Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:23 „Fíkniefna-kafbátarnir“ eru þannig gerðir að á yfirborðinu sést aðeins toppurinn á þeim. Stærsta rýmið er neðansjávar. Kólumbísk yfirvöld hafa í samstarfi við aðila í 62 ríkjum lagt hald á 225 tonn af kókaíni á aðeins sex vikum. Um er að ræða metmagn í einni aðgerð. Aðgerðin var köllu Óríon og beindist gegn hálfgerðum kafbátum, fullum af eiturlyfjum. Alls var lagt hald á 1.400 tonn af fíkniefnum, þar af yfir þúsund tonn af marjúana. Að sögn Manuel Rodríguez, sem fer fyrir fíkniefnasveit kólumbíska flotans, er um að ræða töluvert högg fyrir glæpagengi Suður-Ameríku sem sérhæfa sig í fíkniefnaframleiðslu en Sameinuðu þjóðarnar áætla að um 2.700 tonn af kókaíni séu framleidd í heiminum á ári hverju. „Þetta mun koma í veg fyrir þúsundir dauðsfalla af völdum ofskömmtunar,“ segir Rodríguez en einnig sé um að ræða umtalsvert tekjutap fyrir glæpahópana, þar sem verðmæti kókaínsins sé metið á um 8,5 milljarða Bandaríkjadala. #EnVivo 📽🔴 Los invitamos a conectarse al cierre de la Estrategia Multinacional ORIÓN XIV para que conozcan cómo estamos protegiendo el #AzulQueNosUne con el mundo. 🤝🌎⬇@EconomiaUAndes https://t.co/osi67FzeKZ— Armada de Colombia (@ArmadaColombia) November 27, 2024 Ríkin sem stóðu að aðgerðinni lögðu meðal annars til flugvélar, þyrlur og skip til að fylgjast með og stöðva „fíkniefna-kafbátana“ en deildu einnig upplýsingum á milli sín. Einn stærsti áfanginn var þegar sex bátar voru stöðvaðir hlaðnir kókaíni, sem leiddi til fundar nýrrar flutningsleiðar til Ástralíu. Eftirspurn eftir kókaíni hefur vaxið mjög í Ástralíu og hátt verð er sögð hvatning fyrir eiturlyfjabaróna að leita nýrra leiða til að koma efnunum yfir hafið. Leiðin frá Kólumbíu til Ástralíu telur 4.000 mílur eða 6.437 kílómetra. Kíló af kókaíni kostar 240 þúsund Bandaríkjadollara í Ástralíu, þrisvar til sex sinnum meira en í Bandaríkjunum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Kólumbía Ástralía Fíkniefnabrot Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Aðgerðin var köllu Óríon og beindist gegn hálfgerðum kafbátum, fullum af eiturlyfjum. Alls var lagt hald á 1.400 tonn af fíkniefnum, þar af yfir þúsund tonn af marjúana. Að sögn Manuel Rodríguez, sem fer fyrir fíkniefnasveit kólumbíska flotans, er um að ræða töluvert högg fyrir glæpagengi Suður-Ameríku sem sérhæfa sig í fíkniefnaframleiðslu en Sameinuðu þjóðarnar áætla að um 2.700 tonn af kókaíni séu framleidd í heiminum á ári hverju. „Þetta mun koma í veg fyrir þúsundir dauðsfalla af völdum ofskömmtunar,“ segir Rodríguez en einnig sé um að ræða umtalsvert tekjutap fyrir glæpahópana, þar sem verðmæti kókaínsins sé metið á um 8,5 milljarða Bandaríkjadala. #EnVivo 📽🔴 Los invitamos a conectarse al cierre de la Estrategia Multinacional ORIÓN XIV para que conozcan cómo estamos protegiendo el #AzulQueNosUne con el mundo. 🤝🌎⬇@EconomiaUAndes https://t.co/osi67FzeKZ— Armada de Colombia (@ArmadaColombia) November 27, 2024 Ríkin sem stóðu að aðgerðinni lögðu meðal annars til flugvélar, þyrlur og skip til að fylgjast með og stöðva „fíkniefna-kafbátana“ en deildu einnig upplýsingum á milli sín. Einn stærsti áfanginn var þegar sex bátar voru stöðvaðir hlaðnir kókaíni, sem leiddi til fundar nýrrar flutningsleiðar til Ástralíu. Eftirspurn eftir kókaíni hefur vaxið mjög í Ástralíu og hátt verð er sögð hvatning fyrir eiturlyfjabaróna að leita nýrra leiða til að koma efnunum yfir hafið. Leiðin frá Kólumbíu til Ástralíu telur 4.000 mílur eða 6.437 kílómetra. Kíló af kókaíni kostar 240 þúsund Bandaríkjadollara í Ástralíu, þrisvar til sex sinnum meira en í Bandaríkjunum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Kólumbía Ástralía Fíkniefnabrot Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð