Innlent

Gosmengun mögu­lega við­varandi í Grinda­vík í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gosið mallar áfram.
Gosið mallar áfram. Vísir/Vilhelm

Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni var mjög stöðug í nótt en hraun rennur nú nær eingöngu til austurs og norðausturs; að og meðfram Fagradalsfjalli.

Þetta segir í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands.

Gosórói hefur sömuleiðis verið stöðugur, samhliða stöðugri sjáanlegri virkni í gígnum í nótt.

„Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir norðaustanátt og að gasmengun geti því verið viðvarandi í Grindavík í dag,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×