Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Árið 2021 skrifaði ég grein á vísir.is sem nefndist "Vaxtalaust lán". Þar fjallaði ég um það fjárhagslega álag sem foreldrar á landsbyggðinni standa frammi fyrir þegar börn þeirra þurfa sérfræðilæknisþjónustu fyrir sunnan. Frá þeim tíma hefur þjónustan vissulega þróast til betri vegar, og niðurgreiddar ferðir hafa aukist úr tveim í fjórar árlega. Þetta er ánægjulegt skref fram á við – en því miður ekki nóg. Ójafnrétti milli barna Í dag standa börn utan höfuðborgarsvæðisins frammi fyrir mismunun. Þau fá aðeins fjórar niðurgreiddar ferðir á ári til sérfræðilækna, nema þegar veikindin falla undir strangar skilgreiningar Sjúkratrygginga Íslands, svo sem illkynja sjúkdóma eða alvarlegar geðraskanir. Veikindi eða meðferðir sem krefjast tíðari ferða – til dæmis vegna tannréttinga eða annarra sérfræðimeðferða – falla utan þessa ramma. „Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu á ekki að vera markmið – hann er grundvallarréttur allra barna, óháð því hvar þau búa eða hverjar aðstæður þeirra eru.“ Áhrifin á fjölskyldur Foreldrar á landsbyggðinni missa heilan vinnudag eða meira í hverri ferð suður með börn sín vegna ferðalaga. Til samanburðar taka slíkar ferðir oftast aðeins 1–2 klukkustundir fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða setur óhóflega fjárhagsleg byrði á fjölskyldur utan borgarinnar. Krafa um breytingar Við verðum að tryggja að börn fái jöfn réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Það þarf að breyta reglugerðum þannig að: Allar ferðir vegna sérfræðilækninga barna séu niðurgreiddar, óháð tegund veikinda eða fjölda ferða. Landsbyggðin njóti sama aðgengis að sérfræðingum og höfuðborgarsvæðið, óháð efnahag. Hvað getum við gert? Sem foreldri á landsbyggðinni hef ég séð hvað það getur verið erfitt að tryggja börnum okkar þá þjónustu sem þau þurfa. Það er óásættanlegt að búseta ráði því hvort börn fái jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Raddir okkar verða að heyrast, því enginn ætti að þurfa að velja milli fjárhagslegs öryggis og heilbrigðis barna sinna. Höfundur er móðir fjögurra drengja, búsett á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Árið 2021 skrifaði ég grein á vísir.is sem nefndist "Vaxtalaust lán". Þar fjallaði ég um það fjárhagslega álag sem foreldrar á landsbyggðinni standa frammi fyrir þegar börn þeirra þurfa sérfræðilæknisþjónustu fyrir sunnan. Frá þeim tíma hefur þjónustan vissulega þróast til betri vegar, og niðurgreiddar ferðir hafa aukist úr tveim í fjórar árlega. Þetta er ánægjulegt skref fram á við – en því miður ekki nóg. Ójafnrétti milli barna Í dag standa börn utan höfuðborgarsvæðisins frammi fyrir mismunun. Þau fá aðeins fjórar niðurgreiddar ferðir á ári til sérfræðilækna, nema þegar veikindin falla undir strangar skilgreiningar Sjúkratrygginga Íslands, svo sem illkynja sjúkdóma eða alvarlegar geðraskanir. Veikindi eða meðferðir sem krefjast tíðari ferða – til dæmis vegna tannréttinga eða annarra sérfræðimeðferða – falla utan þessa ramma. „Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu á ekki að vera markmið – hann er grundvallarréttur allra barna, óháð því hvar þau búa eða hverjar aðstæður þeirra eru.“ Áhrifin á fjölskyldur Foreldrar á landsbyggðinni missa heilan vinnudag eða meira í hverri ferð suður með börn sín vegna ferðalaga. Til samanburðar taka slíkar ferðir oftast aðeins 1–2 klukkustundir fyrir foreldra á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staða setur óhóflega fjárhagsleg byrði á fjölskyldur utan borgarinnar. Krafa um breytingar Við verðum að tryggja að börn fái jöfn réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Það þarf að breyta reglugerðum þannig að: Allar ferðir vegna sérfræðilækninga barna séu niðurgreiddar, óháð tegund veikinda eða fjölda ferða. Landsbyggðin njóti sama aðgengis að sérfræðingum og höfuðborgarsvæðið, óháð efnahag. Hvað getum við gert? Sem foreldri á landsbyggðinni hef ég séð hvað það getur verið erfitt að tryggja börnum okkar þá þjónustu sem þau þurfa. Það er óásættanlegt að búseta ráði því hvort börn fái jafnt aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Raddir okkar verða að heyrast, því enginn ætti að þurfa að velja milli fjárhagslegs öryggis og heilbrigðis barna sinna. Höfundur er móðir fjögurra drengja, búsett á Ísafirði.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun