Innlent

Glæ­ný könnun í há­degis­fréttum Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum segjum við frá glænýrri könnun frá Maskínu þar sem fylgið fyrir komandi kosningar er kannað. 

Við heyrum í stjórnmálafræðingi sem rýnir í niðurstöðurnar og reynir að spá í spilin en nú eru aðeins tveir dagar í kjördag. 

Einnig fjöllum við um nýjustu verðbólgutölurnar sem bárust frá Hagstofunni í morgun. Formaður ASÍ vill að Seðlabankinn blási til aukafundar hjá Peningastefnunefnd og flýti frekari lækkun stýrivaxta.

Þá heyrum við í formanni Læknafélags Íslands sem undirritaði nýjan kjarasamning í nótt og forvitnumst um stöðuna í kennaradeilunni. 

Í íþróttapakka dagsins er það kvennalandsliðið í handbolta sem verður í forgrunni en á morgun hefja stelpurnar okkar leik á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×