Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar 24. janúar 2025 11:01 Ég var að enda við að hlusta á endurunnið efni á Rás 1 í boði skattgreiðenda. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttamaður dustaði rykið af áður rituðum greinum sínum úr Heimildinni og færir þær í talmál um útgerðina. Það mætti skrifa langt mál um efnistök hans en látum það liggja milli hluta. Ég hef meiri áhuga á nálgun starfsmanns skattgreiðenda, Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Í samtali við Inga Frey sagði Páll Gunnar það brýnt að fá viðbótar fjárframlag frá skattgreiðendum við þær 600 milljónir kr. sem hann fær nú þegar. Hvað er það sem er svo brýnt að skattgreiðendur borgi? Jú, Páll Gunnar, sem hefur rannsakað Samherja í 12 ár og fengið öll umbeðin gögn: þúsundir tölvupósta, alla samninga, áætlanir, minnisblöð, ársreikninga o.s.frv., vill halda áfram. Samkeppniseftirlitið byrjaði að rannsaka Samherja árið 2013 þegar Síldarvinnslan keypti Berg-Hugin. Þá fékk Páll Gunnar þúsundir tölvupósta og annað sem hann bað um en þegar það skilaði litlu sagðist hann þurfa að rannsaka meira og til þess þyrfti hann að fá meiri peninga frá skattgreiðendum. Þetta minnir á söguna af lækninum sem sagði að skilgreining á heilbrigðum sjúklingi væri að þar færi maður sem þyrfti að rannsaka meira! En sama var upp á teninginn þegar hann sá sér ekki annað fært en samþykkja kaup Síldarvinnslunnar á Vísi árið 2022. Maður spyr sig, hvað var brýnna en málið sem þarfnast aukafjárframlags frá skattgreiðendum í dag? Jú, meðal annars var það 15 ára rannsókn á skipafélögum sem enn sér ekki fyrir endann á og hins vegar ein lengsta skýrsla Íslandssögunnar um majónes og tómatsósu. Það var brýnna og hefur augljóslega skilað sér í betri hag þjóðarbúsins! En af hverju er brýnt að rannsaka sjávarútveginn meira, atvinnugrein sem hefur nánast enga skörun á íslenskum neytendamarkaði? Páll Gunnar svarar því. “Út frá sjónarhóli Samkeppniseftirlitsins þá vill Samkeppniseftirlitið bara vita hver er raunverulega staðan.” Á sumsé að borga eftirlitsaðilum sérstaklega og umfram fjárheimildir til að hnýsast ofan í nærbuxnaskúffur vegna þess að það er gott að vita? Að öllu gamni slepptu þá er þetta auðvitað skelfilegt að við séum komin á þann stað að það þyki eðlilegt að hið opinbera fái allar upplýsingar um líf okkar bara af því að „það vill vita.“ Það er e.t.v. viðeigandi að rifja upp ræðu Ronalds Reagan þegar hann var settur í embætti forseta Bandaríkjanna árið 1981. „We are a nation that has a government — not the other way around.And this makes us special among the nations of the Earth. Our government has no powerexcept that granted it by the people. It is time to check and reverse the growth of government,which shows signs of having grown beyond the consent of the governed. It is not my intention todo away with government. It is rather to make it work — work with us, not over us; stand by ourside, not ride on our back. Government can and must provide opportunity, not smother it; foster productivity, not stifle it.“ Heilbrigð hugsun segir okkur að ríkið er hér til að styðja við okkur skattgreiðendur en ekki til að láta okkur þjóna sér. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvert við erum komin? Að við séum virkilega komin þangað að yfirmenn ríkisstofnana fari fram á að fá meira fjármagn til þess eins að svala forvitni sinni um einstaklinga og fyrirtæki. Á sama tíma er mjög erfitt að fá ríkisstofnanir til þess að afhenda einstaklingum og fyrirtækjum gögn er varða viðkomandi hafi þessir aðilar verið teknir til rannsóknar hjá viðkomandi ríkisstofnun. Þannig að ef þú kemst á radarinn hjá starfsmönnum skattgreiðenda þá þýðir það lífstíðardóm. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera. Höfundur er skipstjóri og fyrrverandi starfsmaður Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég var að enda við að hlusta á endurunnið efni á Rás 1 í boði skattgreiðenda. