrir honum – eiga að axla ábyrgð.Ef RÚV ætlar að kalla aðra til ábyrgðar, þá verður stofnunin fyrst að horfa í eigin barm. Annars erum við einfaldlega að fjármagna áróðursstofnun, ekki fjölmiðil. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir. Þjófnaður, ólögleg gagnaöflun og fjölmiðlafárið gegn Páli Steingrímssyni Fjölmiðlar ættu að fordæma glæpsamlega háttsemi, ekki taka þátt í henni. En þegar sími Páls Steingrímssonar var stolið og persónulegum gögnum hans lekið til fjölmiðla, þá var viðbragð þeirra sem fengu gögnin ekki að tilkynna lögreglu um þjófnaðinn – heldur að nýta sér hann. Þeir sem stóðu að þessum verknaði gengu svo langt að: Stela símanum og fara í gegnum hann með það eitt í huga að finna eitthvað sem mætti nota gegn Páli. Dreifa upplýsingum úr honum þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt væri í honum. Búa til sögur um meintar „skæruliðadeildir“ og aðrar samsæriskenningar, sem hver og ein hefur reynst vera innantómur tilbúningur. Þegar málið var rannsakað af lögreglu, komu fjölmiðlamennirnir sem höfðu unnið úr þessum ólöglega fengnu gögnum sér undan og neituðu að vinna með yfirvöldum. Þeir vildu aðrir sætu undir ásökunum, á meðan þeir sjálfir héldu áfram í skjóli fjölmiðlahlífar sinnar. Útvarp allra starfsmanna – RÚV sem áróðursmaskína En RÚV hefur ekki aðeins tekið þátt í þessari ófaglegu fréttamennsku heldur hefur stofnunin ítrekað haldið á lofti efni sem er fengið undir fölsku flaggi. Þeir birta efni þar sem ekkert saknæmt er til staðar en reyna engu að síður að skapa skandal úr engu. Tökum dæmi um þegar sonur Jóns Gunnarssonar var tekinn upp án hans vitundar þar sem hann ræddi um föður sinn og hvalveiðar. Upptakan var gerð án samþykkis hans. Þetta var ekki fréttnæmt heldur var reynt að spinna upp einhvers konar deilu út frá einkasamtali. Markmiðið var ekki að upplýsa almenning heldur að skaða mannorð og koma höggi á viðkomandi fjölskyldu. Þetta er ekki hlutlæg fréttamennska. Þetta er ekki rannsóknarblaðamennska. Þetta er ekki þjónusta við almenning. Þetta er hreinn pólitískur áróður sem miðillinn reynir að réttlæta með fögrum orðum um gagnrýna umfjöllun. Hver borgar fyrir þetta? Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að þessi fjölmiðill er rekinn fyrir skattfé landsmanna. Páll Steingrímsson, Jón Gunnarsson og fjölskyldur þeirra borga í raun laun þeirra sem beita sér gegn þeim. Skattgreiðendur eiga ekki að fjármagna áróður, heldur trausta og óháða fréttamennsku. Ef RÚV ætlar að halda áfram á þessari braut, þar sem markviss áróður og siðlaus fréttamennska verða hluti af rekstrarmódeli stofnunarinnar, þá á almenningur skilið annað hvort að: Endurskoða fjármögnun RÚV, þar sem almenningur hefur meira að segja um hvernig fé þeirra er notað eða að krefjast aðhalds og ábyrgðar, þannig að RÚV verði ekki notað sem vopn fyrir pólitískar herferðir heldur sem trúverðugur fjölmiðill. Hverjir eiga að skammast sín? Það eru ekki Páll Steingrímsson eða Jón Gunnarsson sem eiga að skammast sín. Það eru ekki fórnarlömb þessarar villtu fjölmiðlastefnu. Það eru þeir sem tóku þátt í að þjófnaður á persónulegum gögnum væri notaður sem fréttnæring. Það eru þeir sem nýta ríkisfjölmiðilinn í pólitískum tilgangi og verja sín eigin hagsmuni með skrumskælingu á fréttum. Þeir sem halda á hnífnum – ekki þeir sem verða fyrir honum – eiga að axla ábyrgð.Ef RÚV ætlar að kalla aðra til ábyrgðar, þá verður stofnunin fyrst að horfa í eigin barm. Annars erum við einfaldlega að fjármagna áróðursstofnun, ekki fjölmiðil. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun