Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar 27. nóvember 2024 17:21 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir stórum vandamálum og þau snerta okkur öll. Fólk húkir á biðlistum, stjórnun er óskilvirk og kerfið er oftar en ekki of flókið fyrir þá sem þurfa að treysta á það. Fyrir einstakling eins og mig,með ADHD, virðist kerfið oft ekki fært um að veita þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Þvert á móti standa í vegi fyrir henni. ADHD gerir að verkum að ég þarf skýra, einfalda ferla og stuðning í að halda utan um margþætt atriði. En þegar ég þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda, mætti ég hindrunum sem voru margar hverjar tilkomnar vegna skipulagslegrar óreiðu. Þetta er því miður ekki aðeins mín saga heldur þetta er reynsla margra sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda á hverjum degi. Það hafa ekki allir sterkt bakland, ég er einn af þeim heppnu sem fékk stuðning frá vinum og vandamönnum. Ég get verið ákveðinn og kemst áfram á þrjósku. Margir sem eru að berjast við andleg veikindi hafa ekki sama sjálfstraust og stuðning og ég, þess vegna þurfum við heilbrigðiskerfi sem tekur á móti fólki og þjónustar það af samkennd, umburðalyndi og kærleik. Viðreisn hefur sett fram stefnu sem leggur áherslu á bæði aðgerðir og nýsköpun í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er ekki nóg að dæla meiri peningum í kerfið án þess að sjá til þess að þeir nýtist betur. Við þurfum að tryggja að skipulag sé þannig úr garði gert að einstaklingar fái þjónustu við hæfi, á réttum tíma, án þess að þvælast í óþarflega flóknum ferlum. Ég hef persónulega upplifað það að einföldun í þjónustu myndi bæta líf mitt til muna og ég veit að það sama á við um aðra sem búa við flókið ástand eins og ADHD eða aðra heilsubresti. Að sjálfsögðu þarf að leggja áherslu á að fjölga starfsfólki en það eitt og sér er ekki nóg. Það verður að innleiða nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Viðreisn leggur áherslu á að kerfið verði skilvirkara með því að nýta tæknilausnir, opna fyrir aukna fjölbreytni í þjónustu og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þetta eru lausnir sem ekki bara létta á kerfinu, heldur auka lífsgæði þeirra sem nýta sér það. Þegar ég horfi til framtíðar vil ég sjá heilbrigðiskerfi sem vinnur með fólki, ekki á móti því. Viðreisn sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir – leiðir sem byggja á betri meðferð fjármuna, nútímavæðingu og mannúðlegri nálgun. Við eigum ekki að sætta okkur við gamaldags kerfi sem þjónar ekki lengur þörfum samfélagsins. Þess vegna ætla ég að kjósa Viðreisn! Fyrir heilbrigðiskerfi sem virkar fyrir okkur öll! Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er markþjálfi og einstaklingur með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir stórum vandamálum og þau snerta okkur öll. Fólk húkir á biðlistum, stjórnun er óskilvirk og kerfið er oftar en ekki of flókið fyrir þá sem þurfa að treysta á það. Fyrir einstakling eins og mig,með ADHD, virðist kerfið oft ekki fært um að veita þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Þvert á móti standa í vegi fyrir henni. ADHD gerir að verkum að ég þarf skýra, einfalda ferla og stuðning í að halda utan um margþætt atriði. En þegar ég þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda, mætti ég hindrunum sem voru margar hverjar tilkomnar vegna skipulagslegrar óreiðu. Þetta er því miður ekki aðeins mín saga heldur þetta er reynsla margra sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda á hverjum degi. Það hafa ekki allir sterkt bakland, ég er einn af þeim heppnu sem fékk stuðning frá vinum og vandamönnum. Ég get verið ákveðinn og kemst áfram á þrjósku. Margir sem eru að berjast við andleg veikindi hafa ekki sama sjálfstraust og stuðning og ég, þess vegna þurfum við heilbrigðiskerfi sem tekur á móti fólki og þjónustar það af samkennd, umburðalyndi og kærleik. Viðreisn hefur sett fram stefnu sem leggur áherslu á bæði aðgerðir og nýsköpun í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er ekki nóg að dæla meiri peningum í kerfið án þess að sjá til þess að þeir nýtist betur. Við þurfum að tryggja að skipulag sé þannig úr garði gert að einstaklingar fái þjónustu við hæfi, á réttum tíma, án þess að þvælast í óþarflega flóknum ferlum. Ég hef persónulega upplifað það að einföldun í þjónustu myndi bæta líf mitt til muna og ég veit að það sama á við um aðra sem búa við flókið ástand eins og ADHD eða aðra heilsubresti. Að sjálfsögðu þarf að leggja áherslu á að fjölga starfsfólki en það eitt og sér er ekki nóg. Það verður að innleiða nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Viðreisn leggur áherslu á að kerfið verði skilvirkara með því að nýta tæknilausnir, opna fyrir aukna fjölbreytni í þjónustu og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þetta eru lausnir sem ekki bara létta á kerfinu, heldur auka lífsgæði þeirra sem nýta sér það. Þegar ég horfi til framtíðar vil ég sjá heilbrigðiskerfi sem vinnur með fólki, ekki á móti því. Viðreisn sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir – leiðir sem byggja á betri meðferð fjármuna, nútímavæðingu og mannúðlegri nálgun. Við eigum ekki að sætta okkur við gamaldags kerfi sem þjónar ekki lengur þörfum samfélagsins. Þess vegna ætla ég að kjósa Viðreisn! Fyrir heilbrigðiskerfi sem virkar fyrir okkur öll! Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er markþjálfi og einstaklingur með ADHD.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun