Innlent

Tækni­legir örðug­leikar en ekki netárás á mbl.is

Árni Sæberg skrifar
Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum.
Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum. Vísir/Vilhelm

Vefur Morgunblaðsins, Mbl.is, hefur legið niðri í morgunsárið. Að sögn fréttastjóra er um tæknilega örðugleika að ræða en ekki aðra netárás.

Hólmfríður María Ragnhildardóttir, vaktstjóri Mbl.is, segir í samtali við Vísi að umferð sé aftur hafin um vefinn.

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og tengdra miðla, varð eins og kunnugt er fyrir alvarlegri tölvuárás í júní síðastliðnum. Þá lá Mbl.is niðri um nokkurn tíma. Að sögn Hólmfríðar Maríu er ekki um neitt slíkt að ræða nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×