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttamaður dustaði rykið af áður rituðum greinum sínum úr Heimildinni og færir þær í talmál um útgerðina. Það mætti skrifa langt mál um efnistök hans en látum það liggja milli hluta. Ég hef meiri áhuga á nálgun starfsmanns skattgreiðenda, Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Í samtali við Inga Frey sagði Páll Gunnar það brýnt að fá viðbótar fjárframlag frá skattgreiðendum við þær 600 milljónir kr. sem hann fær nú þegar. Hvað er það sem er svo brýnt að skattgreiðendur borgi? Jú, Páll Gunnar, sem hefur rannsakað Samherja í 12 ár og fengið öll umbeðin gögn: þúsundir tölvupósta, alla samninga, áætlanir, minnisblöð, ársreikninga o.s.frv., vill halda áfram. Samkeppniseftirlitið byrjaði að rannsaka Samherja árið 2013 þegar Síldarvinnslan keypti Berg-Hugin. Þá fékk Páll Gunnar þúsundir tölvupósta og annað sem hann bað um en þegar það skilaði litlu sagðist hann þurfa að rannsaka meira og til þess þyrfti hann að fá meiri peninga frá skattgreiðendum. Þetta minnir á söguna af lækninum sem sagði að skilgreining á heilbrigðum sjúklingi væri að þar færi maður sem þyrfti að rannsaka meira! En sama var upp á teninginn þegar hann sá sér ekki annað fært en samþykkja kaup Síldarvinnslunnar á Vísi árið 2022. Maður spyr sig, hvað var brýnna en málið sem þarfnast aukafjárframlags frá skattgreiðendum í dag? Jú, meðal annars var það 15 ára rannsókn á skipafélögum sem enn sér ekki fyrir endann á og hins vegar ein lengsta skýrsla Íslandssögunnar um majónes og tómatsósu. Það var brýnna og hefur augljóslega skilað sér í betri hag þjóðarbúsins! En af hverju er brýnt að rannsaka sjávarútveginn meira, atvinnugrein sem hefur nánast enga skörun á íslenskum neytendamarkaði? Páll Gunnar svarar því. “Út frá sjónarhóli Samkeppniseftirlitsins þá vill Samkeppniseftirlitið bara vita hver er raunverulega staðan.” Á sumsé að borga eftirlitsaðilum sérstaklega og umfram fjárheimildir til að hnýsast ofan í nærbuxnaskúffur vegna þess að það er gott að vita? Að öllu gamni slepptu þá er þetta auðvitað skelfilegt að við séum komin á þann stað að það þyki eðlilegt að hið opinbera fái allar upplýsingar um líf okkar bara af því að „það vill vita.“ Það er e.t.v. viðeigandi að rifja upp ræðu Ronalds Reagan þegar hann var settur í embætti forseta Bandaríkjanna árið 1981. „We are a nation that has a government — not the other way around.And this makes us special among the nations of the Earth. Our government has no powerexcept that granted it by the people. It is time to check and reverse the growth of government,which shows signs of having grown beyond the consent of the governed. It is not my intention todo away with government. It is rather to make it work — work with us, not over us; stand by ourside, not ride on our back. Government can and must provide opportunity, not smother it; foster productivity, not stifle it.“ Heilbrigð hugsun segir okkur að ríkið er hér til að styðja við okkur skattgreiðendur en ekki til að láta okkur þjóna sér. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvert við erum komin? Að við séum virkilega komin þangað að yfirmenn ríkisstofnana fari fram á að fá meira fjármagn til þess eins að svala forvitni sinni um einstaklinga og fyrirtæki. Á sama tíma er mjög erfitt að fá ríkisstofnanir til þess að afhenda einstaklingum og fyrirtækjum gögn er varða viðkomandi hafi þessir aðilar verið teknir til rannsóknar hjá viðkomandi ríkisstofnun. Þannig að ef þú kemst á radarinn hjá starfsmönnum skattgreiðenda þá þýðir það lífstíðardóm. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera. Höfundur er skipstjóri og fyrrverandi starfsmaður Samherja.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun