Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar 15. desember 2024 10:32 Í kjölfar alþingiskosninga bíður þjóðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum varðandi stjórnun landsins næstu fjögur árin. Sem stendur er oddvitar Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna að því að koma saman starfhæfri ríkisstjórn, en við þann ráðahag hafa margir athugasemdir þó það sé ekki umfjöllunarefni þessa pistils. Fjölmiðlar hafa verið á fullu að koma fréttum og allrahanda vangaveltum um stjórnmálin á framfæri við almenning, en gott er að vita að skattfé það sem sett er í rekstur þeirra sé að einhverju leyti nýtt í áhugaverðar vangaveltur um framtíðarskipan í ríkisstjórn m.m. Kosningakerfið Eitt er það sem sumum fjölmiðlamönnum virðist hugleikið að undanförnu, en það er kosningakerfi það sem unnið er eftir hér á landi og túlkun þeirra sjálfra á niðurstöðunum studdar persónulegum skoðunum útvalinna “sérfæðinga”. Sérstaklega er vægi atkvæða í kosningum þeim hugleikið og flest gert til að koma að þeirri skoðun að það sé ósanngjarnt á allan máta. Þekktur stjórnmálafræðiprófessor sem líka er oft kallaður til sem “álitsgjafi” í ýmsum málum hefur í þessari baráttu verið dreginn fram til að lýsa sínum skoðunum á því sem þeir nefna misvægi atkvæða eftir búsetu. Það er sjálfsagt og eðlilegt að prófessorinn hafi skoðanir og tjái þær, en að það sé gert undir yfirskyni einhverskonar sérfræðiþekkingar er í besta falli kjánalegt. Þá blasir við að matreiðsla fjölmiðlamanna í þessu máli er hreint ekki til fyrirmyndar. Til að umræðan fái sitt jafnvægi þarf að kalla fram öll viðhorf því annars verður á henni lýðræðishalli, þú býrð nefnilega ekki til rjómasósu án rjóma. Jöfnun atkvæða Allt tal um að “fólk úti á landi” fái ósanngjarna forgjöf með atkvæði sínu í kosningum er einskis virði án þess að ræða málin í víðara samhengi. Til dæmis er hægt að reikna með að fólki sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu þyki ójafnt gefið er kemur að veitingu grunnþjónustu samfélagsins til borgaranna sem skattpeningar allra landsmanna fara í. Mörg undanfarin ár hefur margskonar þjónusta á vegum ríkisins verið flutt til höfuðborgarsvæðisins og með henni störf í svo miklum mæli að verulega hallar á landsbyggðina og það þó hlutfallslega sé reiknað. Heilbrigðisþjónusta er mun dýrari fyrir íbúa landsbyggðarinnar, samgöngukerfi landsbyggðarinnar er í miklu verra standi en á höfuðborgarsvæðinu, fjarskiptamál eru langt í frá sambærileg úti á landi miðað við í Reykjavík og svo mætti lengi telja. Eins og flestir gera sér grein fyrir verður seint um fulla jöfnun að ræða í þjónustu ríkisins við landsmenn, en þegar og ef íbúar utan suðvesturhornsins sæju að ríkisvaldið væri að gera raunverulegar og trúverðugar tilraunir til að jafna þjónustustig og kostnað burtséð frá búsetu yrðu þeir eflaust hlynntir meiri “jöfnun atkvæða”. Fækkun þingmanna í risatóru kjördæmi Ef fólk veltir fyrir sér hvað “jöfnun atkvæða” hefur í för með sér án þess að neinar mótvægisaðgerðir fylgi gæti ýmislegt komið í ljós. Í nýafstöðnum kosningum til Alþingis var fækkað um einn þingmann í Norðvesturkjördæmi og eru þeir nú aðeins sjö í stað átta áður. Kjördæmið nær frá Akranesi yfir í Skagafjörð ásamt öllu landi þar á milli og eru vestfirðir auðvitað þar meðtaldir. Það er krefjandi