Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 20. janúar 2025 11:31 Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði út frá gögnum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka hefur afgerandi áhrif á afkomumöguleika fólks. Skert atvinnuþátttaka dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði og möguleikum á framgangi á vinnumarkaði. Á Íslandi er vinnumarkaðurinn kynjaður rétt eins og flest önnur svið samfélagsins þó atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna sé ein sú mesta meðal OECD ríkja. Þrátt fyrir þessa miklu atvinnuþátttöku kvenna er hún minni en karla, þær vinna styttri vinnudag og eru frekar í hlutastörfum. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og ævitekjur þeirra. Atvinnuþátttaka Mynd: Atvinnuþátttaka (% af mannfjölda) eftir aldri á árinu 2023. Atvinnuþátttaka karla á Íslandi er meiri en kvenna nema í yngsta aldurshópnum 16-24 ára þrátt fyrir að hærra hlutfall kvenna en karla séu í framhaldsskóla- eða háskólanámi. Atvinnuþátttakan meðal kvenna er mest á aldrinum 25-54 ára, líkt og karla, en athygli vekur hversu lág hún er í aldurshópnum 55-74 ára. Um 46% kvenna eru utan vinnumarkaðar í þessum aldurshópi en aðeins um 30% karla. Hluti af þessum hópi er auðvitað kominn á ellilífeyrisaldur en staða eldri kvenna virðist verri en karla á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má benda sérstaklega á að mun fleiri konur en karlar eru öryrkjar og þeim fjölgar með hækkandi aldri eins og rannsókn sem unnin var fyrir ÖBÍ 2019 leiddi í ljós. Vinnutími og hlutastörf Mynd: Vinnustundir karla og kvenna á árinu 2023 Konur vinna að jafnaði tæpum 7 stundum skemur en karlar af launavinnu á viku. Ef litið er til kvenna í fullu starfi vinna þær að jafnaði 4,6 stundum skemur á viku en karlar. Karlar hafa því líklega meiri möguleika á að vinna yfirvinnu en konur og hátt hlutfall kvenna vinnur hjá hinu opinbera þar sem vinnuvikan er að jafnaði styttri. Hins vegar sýna rannsóknir að konur í gagnkynhneigðum parasamböndum beri meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna og aðstandenda og vinni þar af leiðandi fleiri ólaunaðar stundir. Þegar litið er til hlutastarfandi vinna konur rúmlega tveimur tímum skemur en karlar á viku og eru karlar því líklega að jafnaði í hærra starfshlutfalli en konur í hlutastörfum. Eins og fram hefur komið eru konur mun líklegri til að vera í hlutastarfi en karlar. Ef litið er til aldurshópsins 25-64 ára sjáum við að innan við 10% karla eru í hlutastarfi en um fjórðungar kvenna á vinnumarkaði. Mynd: Í hlutastarfi (% af starfandi) á árinu 2023. Í óbirtri rannsókn byggðri á könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks 2024 kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Hins vegar aukast líkurnar á því að mæður séu í hlutastarfi með hverju barni en það dregur úr líkum á að karlar séu í hlutastarfi ef þeir eru feður. Það eru að öllu jöfnu konurnar sem brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Þá kemur einnig fram að fæðingarorlof karla hafi engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis á meðan konurnar eru í miklu meiri mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu. Í könnun Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs frá 2023 kemur fram að aðeins 68% kvenna sem eiga börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára eru í fullu starfi en 96% karla. Barneignir draga því að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra en slíkra áhrifa gætir ekki á karla. Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti er með löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi, með því að tryggja öllum börnum dagsvistun um leið og fæðingarorlofi lýkur, tryggja leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði og öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði út frá gögnum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka hefur afgerandi áhrif á afkomumöguleika fólks. Skert atvinnuþátttaka dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði og möguleikum á framgangi á vinnumarkaði. Á Íslandi er vinnumarkaðurinn kynjaður rétt eins og flest önnur svið samfélagsins þó atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna sé ein sú mesta meðal OECD ríkja. Þrátt fyrir þessa miklu atvinnuþátttöku kvenna er hún minni en karla, þær vinna styttri vinnudag og eru frekar í hlutastörfum. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og ævitekjur þeirra. Atvinnuþátttaka Mynd: Atvinnuþátttaka (% af mannfjölda) eftir aldri á árinu 2023. Atvinnuþátttaka karla á Íslandi er meiri en kvenna nema í yngsta aldurshópnum 16-24 ára þrátt fyrir að hærra hlutfall kvenna en karla séu í framhaldsskóla- eða háskólanámi. Atvinnuþátttakan meðal kvenna er mest á aldrinum 25-54 ára, líkt og karla, en athygli vekur hversu lág hún er í aldurshópnum 55-74 ára. Um 46% kvenna eru utan vinnumarkaðar í þessum aldurshópi en aðeins um 30% karla. Hluti af þessum hópi er auðvitað kominn á ellilífeyrisaldur en staða eldri kvenna virðist verri en karla á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má benda sérstaklega á að mun fleiri konur en karlar eru öryrkjar og þeim fjölgar með hækkandi aldri eins og rannsókn sem unnin var fyrir ÖBÍ 2019 leiddi í ljós. Vinnutími og hlutastörf Mynd: Vinnustundir karla og kvenna á árinu 2023 Konur vinna að jafnaði tæpum 7 stundum skemur en karlar af launavinnu á viku. Ef litið er til kvenna í fullu starfi vinna þær að jafnaði 4,6 stundum skemur á viku en karlar. Karlar hafa því líklega meiri möguleika á að vinna yfirvinnu en konur og hátt hlutfall kvenna vinnur hjá hinu opinbera þar sem vinnuvikan er að jafnaði styttri. Hins vegar sýna rannsóknir að konur í gagnkynhneigðum parasamböndum beri meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna og aðstandenda og vinni þar af leiðandi fleiri ólaunaðar stundir. Þegar litið er til hlutastarfandi vinna konur rúmlega tveimur tímum skemur en karlar á viku og eru karlar því líklega að jafnaði í hærra starfshlutfalli en konur í hlutastörfum. Eins og fram hefur komið eru konur mun líklegri til að vera í hlutastarfi en karlar. Ef litið er til aldurshópsins 25-64 ára sjáum við að innan við 10% karla eru í hlutastarfi en um fjórðungar kvenna á vinnumarkaði. Mynd: Í hlutastarfi (% af starfandi) á árinu 2023. Í óbirtri rannsókn byggðri á könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks 2024 kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Hins vegar aukast líkurnar á því að mæður séu í hlutastarfi með hverju barni en það dregur úr líkum á að karlar séu í hlutastarfi ef þeir eru feður. Það eru að öllu jöfnu konurnar sem brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Þá kemur einnig fram að fæðingarorlof karla hafi engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis á meðan konurnar eru í miklu meiri mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu. Í könnun Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs frá 2023 kemur fram að aðeins 68% kvenna sem eiga börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára eru í fullu starfi en 96% karla. Barneignir draga því að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra en slíkra áhrifa gætir ekki á karla. Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti er með löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi, með því að tryggja öllum börnum dagsvistun um leið og fæðingarorlofi lýkur, tryggja leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði og öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun