Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 11:40 Beta-börnin munu væntanlega upplifa mikla framþróun í sýndarveruleikatækni sem og annarri tækni. Getty Fyrstu börn nýs árs verða jafnframt fyrstu börnin sem tilheyra nýrri kynslóð, Beta-kynslóðinni. Þau munu lifa með gervigreind frá blautu barnsbeini og finna fyrir alvarlegum afleiðingum hamfarahlýnunar. Lesendur Vísis eru kannski bara nýbúnir að frétta af Alpha-kynslóðinni en það eru börn fædd á bilinu 2010 til 2024. Næsta kynslóð tekur við 1. janúar 2025 og mun teygja sig alveg fram til 2039. Framtíðarfræðingurinn Mark McCrindle, sem fann upp á hugtakinu Alpha-kynslóð árið 2008, segir í bloggfærslu að Beta-kynslóðin muni „erfa heim sem tekst á við gríðarstórar félagslegar breytingar“. Þau muni þurfa að takast á við hamfarahlýnun, stórar breytingar á fólksfjölda og hraða þéttbýlisþróun víða um heim. Á meðan Alpha-börnin fæddust inn í heim þar sem snjallsímar höfðu algjörlega tekið við af hefðbundnum símum þá munu Beta-börnin fæðast í enn snjallvæddari heim þar sem gervigreind fer sífellt vaxandi. Beta-börnin munu því upplifa gríðarlega spennandi en ógnvekjandi tíma og mörg þeirra munu lifa fram á 22. öld. En þau munu líka missa af ýmsu. Þau munu til að mynda ekki fá að sjá margar af glæstustu íþróttastjörnum okkar tíma leika sína íþrótt, svo sem Serenu Williams, Roger Federer, Simone Biles, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og LeBron James (þó síðustu þrír sprikli kannski eitthvað næstu þrjú árin). En þau munu vafalaust sjá eitthvað stórkostlegt í staðinn. Skil milli ólíkra kynslóða eru oft ekki alveg skýr en síðustu kynslóðir eru gróflega á þessa leið: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt frá 1965 til 1979. Aldamótakynslóðin er fædd frá 1980 til ársins 1994. Zeta-kynslóðin er fólk sem er fætt 1995 til 2009. Alfa-kynslóðin er fædd á bilinu 2010 til 2024 Beta-kynslóðin tekur við 2025 og teygir sig til 2039 Börn og uppeldi Gervigreind Tímamót Áramót Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Lesendur Vísis eru kannski bara nýbúnir að frétta af Alpha-kynslóðinni en það eru börn fædd á bilinu 2010 til 2024. Næsta kynslóð tekur við 1. janúar 2025 og mun teygja sig alveg fram til 2039. Framtíðarfræðingurinn Mark McCrindle, sem fann upp á hugtakinu Alpha-kynslóð árið 2008, segir í bloggfærslu að Beta-kynslóðin muni „erfa heim sem tekst á við gríðarstórar félagslegar breytingar“. Þau muni þurfa að takast á við hamfarahlýnun, stórar breytingar á fólksfjölda og hraða þéttbýlisþróun víða um heim. Á meðan Alpha-börnin fæddust inn í heim þar sem snjallsímar höfðu algjörlega tekið við af hefðbundnum símum þá munu Beta-börnin fæðast í enn snjallvæddari heim þar sem gervigreind fer sífellt vaxandi. Beta-börnin munu því upplifa gríðarlega spennandi en ógnvekjandi tíma og mörg þeirra munu lifa fram á 22. öld. En þau munu líka missa af ýmsu. Þau munu til að mynda ekki fá að sjá margar af glæstustu íþróttastjörnum okkar tíma leika sína íþrótt, svo sem Serenu Williams, Roger Federer, Simone Biles, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og LeBron James (þó síðustu þrír sprikli kannski eitthvað næstu þrjú árin). En þau munu vafalaust sjá eitthvað stórkostlegt í staðinn. Skil milli ólíkra kynslóða eru oft ekki alveg skýr en síðustu kynslóðir eru gróflega á þessa leið: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt frá 1965 til 1979. Aldamótakynslóðin er fædd frá 1980 til ársins 1994. Zeta-kynslóðin er fólk sem er fætt 1995 til 2009. Alfa-kynslóðin er fædd á bilinu 2010 til 2024 Beta-kynslóðin tekur við 2025 og teygir sig til 2039
Börn og uppeldi Gervigreind Tímamót Áramót Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira