Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar 13. desember 2024 14:00 Ég sendi hér með opið bréf til ykkar. Undanfarin ár hef ég gælt við þá hugmynd að senda ykkur póst en aldrei látið verða af því en nú ákvað ég að taka af skarið. Ég er þriggja barna móðir og starfa með foreldrum og börnum sjálf. Á hverju ári heyri ég og finn sjálf hvað álagið í desember verður sífellt meira og meira fyrir foreldra og börn. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilja skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra. Allt er þetta gert í fallegum tilgangi en þegar þetta allt kemur saman er álagið orðið vægast sagt mjög óheilbrigt og streitan óbærileg. Tökum sem dæmi fjölskyldu með 3 börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir 9 samkomur þar sem foreldrar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á um það bil þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi. „Hvað meinarðu má ekki bara vera gaman?" myndu einhverjir spyrja. Jú einmitt viljum við ekki tapa gleðinni en það er orðið djúpt á henni þegar dagskráin er stöðug. ,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?" er líka algeng spurning. Vissulega held ég að flestir foreldrar séu til í að leggja á sig margt fyrir börnin. Hins vegar mætti spyrja sig „er öll þessi dagskrá á endanum fyrir börnin?". Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrði bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag og oft getur verið erfitt að brjótast út úr hefð sem þó engum eða fáum þjónar. Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir aðbreyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið. Þitt sveitarfélag gæti orðið brautryðjandi í að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það er líka hægt að skapa jólastemmingu bara með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þurfa oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir. Með von um jákvæð viðbrögð Höfundur er þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og foreldra og uppeldisfræðingur hjá Tengslasetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sendi hér með opið bréf til ykkar. Undanfarin ár hef ég gælt við þá hugmynd að senda ykkur póst en aldrei látið verða af því en nú ákvað ég að taka af skarið. Ég er þriggja barna móðir og starfa með foreldrum og börnum sjálf. Á hverju ári heyri ég og finn sjálf hvað álagið í desember verður sífellt meira og meira fyrir foreldra og börn. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilja skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra. Allt er þetta gert í fallegum tilgangi en þegar þetta allt kemur saman er álagið orðið vægast sagt mjög óheilbrigt og streitan óbærileg. Tökum sem dæmi fjölskyldu með 3 börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir 9 samkomur þar sem foreldrar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á um það bil þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi. „Hvað meinarðu má ekki bara vera gaman?" myndu einhverjir spyrja. Jú einmitt viljum við ekki tapa gleðinni en það er orðið djúpt á henni þegar dagskráin er stöðug. ,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?" er líka algeng spurning. Vissulega held ég að flestir foreldrar séu til í að leggja á sig margt fyrir börnin. Hins vegar mætti spyrja sig „er öll þessi dagskrá á endanum fyrir börnin?". Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrði bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda. Við berum nefnilega öll ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag og oft getur verið erfitt að brjótast út úr hefð sem þó engum eða fáum þjónar. Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir aðbreyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið. Þitt sveitarfélag gæti orðið brautryðjandi í að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það er líka hægt að skapa jólastemmingu bara með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þurfa oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir. Með von um jákvæð viðbrögð Höfundur er þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og foreldra og uppeldisfræðingur hjá Tengslasetri.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun