Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 22:48 Hildur segir sér fullkomlega misbjóða ummæli Þorsteins. Vísir/Samsett Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða. Í færslu sem Hildur birti á síðu sinni á Facebook í dag gerir hún nýlega færslu Karlmennskunnar, reiknings sem Þorsteinn stendur fyrir, að umfjöllunarefni sínu. „Í örfáum orðum tókst honum að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hampa fjandsamlegri stefnu sem ali á ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum á sama tíma og hann tengdi hugmyndir flokksins við hugmyndafræði versta hryðjuverkamanns í sögu Norðurlandanna,“ skrifar hún. Flokkurinn ýti undir útlendingaandúð Í færslunni sjálfri segir Þorsteinn að tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir vera aðgerð til að auka stéttaskiptingu og fátækt. Einnig vænir hann Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn um að kynda undir ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur ýjar einnig að samhljómi á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Behring Breivik. „Það ætti að duga ykkur að skoða orðræðu fylgjenda sömu stefnu í commentakerfum [svo] landsins. Ef það er ekki nógu sannfærandi gæti verið gagnlegt að skoða hugmyndirnar sem lágu til grundvallar stærstu hryðjuverkaárás á Norðurlöndunum. Ógnvekjandi samhljómur,“ skrifar Þorsteinn. Komi frá hatursfullum stað Hildur segir þessi ummæli Þorsteins misbjóða sér fullkomlega. „Þegar brigslað er um að samhljómur sé á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hryðjuverkamannsins sem framdi fjöldamorðin hryllilegu í Útey þá setur mann hreinlega hljóðan,“ skrifar hún. „Þetta er ekki í fyrsta og því miður örugglega ekki síðasta skiptið sem reynt er að skapa hugrenningatengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og öfgafullra hugsjóna sem eiga ekkert skylt við hugmyndafræði og stefnu flokksins. Slíkar tilraunir koma frá hatursfullum stað og væri óskandi að hyrfu úr lýðræðislegri umræðu í okkar ágæta samfélagi.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Í færslu sem Hildur birti á síðu sinni á Facebook í dag gerir hún nýlega færslu Karlmennskunnar, reiknings sem Þorsteinn stendur fyrir, að umfjöllunarefni sínu. „Í örfáum orðum tókst honum að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hampa fjandsamlegri stefnu sem ali á ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum á sama tíma og hann tengdi hugmyndir flokksins við hugmyndafræði versta hryðjuverkamanns í sögu Norðurlandanna,“ skrifar hún. Flokkurinn ýti undir útlendingaandúð Í færslunni sjálfri segir Þorsteinn að tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir vera aðgerð til að auka stéttaskiptingu og fátækt. Einnig vænir hann Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn um að kynda undir ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur ýjar einnig að samhljómi á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Behring Breivik. „Það ætti að duga ykkur að skoða orðræðu fylgjenda sömu stefnu í commentakerfum [svo] landsins. Ef það er ekki nógu sannfærandi gæti verið gagnlegt að skoða hugmyndirnar sem lágu til grundvallar stærstu hryðjuverkaárás á Norðurlöndunum. Ógnvekjandi samhljómur,“ skrifar Þorsteinn. Komi frá hatursfullum stað Hildur segir þessi ummæli Þorsteins misbjóða sér fullkomlega. „Þegar brigslað er um að samhljómur sé á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hryðjuverkamannsins sem framdi fjöldamorðin hryllilegu í Útey þá setur mann hreinlega hljóðan,“ skrifar hún. „Þetta er ekki í fyrsta og því miður örugglega ekki síðasta skiptið sem reynt er að skapa hugrenningatengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og öfgafullra hugsjóna sem eiga ekkert skylt við hugmyndafræði og stefnu flokksins. Slíkar tilraunir koma frá hatursfullum stað og væri óskandi að hyrfu úr lýðræðislegri umræðu í okkar ágæta samfélagi.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira