„Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar 26. nóvember 2024 08:52 Ég hef lengi haft þessi skrif í kollinum því það er erfitt að sannfæra og rökstyðja við nokkurn mann orðið það sem mælir gegn neyslu kjötafurða, jafnvel þó kvalræði dýranna blasi við í öllum kjötkælum verslana þar sem þau liggja sundurbútuð í plastumbúðum skreyttum af flinkum hönnuðum svo þau rati í maga landsmanna. Mér finnst gaman og sérstaklega áhugavert að sækja í klassískar röksemdir gegn dýraáti, sem oft eru aldagamlar en í góðu gildi. Þegar ég rak augun í merk skrif Óskars Valtýssonar hér í skoðun á visir.isHamborgarhryggur minnst viðeigandi jólamatur ákvað ég að láta slag standa og birta margra mánaða gamla hugleiðingu mína. Við Óskar þekkjumst í áratug í gegnum dýraverndina og er hann með skörpustu, beittustu og rökföstustu pennum á þeim vettvangi. ,, Sjá , ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Þannig hljóðar merkileg setning í fyrstu Mósebók, sem lýsir sköpun heimsins. Þarna er verið að vísa til þess að Guð hafi skapað jurtir o.fl. sem vex úr jörðinni fyrir manninn til að nærast á. - Undarlegt nokk en hinn kristni heimur hefur ekki haft burði til að skilja þessa sáraeinföldu yfirlýsingu og dýradráp til manneldis hefur aldrei verið meira. Hvergi nokkursstaðar í hinum heilaga riti er sagt að Guð hafi skapað dýrin til að eta þau. Margir í hinu heilaga riti og síðar allt til dagsins í dag klikkuðu á þessum fyrirmæli þ.á.m. sjálfur bróðir minn og mesti áhrifavaldur mankynssögunnar, Jesú bróðir besti. Hann var ekki fullkominn greyið frekar en ég en þræl göldróttur þegar hann breytti vatni yfir í vín. Ég öfunda hann svolítið af þeim hæfileika. Það er alvöru áhrifavaldur að breyta vatni í vín og fá heila ríkisstjórn (lærisveinana) til drykkju með sér. Það hefur engin nútíma áhrifamaður með trilljón fylgjendur á samfélagsmiðlum leikið eftir honum. Máske taka þeir nú upp hanskann fyrir dýrin fyrir þessi jól. Hvet alla landsmenn til að kveðja kjötátið um næststærstu hátíð kristinna manna og eta með góðri samvisku. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Jól Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft þessi skrif í kollinum því það er erfitt að sannfæra og rökstyðja við nokkurn mann orðið það sem mælir gegn neyslu kjötafurða, jafnvel þó kvalræði dýranna blasi við í öllum kjötkælum verslana þar sem þau liggja sundurbútuð í plastumbúðum skreyttum af flinkum hönnuðum svo þau rati í maga landsmanna. Mér finnst gaman og sérstaklega áhugavert að sækja í klassískar röksemdir gegn dýraáti, sem oft eru aldagamlar en í góðu gildi. Þegar ég rak augun í merk skrif Óskars Valtýssonar hér í skoðun á visir.isHamborgarhryggur minnst viðeigandi jólamatur ákvað ég að láta slag standa og birta margra mánaða gamla hugleiðingu mína. Við Óskar þekkjumst í áratug í gegnum dýraverndina og er hann með skörpustu, beittustu og rökföstustu pennum á þeim vettvangi. ,, Sjá , ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Þannig hljóðar merkileg setning í fyrstu Mósebók, sem lýsir sköpun heimsins. Þarna er verið að vísa til þess að Guð hafi skapað jurtir o.fl. sem vex úr jörðinni fyrir manninn til að nærast á. - Undarlegt nokk en hinn kristni heimur hefur ekki haft burði til að skilja þessa sáraeinföldu yfirlýsingu og dýradráp til manneldis hefur aldrei verið meira. Hvergi nokkursstaðar í hinum heilaga riti er sagt að Guð hafi skapað dýrin til að eta þau. Margir í hinu heilaga riti og síðar allt til dagsins í dag klikkuðu á þessum fyrirmæli þ.á.m. sjálfur bróðir minn og mesti áhrifavaldur mankynssögunnar, Jesú bróðir besti. Hann var ekki fullkominn greyið frekar en ég en þræl göldróttur þegar hann breytti vatni yfir í vín. Ég öfunda hann svolítið af þeim hæfileika. Það er alvöru áhrifavaldur að breyta vatni í vín og fá heila ríkisstjórn (lærisveinana) til drykkju með sér. Það hefur engin nútíma áhrifamaður með trilljón fylgjendur á samfélagsmiðlum leikið eftir honum. Máske taka þeir nú upp hanskann fyrir dýrin fyrir þessi jól. Hvet alla landsmenn til að kveðja kjötátið um næststærstu hátíð kristinna manna og eta með góðri samvisku. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar