Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 14:08 Símarnir eru teknir af börnunum fylgi þau ekki reglum sem settar eru í skólanum um símana. Vísir/Getty Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. Þegar svör skólastjóranna voru greind eftir hverfum eða miðstöðvum komi fram að í Austurmiðstöð segi níu skólastjórar já en sex að skólinn sé ekki símalaus, í Norðurmiðstöð sögðu átta skólar já og þrír nei. Í Suðurmiðstöð sögðu þrír skólastjórar já og tveir nei. Í Vesturmiðstöð sögðu sex skólastjórar já og einn nei. Nánar hér. Skólastjórarnir voru einnig spurðir hvernig símabanninu væri framfylgt og hvernig það hefði gengið. Flestir skólastjórarnir sögðu að vel hefði gengið að framfylgja símabanninu. Slökkt á símanum og hann í töskunni Reglurnar varðandi símanotkun væru á þá leið að slökkt ætti að vera á símunum og að þeir ættu að vera í töskum nemenda á skólatíma en að ef nemendur gleymdu sér og hefðu símana uppi við, minntu kennarar þá á reglurnar og bentu nemendum á að setja símana í töskur sínar. Þá segir að í þeim tilvikum þar sem nemendur fylgdu ekki fyrirmælum um að setja símana aftur í töskurnar hafi símarnir verið teknir af þeim og hringt í foreldra eða forráðamenn og þeir beðnir að sækja símana. Þá hafi nokkrir skólastjórar í þessu samhengi nefnt að það skipti miklu máli að reglur um símanotkun hefðu verið samdar í samráði við nemendur og jafnvel foreldra og það skipti miklu máli varðandi vilja nemenda til að framfylgja þeim. Þá hafi einn skólastjóri nefnt að nemendur og foreldrar hefðu skrifað undir sérstakan samning varðandi símanotkunina sem hjálpaði mikið til við að reglunum væri framfylgt. Þó er tekið fram að ekki hafi verið spurt sérstaklega um þetta atriði og það megi vel vera að þetta sé einnig gert í fleiri skólum en þessum eina skóla. Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Þegar svör skólastjóranna voru greind eftir hverfum eða miðstöðvum komi fram að í Austurmiðstöð segi níu skólastjórar já en sex að skólinn sé ekki símalaus, í Norðurmiðstöð sögðu átta skólar já og þrír nei. Í Suðurmiðstöð sögðu þrír skólastjórar já og tveir nei. Í Vesturmiðstöð sögðu sex skólastjórar já og einn nei. Nánar hér. Skólastjórarnir voru einnig spurðir hvernig símabanninu væri framfylgt og hvernig það hefði gengið. Flestir skólastjórarnir sögðu að vel hefði gengið að framfylgja símabanninu. Slökkt á símanum og hann í töskunni Reglurnar varðandi símanotkun væru á þá leið að slökkt ætti að vera á símunum og að þeir ættu að vera í töskum nemenda á skólatíma en að ef nemendur gleymdu sér og hefðu símana uppi við, minntu kennarar þá á reglurnar og bentu nemendum á að setja símana í töskur sínar. Þá segir að í þeim tilvikum þar sem nemendur fylgdu ekki fyrirmælum um að setja símana aftur í töskurnar hafi símarnir verið teknir af þeim og hringt í foreldra eða forráðamenn og þeir beðnir að sækja símana. Þá hafi nokkrir skólastjórar í þessu samhengi nefnt að það skipti miklu máli að reglur um símanotkun hefðu verið samdar í samráði við nemendur og jafnvel foreldra og það skipti miklu máli varðandi vilja nemenda til að framfylgja þeim. Þá hafi einn skólastjóri nefnt að nemendur og foreldrar hefðu skrifað undir sérstakan samning varðandi símanotkunina sem hjálpaði mikið til við að reglunum væri framfylgt. Þó er tekið fram að ekki hafi verið spurt sérstaklega um þetta atriði og það megi vel vera að þetta sé einnig gert í fleiri skólum en þessum eina skóla.
Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28
Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18
Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56