fyrir kjörna fulltrúa að sinna þörfum íbúa á svo stóru landssvæði og í raun mikið áhlaupsverk að fara um kjördæmið, hitta fólk, halda fundi og hlusta á skoðanir fólksins á því hvar skóinn kreppi. Ef enn ætti að fækka þingmönnum á þessu stóra svæði yrði vart hægt að tala um að sá hluti íslendinga sem þar býr hafi talsmenn á löggjafasamkomu landsins. Það virðist líka stundum gleymast að hagsmunagæslan snýr ekki eingöngu að einstaklingunum eða hversu margir eru á hverju svæði, heldur ekki síður að innviðum landsins alls, innviðum sem allir landsmenn og allir ferðamenn sem heimsækja landið hafa aðgang að. Þessir innviðir hafa einmitt orðið bitbein stjórnmálanna þar sem verulega hefur hallað á landsbyggðakjördæmin mörg undanfarin ár. Þar má leiða líkum að því að mikill fjöldi þingmanna af höfuðborgarsvæðinu sem gefur þeim ráðandi stöðu hafi valdið því mikla innviðasvelti á landsbyggðinni sem blasir við öllum sem sjá vilja. Í því ljósi yrði “jöfnun atkvæða” að fylgja yfirfærsla á ábyrgð þingmanna á einhvern hátt, yfirfærsla ábyrgðar á grunnkerfum og innviðum landsins alls sama hvar þeir búa eða bjóða sig fram. Það hljóta flestir að sjá að ekki gengur að gera allt þar sem flestir búa og ekkert þar sem restin býr. Slíkt meirihlutaræði getur tæpast flokkast sem raunverulegt lýðræði. Hlutlaus fjölmiðlaumfjöllun Að lokum er það einlæg ósk mín að fjölmiðlamenn reyni í meira mæli að sjá og segja frá öllum hliðum mála þegar viðfangsefni og viðmælendur eru valdir til að fjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Þannig mun umræðan verða hallalaus og sanngjarnari landsmönnum öllum til heilla. Áfram Ísland allt. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar alþingiskosninga bíður þjóðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum varðandi stjórnun landsins næstu fjögur árin. Sem stendur er oddvitar Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna að því að koma saman starfhæfri ríkisstjórn, en við þann ráðahag hafa margir athugasemdir þó það sé ekki umfjöllunarefni þessa pistils. Fjölmiðlar hafa verið á fullu að koma fréttum og allrahanda vangaveltum um stjórnmálin á framfæri við almenning, en gott er að vita að skattfé það sem sett er í rekstur þeirra sé að einhverju leyti nýtt í áhugaverðar vangaveltur um framtíðarskipan í ríkisstjórn m.m. Kosningakerfið Eitt er það sem sumum fjölmiðlamönnum virðist hugleikið að undanförnu, en það er kosningakerfi það sem unnið er eftir hér á landi og túlkun þeirra sjálfra á niðurstöðunum studdar persónulegum skoðunum útvalinna “sérfæðinga”. Sérstaklega er vægi atkvæða í kosningum þeim hugleikið og flest gert til að koma að þeirri skoðun að það sé ósanngjarnt á allan máta. Þekktur stjórnmálafræðiprófessor sem líka er oft kallaður til sem “álitsgjafi” í ýmsum málum hefur í þessari baráttu verið dreginn fram til að lýsa sínum skoðunum á því sem þeir nefna misvægi atkvæða eftir búsetu. Það er sjálfsagt og eðlilegt að prófessorinn hafi skoðanir og tjái þær, en að það sé gert undir yfirskyni einhverskonar sérfræðiþekkingar er í besta falli kjánalegt. Þá blasir við að matreiðsla fjölmiðlamanna í þessu máli er hreint ekki til fyrirmyndar. Til að umræðan fái sitt jafnvægi þarf að kalla fram öll viðhorf því annars verður á henni lýðræðishalli, þú býrð nefnilega ekki til rjómasósu án rjóma. Jöfnun atkvæða Allt tal um að “fólk úti á landi” fái ósanngjarna forgjöf með atkvæði sínu í kosningum er einskis virði án þess að ræða málin í víðara samhengi. Til dæmis er hægt að reikna með að fólki sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu þyki ójafnt gefið er kemur að veitingu grunnþjónustu samfélagsins til borgaranna sem skattpeningar allra landsmanna fara í. Mörg undanfarin ár hefur margskonar þjónusta á vegum ríkisins verið flutt til höfuðborgarsvæðisins og með henni störf í svo miklum mæli að verulega hallar á landsbyggðina og það þó hlutfallslega sé reiknað. Heilbrigðisþjónusta er mun dýrari fyrir íbúa landsbyggðarinnar, samgöngukerfi landsbyggðarinnar er í miklu verra standi en á höfuðborgarsvæðinu, fjarskiptamál eru langt í frá sambærileg úti á landi miðað við í Reykjavík og svo mætti lengi telja. Eins og flestir gera sér grein fyrir verður seint um fulla jöfnun að ræða í þjónustu ríkisins við landsmenn, en þegar og ef íbúar utan suðvesturhornsins sæju að ríkisvaldið væri að gera raunverulegar og trúverðugar tilraunir til að jafna þjónustustig og kostnað burtséð frá búsetu yrðu þeir eflaust hlynntir meiri “jöfnun atkvæða”. Fækkun þingmanna í risatóru kjördæmi Ef fólk veltir fyrir sér hvað “jöfnun atkvæða” hefur í för með sér án þess að neinar mótvægisaðgerðir fylgi gæti ýmislegt komið í ljós. Í nýafstöðnum kosningum til Alþingis var fækkað um einn þingmann í Norðvesturkjördæmi og eru þeir nú aðeins sjö í stað átta áður. Kjördæmið nær frá Akranesi yfir í Skagafjörð ásamt öllu landi þar á milli og eru vestfirðir auðvitað þar meðtaldir. Það er krefjandi fyrir kjörna fulltrúa að sinna þörfum íbúa á svo stóru landssvæði og í raun mikið áhlaupsverk að fara um kjördæmið, hitta fólk, halda fundi og hlusta á skoðanir fólksins á því hvar skóinn kreppi. Ef enn ætti að fækka þingmönnum á þessu stóra svæði yrði vart hægt að tala um að sá hluti íslendinga sem þar býr hafi talsmenn á löggjafasamkomu landsins. Það virðist líka stundum gleymast að hagsmunagæslan snýr ekki eingöngu að einstaklingunum eða hversu margir eru á hverju svæði, heldur ekki síður að innviðum landsins alls, innviðum sem allir landsmenn og allir ferðamenn sem heimsækja landið hafa aðgang að. Þessir innviðir hafa einmitt orðið bitbein stjórnmálanna þar sem verulega hefur hallað á landsbyggðakjördæmin mörg undanfarin ár. Þar má leiða líkum að því að mikill fjöldi þingmanna af höfuðborgarsvæðinu sem gefur þeim ráðandi stöðu hafi valdið því mikla innviðasvelti á landsbyggðinni sem blasir við öllum sem sjá vilja. Í því ljósi yrði “jöfnun atkvæða” að fylgja yfirfærsla á ábyrgð þingmanna á einhvern hátt, yfirfærsla ábyrgðar á grunnkerfum og innviðum landsins alls sama hvar þeir búa eða bjóða sig fram. Það hljóta flestir að sjá að ekki gengur að gera allt þar sem flestir búa og ekkert þar sem restin býr. Slíkt meirihlutaræði getur tæpast flokkast sem raunverulegt lýðræði. Hlutlaus fjölmiðlaumfjöllun Að lokum er það einlæg ósk mín að fjölmiðlamenn reyni í meira mæli að sjá og segja frá öllum hliðum mála þegar viðfangsefni og viðmælendur eru valdir til að fjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Þannig mun umræðan verða hallalaus og sanngjarnari landsmönnum öllum til heilla. Áfram Ísland allt. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun