Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 10:58 Danskir framhaldsskólar hafa prófað sig áfram ið að stemma stigu við snjallsímanotkun ungmenna á skólatíma. Mynd úr safni. Getty/Matt Cardy Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. DR fjallaði í gær um reynslu nokkurra danskra framhaldsskóla af símalausu skólastarfi við upphaf skólaárs hjá nýnemum við skólana. „Ég var ánægð með að vera ekki með símann, annars væri ég farin aftur til gömlu vinkvennanna og hefði ekki talað við neina nýja í bekknum mínum,“ segir Isabella Bonde, nemandi á fyrsta ári við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg við DR. Þá segir rektor skólans að nemendurnir hafi tekið verkefninu það vel að þau hafi sjálf ákveðið að pakka niður símunum aftur þegar kennsla hófst í nýjum fögum nýlega. „Þau tala meira saman og það er auðveldara að kynnast öðrum. Það er auðveldara að nálgast þá sem ekki sitja með nefið ofan í símanum og virðist vera upptekin,“ segir rektorinn Rikke Christoffersen. Það getur verið freistandi að fylgjast með því hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, jafnvel á skólatíma.Getty/Anna Barclay Í Vesthimmerlands framhaldsskóla eiga nemendur sem hefja nám á þessu skólaári að leggja símanum til hliðar áður en kennslustund hefst. Þetta segi kennarar við skólann hafa gefist vel. „Kennararnir finna að nemendur eru áberandi meira til staðar í tíma, þegar þeir eru ekki með símann, því þeir verða ekki fyrir sífelldri truflun,“ er haft eftir Nis Stærke, lektor og formaður fræðslunefndar skólans. Fyrir ári síðan sendu menntamálayfirvöld í Danmörku frá sér tólf ráðleggingar um skjánotkun á framhaldsskólastiginu. Margir framhaldsskólar hófu því skólaárið með því að innleiða tillögurnar sem fela í sér hertar reglur um skjánotkun á skólatíma. Ráðleggingunum er skipt í þrjá flokka sem nánar er fjallað um í frétt DR. Í grófum dráttum felast þær í því að skólinn setji sameiginlegan ramma um skjánotkun, ákveði hvernig takmarka megi stafræna truflun og tryggi gott jafnvægi milli hins hliðræna og hins stafræna. Einhverjir foreldrar hafa gert athugasemdir við að þau geti ekki haft samband við börnin sín öllum stundum og einhverjir nemendur hafa einnig hvartað yfir því að geta ekki nýtt símann sem hjálpartæki við nám og þykir valfrelsi þeirra vera skert. Engu að síður stendur til að afla frekari gagna um árangurinn af símabanninu með það fyrir augum að taka ákvörðun um hvort því verði framhaldið á næsta skólaári. Danmörk Stafræn þróun Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
DR fjallaði í gær um reynslu nokkurra danskra framhaldsskóla af símalausu skólastarfi við upphaf skólaárs hjá nýnemum við skólana. „Ég var ánægð með að vera ekki með símann, annars væri ég farin aftur til gömlu vinkvennanna og hefði ekki talað við neina nýja í bekknum mínum,“ segir Isabella Bonde, nemandi á fyrsta ári við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg við DR. Þá segir rektor skólans að nemendurnir hafi tekið verkefninu það vel að þau hafi sjálf ákveðið að pakka niður símunum aftur þegar kennsla hófst í nýjum fögum nýlega. „Þau tala meira saman og það er auðveldara að kynnast öðrum. Það er auðveldara að nálgast þá sem ekki sitja með nefið ofan í símanum og virðist vera upptekin,“ segir rektorinn Rikke Christoffersen. Það getur verið freistandi að fylgjast með því hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, jafnvel á skólatíma.Getty/Anna Barclay Í Vesthimmerlands framhaldsskóla eiga nemendur sem hefja nám á þessu skólaári að leggja símanum til hliðar áður en kennslustund hefst. Þetta segi kennarar við skólann hafa gefist vel. „Kennararnir finna að nemendur eru áberandi meira til staðar í tíma, þegar þeir eru ekki með símann, því þeir verða ekki fyrir sífelldri truflun,“ er haft eftir Nis Stærke, lektor og formaður fræðslunefndar skólans. Fyrir ári síðan sendu menntamálayfirvöld í Danmörku frá sér tólf ráðleggingar um skjánotkun á framhaldsskólastiginu. Margir framhaldsskólar hófu því skólaárið með því að innleiða tillögurnar sem fela í sér hertar reglur um skjánotkun á skólatíma. Ráðleggingunum er skipt í þrjá flokka sem nánar er fjallað um í frétt DR. Í grófum dráttum felast þær í því að skólinn setji sameiginlegan ramma um skjánotkun, ákveði hvernig takmarka megi stafræna truflun og tryggi gott jafnvægi milli hins hliðræna og hins stafræna. Einhverjir foreldrar hafa gert athugasemdir við að þau geti ekki haft samband við börnin sín öllum stundum og einhverjir nemendur hafa einnig hvartað yfir því að geta ekki nýtt símann sem hjálpartæki við nám og þykir valfrelsi þeirra vera skert. Engu að síður stendur til að afla frekari gagna um árangurinn af símabanninu með það fyrir augum að taka ákvörðun um hvort því verði framhaldið á næsta skólaári.
Danmörk Stafræn þróun Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira