Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar 24. janúar 2025 11:01 Ég var að enda við að hlusta á endurunnið efni á Rás 1 í boði skattgreiðenda. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttamaður dustaði rykið af áður rituðum greinum sínum úr Heimildinni og færir þær í talmál um útgerðina. Það mætti skrifa langt mál um efnistök hans en látum það liggja milli hluta. Ég hef meiri áhuga á nálgun starfsmanns skattgreiðenda, Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Í samtali við Inga Frey sagði Páll Gunnar það brýnt að fá viðbótar fjárframlag frá skattgreiðendum við þær 600 milljónir kr. sem hann fær nú þegar. Hvað er það sem er svo brýnt að skattgreiðendur borgi? Jú, Páll Gunnar, sem hefur rannsakað Samherja í 12 ár og fengið öll umbeðin gögn: þúsundir tölvupósta, alla samninga, áætlanir, minnisblöð, ársreikninga o.s.frv., vill halda áfram. Samkeppniseftirlitið byrjaði að rannsaka Samherja árið 2013 þegar Síldarvinnslan keypti Berg-Hugin. Þá fékk Páll Gunnar þúsundir tölvupósta og annað sem hann bað um en þegar það skilaði litlu sagðist hann þurfa að rannsaka meira og til þess þyrfti hann að fá meiri peninga frá skattgreiðendum. Þetta minnir á söguna af lækninum sem sagði að skilgreining á heilbrigðum sjúklingi væri að þar færi maður sem þyrfti að rannsaka meira! En sama var upp á teninginn þegar hann sá sér ekki annað fært en samþykkja kaup Síldarvinnslunnar á Vísi árið 2022. Maður spyr sig, hvað var brýnna en málið sem þarfnast aukafjárframlags frá skattgreiðendum í dag? Jú, meðal annars var það 15 ára rannsókn á skipafélögum sem enn sér ekki fyrir endann á og hins vegar ein lengsta skýrsla Íslandssögunnar um majónes og tómatsósu. Það var brýnna og hefur augljóslega skilað sér í betri hag þjóðarbúsins! En af hverju er brýnt að rannsaka sjávarútveginn meira, atvinnugrein sem hefur nánast enga skörun á íslenskum neytendamarkaði? Páll Gunnar svarar því. “Út frá sjónarhóli Samkeppniseftirlitsins þá vill Samkeppniseftirlitið bara vita hver er raunverulega staðan.” Á sumsé að borga eftirlitsaðilum sérstaklega og umfram fjárheimildir til að hnýsast ofan í nærbuxnaskúffur vegna þess að það er gott að vita? Að öllu gamni slepptu þá er þetta auðvitað skelfilegt að við séum komin á þann stað að það þyki eðlilegt að hið opinbera fái allar upplýsingar um líf okkar bara af því að „það vill vita.“ Það er e.t.v. viðeigandi að rifja upp ræðu Ronalds Reagan þegar hann var settur í embætti forseta Bandaríkjanna árið 1981. „We are a nation that has a government — not the other way around.And this makes us special among the nations of the Earth. Our government has no powerexcept that granted it by the people. It is time to check and reverse the growth of government,which shows signs of having grown beyond the consent of the governed. It is not my intention todo away with government. It is rather to make it work — work with us, not over us; stand by ourside, not ride on our back. Government can and must provide opportunity, not smother it; foster productivity, not stifle it.“ Heilbrigð hugsun segir okkur að ríkið er hér til að styðja við okkur skattgreiðendur en ekki til að láta okkur þjóna sér. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvert við erum komin? Að við séum virkilega komin þangað að yfirmenn ríkisstofnana fari fram á að fá meira fjármagn til þess eins að svala forvitni sinni um einstaklinga og fyrirtæki. Á sama tíma er mjög erfitt að fá ríkisstofnanir til þess að afhenda einstaklingum og fyrirtækjum gögn er varða viðkomandi hafi þessir aðilar verið teknir til rannsóknar hjá viðkomandi ríkisstofnun. Þannig að ef þú kemst á radarinn hjá starfsmönnum skattgreiðenda þá þýðir það lífstíðardóm. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera. Höfundur er skipstjóri og fyrrverandi starfsmaður Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég var að enda við að hlusta á endurunnið efni á Rás 1 í boði skattgreiðenda. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttamaður dustaði rykið af áður rituðum greinum sínum úr Heimildinni og færir þær í talmál um útgerðina. Það mætti skrifa langt mál um efnistök hans en látum það liggja milli hluta. Ég hef meiri áhuga á nálgun starfsmanns skattgreiðenda, Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Í samtali við Inga Frey sagði Páll Gunnar það brýnt að fá viðbótar fjárframlag frá skattgreiðendum við þær 600 milljónir kr. sem hann fær nú þegar. Hvað er það sem er svo brýnt að skattgreiðendur borgi? Jú, Páll Gunnar, sem hefur rannsakað Samherja í 12 ár og fengið öll umbeðin gögn: þúsundir tölvupósta, alla samninga, áætlanir, minnisblöð, ársreikninga o.s.frv., vill halda áfram. Samkeppniseftirlitið byrjaði að rannsaka Samherja árið 2013 þegar Síldarvinnslan keypti Berg-Hugin. Þá fékk Páll Gunnar þúsundir tölvupósta og annað sem hann bað um en þegar það skilaði litlu sagðist hann þurfa að rannsaka meira og til þess þyrfti hann að fá meiri peninga frá skattgreiðendum. Þetta minnir á söguna af lækninum sem sagði að skilgreining á heilbrigðum sjúklingi væri að þar færi maður sem þyrfti að rannsaka meira! En sama var upp á teninginn þegar hann sá sér ekki annað fært en samþykkja kaup Síldarvinnslunnar á Vísi árið 2022. Maður spyr sig, hvað var brýnna en málið sem þarfnast aukafjárframlags frá skattgreiðendum í dag? Jú, meðal annars var það 15 ára rannsókn á skipafélögum sem enn sér ekki fyrir endann á og hins vegar ein lengsta skýrsla Íslandssögunnar um majónes og tómatsósu. Það var brýnna og hefur augljóslega skilað sér í betri hag þjóðarbúsins! En af hverju er brýnt að rannsaka sjávarútveginn meira, atvinnugrein sem hefur nánast enga skörun á íslenskum neytendamarkaði? Páll Gunnar svarar því. “Út frá sjónarhóli Samkeppniseftirlitsins þá vill Samkeppniseftirlitið bara vita hver er raunverulega staðan.” Á sumsé að borga eftirlitsaðilum sérstaklega og umfram fjárheimildir til að hnýsast ofan í nærbuxnaskúffur vegna þess að það er gott að vita? Að öllu gamni slepptu þá er þetta auðvitað skelfilegt að við séum komin á þann stað að það þyki eðlilegt að hið opinbera fái allar upplýsingar um líf okkar bara af því að „það vill vita.“ Það er e.t.v. viðeigandi að rifja upp ræðu Ronalds Reagan þegar hann var settur í embætti forseta Bandaríkjanna árið 1981. „We are a nation that has a government — not the other way around.And this makes us special among the nations of the Earth. Our government has no powerexcept that granted it by the people. It is time to check and reverse the growth of government,which shows signs of having grown beyond the consent of the governed. It is not my intention todo away with government. It is rather to make it work — work with us, not over us; stand by ourside, not ride on our back. Government can and must provide opportunity, not smother it; foster productivity, not stifle it.“ Heilbrigð hugsun segir okkur að ríkið er hér til að styðja við okkur skattgreiðendur en ekki til að láta okkur þjóna sér. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvert við erum komin? Að við séum virkilega komin þangað að yfirmenn ríkisstofnana fari fram á að fá meira fjármagn til þess eins að svala forvitni sinni um einstaklinga og fyrirtæki. Á sama tíma er mjög erfitt að fá ríkisstofnanir til þess að afhenda einstaklingum og fyrirtækjum gögn er varða viðkomandi hafi þessir aðilar verið teknir til rannsóknar hjá viðkomandi ríkisstofnun. Þannig að ef þú kemst á radarinn hjá starfsmönnum skattgreiðenda þá þýðir það lífstíðardóm. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera. Höfundur er skipstjóri og fyrrverandi starfsmaður Samherja.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar