Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar 22. janúar 2025 15:31 Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Hugtakið “woke”, sem upphaflega lýsti vakningu gagnvart félagslegu óréttlæti og þörfinni á aðgerðum til að uppræta mismunun, hefur í sumum hópum fengið neikvætt yfirbragð. Það er nú oft notað á niðrandi hátt til að afgreiða fólk sem vill leggja áherslu á mannréttindi og samúð sem óraunsæja eða jafnvel veika. Þessi afstaða byggir að hluta til á gömlum rótgrónum gildum sem leggja áherslu á hörku, sjálfsbjargarviðleitni og óskerta einstaklingshyggju. Samúð og krafa um réttlæti krefjast hins vegar þess að við viðurkennum að samfélagið er samtvinnað og að hagsmunir heildarinnar skipta máli. Þeir sem hafna þessum gildum líta stundum á þau sem ógn við frelsi einstaklingsins eða hefðbundin gildi, þar sem þeim finnst sem slíkar kröfur setji óraunhæfar skyldur á herðar þeirra. Þegar samúð er tengd við “woke” stimpilinn, verður hún ekki aðeins vanmetin heldur einnig útskúfuð sem eitthvað sem tilheyri aðeins ákveðnum hópum eða pólitískum hreyfingum. Þetta getur haft þær afleiðingar að einstaklingar forðast að sýna samkennd eða tala fyrir réttlæti af ótta við að verða útskúfaðir eða settir í hólf. En á bak við þessa mótstöðu má einnig greina ótta við breytingar. Að sýna samúð og standa fyrir réttlæti krefst þess að við horfumst í augu við eigin forréttindi og samfélagslegt óréttlæti – eitthvað sem getur vissulega verið óþægilegt og krefjandi. En er það virkilega merki um veikleika að krefjast réttlætis eða að vilja bæta kjör annarra? Þvert á móti er það oft hugrekki að horfa út fyrir eigin þarfir og viðurkenna þörfina fyrir sameiginlega velferð. Þegar samúð er stimpluð sem “woke” eða “aumingjaskapur” missir umræðan af mikilvægi hennar fyrir heilbrigð og réttlát samfélög. Í stað þess að úthrópa þessi gildi ætti að viðurkenna þau sem grundvöll fyrir betra lífi fyrir alla. Við sósíalistar gerum okkur grein fyrir þessu. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Húmanismi í anda Upplýsingarinnar virðist nú vera á undanhaldi í hinum vestræna heimi, nánast hvert sem lítið er. Skynsemi, siðfræði, samúð og réttlæti eru hugtök sem litin eru hornauga og jafnvel sem “aumingjaskapur” og stimpluð sem “woke” og endurspeglar þetta ákveðinn menningarlegan klofning sem hefur verið að dýpka í samfélaginu. Hugtakið “woke”, sem upphaflega lýsti vakningu gagnvart félagslegu óréttlæti og þörfinni á aðgerðum til að uppræta mismunun, hefur í sumum hópum fengið neikvætt yfirbragð. Það er nú oft notað á niðrandi hátt til að afgreiða fólk sem vill leggja áherslu á mannréttindi og samúð sem óraunsæja eða jafnvel veika. Þessi afstaða byggir að hluta til á gömlum rótgrónum gildum sem leggja áherslu á hörku, sjálfsbjargarviðleitni og óskerta einstaklingshyggju. Samúð og krafa um réttlæti krefjast hins vegar þess að við viðurkennum að samfélagið er samtvinnað og að hagsmunir heildarinnar skipta máli. Þeir sem hafna þessum gildum líta stundum á þau sem ógn við frelsi einstaklingsins eða hefðbundin gildi, þar sem þeim finnst sem slíkar kröfur setji óraunhæfar skyldur á herðar þeirra. Þegar samúð er tengd við “woke” stimpilinn, verður hún ekki aðeins vanmetin heldur einnig útskúfuð sem eitthvað sem tilheyri aðeins ákveðnum hópum eða pólitískum hreyfingum. Þetta getur haft þær afleiðingar að einstaklingar forðast að sýna samkennd eða tala fyrir réttlæti af ótta við að verða útskúfaðir eða settir í hólf. En á bak við þessa mótstöðu má einnig greina ótta við breytingar. Að sýna samúð og standa fyrir réttlæti krefst þess að við horfumst í augu við eigin forréttindi og samfélagslegt óréttlæti – eitthvað sem getur vissulega verið óþægilegt og krefjandi. En er það virkilega merki um veikleika að krefjast réttlætis eða að vilja bæta kjör annarra? Þvert á móti er það oft hugrekki að horfa út fyrir eigin þarfir og viðurkenna þörfina fyrir sameiginlega velferð. Þegar samúð er stimpluð sem “woke” eða “aumingjaskapur” missir umræðan af mikilvægi hennar fyrir heilbrigð og réttlát samfélög. Í stað þess að úthrópa þessi gildi ætti að viðurkenna þau sem grundvöll fyrir betra lífi fyrir alla. Við sósíalistar gerum okkur grein fyrir þessu. Höfundur er sósíalisti.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar