Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg, Margrét Edda Gnarr og Hannes Daði Haraldsson skrifa 20. janúar 2025 11:02 Stjórn foreldrafélags Múlaborgar vill taka undir orð foreldra barna á Brákaborg sem birtust í greininni „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta”. Lokanir vegna manneklu hafa verið algengar á Múlaborg frá upphafi skólaársins haustið 2024, þ.e. eftir að sumarlokun ’24 lauk. Til að byrja með voru foreldrar/forsjáraðilar látnir vita af lokun með skilaboðum og/eða símtali sama morgun. Fljótlega varð ljóst að grípa þyrfti til frekari aðgerða og hafa lokanir því verið ákveðnar fram í tímann til þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika á starfseminni. Á þessu um hálfa ári hafa lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins. Tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir kl.12.00 á hádegi. Það vakti því undrun stjórnarinnar þegar það birtist frétt þess efnis að stækka ætti leikskólann Múlaborg og fjölga þar plássum um 48-120. Í dag eru alls 128 börn í skólanum og er því um að ræða allt að tvöföldun á fjölda barna. Vissulega þarf að horfa til framtíðar og útbúa fleiri pláss fyrir stækkandi þjóð en nauðsynlegt er að horfa á þá stöðu sem uppi er og hefur viðgengist lengur en þetta hálfa ár sem talið er til.Ekki hefur tekist að manna leikskólann fyrir það skólastarf sem á að vera starfrækt í dag, hvernig á þá að finna kennara fyrir þessa stækkun, þessi börn 48-120 til viðbótar við þau 128 sem vantar fleiri kennara nú þegar? Í 21 skipti hafa foreldrar/forsjáraðilar þurft að gera ráðstafanir fyrir barnið því það getur ekki verið á leikskólanum vegna manneklu - starfsdagar og aðrar lokanir sem tilheyra venjulegu leikskólastarfi eru ekki inn í þessari tölu. Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða. Múlaborg er leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna. Þar eru því börn sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir breytingu á rútínu og þurfa að fá sína sérkennslu. Að halda uppi faglegu starfi í þessum aðstæðum fylgir mikið álag. Skv. frétt Vísis frá 8. okt 2024 voru 140 pláss ónýtt vegna manneklu. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það kostar að uppræta vandamálið en eins og staðan er nú þá er álaginu og kostnaðinum velt yfir á foreldra/forsjáraðila. Gjöld eru felld niður fyrir skertan vistunartíma en það er klink miðað við það tekjutap sem heimilin hafa þurft að taka á sig vegna þessara síendurteknu lokana, þar ber sérstaklega að nefna þau heimili sem hafa ekki sterkt bakland og hafa því þurft að taka launalaust frí að öllu eða hluta í a.m.k.21 dag (aftur, þar sem starfsdagar eru fyrir utan þessa tölu). Hafa ber í huga að sumarleyfisdagar á vinnumarkaði eru yfirleitt á bilinu 20-30 talsins og duga þar með oft rétt fyrir þeirri leikskólalokun sem er á sumrin (sumarfríi barnanna). Lokanirnar hafa einnig í för með sér breyttan vinnutíma starfsfólks og takmarkanir á sveigjanleika þeirra varðandi styttingu vinnuvikunnar, sem þrengir þar með að kjörum þeirra. Starfsmannaveltan veldur auknu álagi á alla, starfsfólk og börn. Vert er að undirstrika að með þessum skrifum er ekki verið að gagnrýna stjórnendur Múlaborgar né heldur annað starfsfólk leikskólans, heldur þvert á móti. Þau eiga þakkir skilið og standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Aðstæðum þar sem ekki eru veitt þau verkfæri sem til þarf til þess að styrkja starfið og halda utan um stöðugleika í því námi sem fram fer í leikskólanum. