Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar 25. nóvember 2024 13:33 Meðferð svína og annarra eldisdýra er svo grimmileg að ólíklegt er að komandi kynslóðir líti meðferð núlifandi kynslóða með velþóknun. Opnum hugann og hættum neyslu afurða úr því helvíti á jörð sem eldisbúin eru. Þeim sem kynna sér aðstæður dýra í eldisiðnaði kemur á óvart hve mannskepnan getur verið vægðarlaus við þau varnarlaus. Þrátt fyrir stórbrotna vitundarvakningu undanfarinna áratuga varðandi umgengni manna um viðkvæma náttúru, hafa dýrin af einhverri ástæðu verið undanskilin. Margir sem mega ekki til þess hugsa að mannskepnan spilli náttúrunni, láta sig litlu skipta skelfileg örlög eldisdýra. Sumpart má um kenna að meðferð þeirra er ekki á almanna vitorði; er tryggilega falin innan veggja eldisbúanna enda um að ræða sannkallað helvíti á jörð fyrir varnarlaus dýrin. En nú líður að jólum með tilheyrandi veisluhöldum. Fórnarlömb veisluhaldanna eru oftar en ekki eldisdýrin blessuð, svínin þar á meðal, enda kvalaafurðir þeirra taldar við hæfi þegar mannskepnan fagnar hátíð ljóssins. Ekkert er þó fjarri sanni en að neysla afurða dýra sem þola álíka þrautir og kvalræði á sinni stuttu lífsleið, eigi eitthvað skylt við þann boðskap sem tengist jólunum. Aukin menntun og aðgengi að upplýsingum um illa meðferð eldisdýra hefur valdið því að ungt og vel gert fólk hefur verið í fararbroddi baráttu fyrir aukinni velferð dýra. Málflutningur þessa unga fólks einkennist af ríkri siðferðiskennd og samúð með þeim varnarlausu dýrum sem gista kvalakistur eldisbúanna. Tökum þetta unga fólk til fyrirmyndar og breytum neysluvenjum okkar, líka á jólunum. Höfundur er tækniþróunarstjóri. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Meðferð svína og annarra eldisdýra er svo grimmileg að ólíklegt er að komandi kynslóðir líti meðferð núlifandi kynslóða með velþóknun. Opnum hugann og hættum neyslu afurða úr því helvíti á jörð sem eldisbúin eru. Þeim sem kynna sér aðstæður dýra í eldisiðnaði kemur á óvart hve mannskepnan getur verið vægðarlaus við þau varnarlaus. Þrátt fyrir stórbrotna vitundarvakningu undanfarinna áratuga varðandi umgengni manna um viðkvæma náttúru, hafa dýrin af einhverri ástæðu verið undanskilin. Margir sem mega ekki til þess hugsa að mannskepnan spilli náttúrunni, láta sig litlu skipta skelfileg örlög eldisdýra. Sumpart má um kenna að meðferð þeirra er ekki á almanna vitorði; er tryggilega falin innan veggja eldisbúanna enda um að ræða sannkallað helvíti á jörð fyrir varnarlaus dýrin. En nú líður að jólum með tilheyrandi veisluhöldum. Fórnarlömb veisluhaldanna eru oftar en ekki eldisdýrin blessuð, svínin þar á meðal, enda kvalaafurðir þeirra taldar við hæfi þegar mannskepnan fagnar hátíð ljóssins. Ekkert er þó fjarri sanni en að neysla afurða dýra sem þola álíka þrautir og kvalræði á sinni stuttu lífsleið, eigi eitthvað skylt við þann boðskap sem tengist jólunum. Aukin menntun og aðgengi að upplýsingum um illa meðferð eldisdýra hefur valdið því að ungt og vel gert fólk hefur verið í fararbroddi baráttu fyrir aukinni velferð dýra. Málflutningur þessa unga fólks einkennist af ríkri siðferðiskennd og samúð með þeim varnarlausu dýrum sem gista kvalakistur eldisbúanna. Tökum þetta unga fólk til fyrirmyndar og breytum neysluvenjum okkar, líka á jólunum. Höfundur er tækniþróunarstjóri. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar