Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 14:08 Símarnir eru teknir af börnunum fylgi þau ekki reglum sem settar eru í skólanum um símana. Vísir/Getty Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. Þegar svör skólastjóranna voru greind eftir hverfum eða miðstöðvum komi fram að í Austurmiðstöð segi níu skólastjórar já en sex að skólinn sé ekki símalaus, í Norðurmiðstöð sögðu átta skólar já og þrír nei. Í Suðurmiðstöð sögðu þrír skólastjórar já og tveir nei. Í Vesturmiðstöð sögðu sex skólastjórar já og einn nei. Nánar hér. Skólastjórarnir voru einnig spurðir hvernig símabanninu væri framfylgt og hvernig það hefði gengið. Flestir skólastjórarnir sögðu að vel hefði gengið að framfylgja símabanninu. Slökkt á símanum og hann í töskunni Reglurnar varðandi símanotkun væru á þá leið að slökkt ætti að vera á símunum og að þeir ættu að vera í töskum nemenda á skólatíma en að ef nemendur gleymdu sér og hefðu símana uppi við, minntu kennarar þá á reglurnar og bentu nemendum á að setja símana í töskur sínar. Þá segir að í þeim tilvikum þar sem nemendur fylgdu ekki fyrirmælum um að setja símana aftur í töskurnar hafi símarnir verið teknir af þeim og hringt í foreldra eða forráðamenn og þeir beðnir að sækja símana. Þá hafi nokkrir skólastjórar í þessu samhengi nefnt að það skipti miklu máli að reglur um símanotkun hefðu verið samdar í samráði við nemendur og jafnvel foreldra og það skipti miklu máli varðandi vilja nemenda til að framfylgja þeim. Þá hafi einn skólastjóri nefnt að nemendur og foreldrar hefðu skrifað undir sérstakan samning varðandi símanotkunina sem hjálpaði mikið til við að reglunum væri framfylgt. Þó er tekið fram að ekki hafi verið spurt sérstaklega um þetta atriði og það megi vel vera að þetta sé einnig gert í fleiri skólum en þessum eina skóla. Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Þegar svör skólastjóranna voru greind eftir hverfum eða miðstöðvum komi fram að í Austurmiðstöð segi níu skólastjórar já en sex að skólinn sé ekki símalaus, í Norðurmiðstöð sögðu átta skólar já og þrír nei. Í Suðurmiðstöð sögðu þrír skólastjórar já og tveir nei. Í Vesturmiðstöð sögðu sex skólastjórar já og einn nei. Nánar hér. Skólastjórarnir voru einnig spurðir hvernig símabanninu væri framfylgt og hvernig það hefði gengið. Flestir skólastjórarnir sögðu að vel hefði gengið að framfylgja símabanninu. Slökkt á símanum og hann í töskunni Reglurnar varðandi símanotkun væru á þá leið að slökkt ætti að vera á símunum og að þeir ættu að vera í töskum nemenda á skólatíma en að ef nemendur gleymdu sér og hefðu símana uppi við, minntu kennarar þá á reglurnar og bentu nemendum á að setja símana í töskur sínar. Þá segir að í þeim tilvikum þar sem nemendur fylgdu ekki fyrirmælum um að setja símana aftur í töskurnar hafi símarnir verið teknir af þeim og hringt í foreldra eða forráðamenn og þeir beðnir að sækja símana. Þá hafi nokkrir skólastjórar í þessu samhengi nefnt að það skipti miklu máli að reglur um símanotkun hefðu verið samdar í samráði við nemendur og jafnvel foreldra og það skipti miklu máli varðandi vilja nemenda til að framfylgja þeim. Þá hafi einn skólastjóri nefnt að nemendur og foreldrar hefðu skrifað undir sérstakan samning varðandi símanotkunina sem hjálpaði mikið til við að reglunum væri framfylgt. Þó er tekið fram að ekki hafi verið spurt sérstaklega um þetta atriði og það megi vel vera að þetta sé einnig gert í fleiri skólum en þessum eina skóla.
Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28
Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18
Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56