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það þarf að ráðast að rót vandans og bæta kjör og vinnuumhverfi starfsfólks. Tóm pláss leysa ekki vandann, ekkert frekar en tóm loforð. Höfundar sitja í stjórn Foreldrafélags Múlaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Stjórn foreldrafélags Múlaborgar vill taka undir orð foreldra barna á Brákaborg sem birtust í greininni „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta”. Lokanir vegna manneklu hafa verið algengar á Múlaborg frá upphafi skólaársins haustið 2024, þ.e. eftir að sumarlokun ’24 lauk. Til að byrja með voru foreldrar/forsjáraðilar látnir vita af lokun með skilaboðum og/eða símtali sama morgun. Fljótlega varð ljóst að grípa þyrfti til frekari aðgerða og hafa lokanir því verið ákveðnar fram í tímann til þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika á starfseminni. Á þessu um hálfa ári hafa lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins. Tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir kl.12.00 á hádegi. Það vakti því undrun stjórnarinnar þegar það birtist frétt þess efnis að stækka ætti leikskólann Múlaborg og fjölga þar plássum um 48-120. Í dag eru alls 128 börn í skólanum og er því um að ræða allt að tvöföldun á fjölda barna. Vissulega þarf að horfa til framtíðar og útbúa fleiri pláss fyrir stækkandi þjóð en nauðsynlegt er að horfa á þá stöðu sem uppi er og hefur viðgengist lengur en þetta hálfa ár sem talið er til.Ekki hefur tekist að manna leikskólann fyrir það skólastarf sem á að vera starfrækt í dag, hvernig á þá að finna kennara fyrir þessa stækkun, þessi börn 48-120 til viðbótar við þau 128 sem vantar fleiri kennara nú þegar? Í 21 skipti hafa foreldrar/forsjáraðilar þurft að gera ráðstafanir fyrir barnið því það getur ekki verið á leikskólanum vegna manneklu - starfsdagar og aðrar lokanir sem tilheyra venjulegu leikskólastarfi eru ekki inn í þessari tölu. Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða. Múlaborg er leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna. Þar eru því börn sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir breytingu á rútínu og þurfa að fá sína sérkennslu. Að halda uppi faglegu starfi í þessum aðstæðum fylgir mikið álag. Skv. frétt Vísis frá 8. okt 2024 voru 140 pláss ónýtt vegna manneklu. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það kostar að uppræta vandamálið en eins og staðan er nú þá er álaginu og kostnaðinum velt yfir á foreldra/forsjáraðila. Gjöld eru felld niður fyrir skertan vistunartíma en það er klink miðað við það tekjutap sem heimilin hafa þurft að taka á sig vegna þessara síendurteknu lokana, þar ber sérstaklega að nefna þau heimili sem hafa ekki sterkt bakland og hafa því þurft að taka launalaust frí að öllu eða hluta í a.m.k.21 dag (aftur, þar sem starfsdagar eru fyrir utan þessa tölu). Hafa ber í huga að sumarleyfisdagar á vinnumarkaði eru yfirleitt á bilinu 20-30 talsins og duga þar með oft rétt fyrir þeirri leikskólalokun sem er á sumrin (sumarfríi barnanna). Lokanirnar hafa einnig í för með sér breyttan vinnutíma starfsfólks og takmarkanir á sveigjanleika þeirra varðandi styttingu vinnuvikunnar, sem þrengir þar með að kjörum þeirra. Starfsmannaveltan veldur auknu álagi á alla, starfsfólk og börn. Vert er að undirstrika að með þessum skrifum er ekki verið að gagnrýna stjórnendur Múlaborgar né heldur annað starfsfólk leikskólans, heldur þvert á móti. Þau eiga þakkir skilið og standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Aðstæðum þar sem ekki eru veitt þau verkfæri sem til þarf til þess að styrkja starfið og halda utan um stöðugleika í því námi sem fram fer í leikskólanum. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það þarf að ráðast að rót vandans og bæta kjör og vinnuumhverfi starfsfólks. Tóm pláss leysa ekki vandann, ekkert frekar en tóm loforð. Höfundar sitja í stjórn Foreldrafélags Múlaborgar.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun