Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 25. nóvember 2024 07:17 Nú styttist í aðventuna, undirbúningstíma jólanna. Ég er líkast til ekki að koma neinum stórkostlega á óvart þegar ég segi að ég hlakka mikið til jólanna. Ég er jólabarn. Hefðirnar, maturinn, samveran. Jólin fyrir mér, er þegar ég geng inn í kirkjuna um fimm leitið á aðfangadag að undirbúa mig fyrir aftansönginn. Jólin fyrir mér eru biðin eftir síðust nótunni í forspili orgelleikarans svo að ég geti óskað söfnuðinum gleðilegra jóla. Þá eru jólin komin. Ég lærði nýverið að ár eftir ár, er vinsælasti dagskrárliður útvarpsins þögnin. Ekki hvaða þögn sem er, heldur okkar þögn. Þögnin á undan kirkjuklukkunum sem hringja inn jólin vítt og breitt um landið, og um allan heim kl. 18:00 á aðfangadagskvöld. Á tímum þar sem okkur er sífellt stíað í sundur, við flokkuð í hópa eftir pólitískum skoðunum, áhugamálum, aldri, kyni, kynhneigð eða búsetu þykir mér fallegt að hugsa til þess að einu sinni á ári leggja hundruð þúsunda Íslendinga, nýir og gamlir, hér heima og erlendis, jólastressið til hliðar í eitt andartak, hækka í þögninni og bíða eftir jólunum. Gleðileg jól. Klukkan er sex á aðfangadagskvöld, ég lít yfir söfnuðinn minn. Fólk er í sína fínasta pússi, jólastressið er runnið af fólkinu, forspilinu er lokið. Gleðileg jól. Hvernig eru þín jól? Ég held jól til þess að fagna komu frelsarans í heiminn. Vissulega er ólíklegt að Jesús hafi fæðst á þessum árstíma, en í óvissunni hefur hinn kristni heimur sameinast um að fagna fæðingunni þegar sólin fer að hækka á lofti. Margar ástæður eru fyrir því að þessi tími var valinn en hann er einmitt svo viðeigandi því Jesúbarnið færir heiminum ljós og birtu og sýnir okkur hve mikið Guð elskar manneskjuna. Hvers vegna heldur þú jól? Við höldum ekki öll jól vegna þess að við erum kristin, þó meirihluti þjóðarinnar geri það af þeirri ástæðu. Sum okkar halda jól til þess að fagna birtunni og enn önnur taka þátt í hefðinni vegna þess að hún er falleg og góð. Það er mikilvægt að við virðum þessar ólíku ástæður fyrir jólahaldi, en á sama tíma megum við ekki verða feimin við kristna arfleifð þjóðarinnar. Í kristnitökunni var það meðvituð ákvörðun að leyfa blót á laun. Þannig er umburðarlyndi fyrir öðrum trúarbrögðum, og jafnvel trúfrelsi, rist í sjálfar rætur kristninnar hér á landi. Engu að síður erum við, og höfum verið alla tíð síðan, kristin þjóð. Lang stærsti hluti þeirra sem hér búa tilheyra kristnum söfnuðum og sækja gildi sín til kristninnar. Fyrir nokkrum árum fór fram mikil umræða hér á landi um heimsóknir skólabarna í kirkju fyrir jólin. Kjarni þeirrar umræðu var sá að þar sem ekki öll börnin eru kristin þá væri óboðlegt að fara í kirkju og skilja hluta barnanna eftir í skólanum á meðan meirihlutinn fór með. Þá komu einnig fram áhyggjur af því að prestar safnaða Þjóðkirkjunnar boðuðu börnum trú á skólatíma. Niðurstaða þessara umræðna, sem ég tel að hafi verið góðar og heilbrigðar í samfélagi sem var að breytast, varð sú að Reykjavíkurborg og nokkur bæjar- og sveitafélög komu sér saman um samskiptareglur á milli leik- og grunnskóla og trúfélaga. Hvergi í þeim reglum er skólum bannað að heimsækja kirkjur, og allra síst á hátíðum, svo lengi sem þar fer fram fræðsla en ekki boðun og að heimsóknir séu unnar í samstarfi við skólastjórnendur. Þá hefur Félags- og barnamálaráðuneytið útbúið samskiptareglur skóla og trúfélaga. Þær má finna á vef ráðuneytisins. Þessar reglur eru harla góðar og því hafa söfnuðir Þjóðkirkjunnar sem taka á móti skólabörnum á aðventunni lagt sig fram um að vera í góðu samstarfi við skólastjórnendur sem yfirleitt ráða dagskránni. Mig langar því að hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að koma í kirkjuna í hverfinu/bænum/sveitinni ykkar á aðventunni þar sem það er í boði. Þá vil ég ekki síður hvetja skólastjórnendur til þess að vera opna fyrir því að heimsækja önnur trúfélög á þeirra hátíðum þar sem það er í boði. Börnin okkar hljóta að verða ríkari af því að kynnast ólíkum trúarbrögðum því þegar upp er staðið eru það foreldrarnir eða nánustu aðstandendur sem eru mikilvægustu áhrifavaldarnir í lífi barna. Ekki trúarleiðtogi í söfnuði. Ég held að skólar ættu einnig að skoða að bjóða sem allra flestum börnum að koma með í slíkar heimsóknir, ekki aðeins þeim er tilheyra viðkomandi trúarbrögðum. Í því felst möguleiki á að auka þekkingu og um leið umburðarlyndi fyrir ólíkum trúarbrögðum og uppruna fólks. Nú á aðventunni bjóða fjölmargir söfnuðir Þjóðkirkjunnar upp á aðventustundir fyrir skólabörn í samráði við skólastjórnendur og gjarnan er hlutverk prestsins, djáknans eða æskulýðsfulltrúans aðeins að stýra samkomunni og segja fallega jólasögu. Þá er oftar en ekki organisti með sem heldur utan um tónlistina. Í þeim söfnuðum þar sem ekki eru haldnar sérstakar stundir fyrir skólabörn er oft boðið upp á aðventustund fjölskyldunnar í kirkjunni og er hún þá alveg óháð skólunum. Á þessum undirbúningstíma jólanna er einstakt að geta komið inn í kirkju, sungið jólalög, heyrt jólasögur, kveikt á kertum og fundið fyrir helgi og frið í hjarta auk þess sem stundum er boðið upp á góðgæti. Mögulega koma börnin heim úr þessum heimsóknum með virðingu fyrir helgi þeirra sjálfra og annarra. Um leið og ég óska þér kyrrðar og friðar á þessari aðventu vil ég hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að þiggja boð safnaðanna um að koma í heimsókn í kirkjuna sína um jólin. Höfundur er biskup Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Þjóðkirkjan Trúmál Jól Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í aðventuna, undirbúningstíma jólanna. Ég er líkast til ekki að koma neinum stórkostlega á óvart þegar ég segi að ég hlakka mikið til jólanna. Ég er jólabarn. Hefðirnar, maturinn, samveran. Jólin fyrir mér, er þegar ég geng inn í kirkjuna um fimm leitið á aðfangadag að undirbúa mig fyrir aftansönginn. Jólin fyrir mér eru biðin eftir síðust nótunni í forspili orgelleikarans svo að ég geti óskað söfnuðinum gleðilegra jóla. Þá eru jólin komin. Ég lærði nýverið að ár eftir ár, er vinsælasti dagskrárliður útvarpsins þögnin. Ekki hvaða þögn sem er, heldur okkar þögn. Þögnin á undan kirkjuklukkunum sem hringja inn jólin vítt og breitt um landið, og um allan heim kl. 18:00 á aðfangadagskvöld. Á tímum þar sem okkur er sífellt stíað í sundur, við flokkuð í hópa eftir pólitískum skoðunum, áhugamálum, aldri, kyni, kynhneigð eða búsetu þykir mér fallegt að hugsa til þess að einu sinni á ári leggja hundruð þúsunda Íslendinga, nýir og gamlir, hér heima og erlendis, jólastressið til hliðar í eitt andartak, hækka í þögninni og bíða eftir jólunum. Gleðileg jól. Klukkan er sex á aðfangadagskvöld, ég lít yfir söfnuðinn minn. Fólk er í sína fínasta pússi, jólastressið er runnið af fólkinu, forspilinu er lokið. Gleðileg jól. Hvernig eru þín jól? Ég held jól til þess að fagna komu frelsarans í heiminn. Vissulega er ólíklegt að Jesús hafi fæðst á þessum árstíma, en í óvissunni hefur hinn kristni heimur sameinast um að fagna fæðingunni þegar sólin fer að hækka á lofti. Margar ástæður eru fyrir því að þessi tími var valinn en hann er einmitt svo viðeigandi því Jesúbarnið færir heiminum ljós og birtu og sýnir okkur hve mikið Guð elskar manneskjuna. Hvers vegna heldur þú jól? Við höldum ekki öll jól vegna þess að við erum kristin, þó meirihluti þjóðarinnar geri það af þeirri ástæðu. Sum okkar halda jól til þess að fagna birtunni og enn önnur taka þátt í hefðinni vegna þess að hún er falleg og góð. Það er mikilvægt að við virðum þessar ólíku ástæður fyrir jólahaldi, en á sama tíma megum við ekki verða feimin við kristna arfleifð þjóðarinnar. Í kristnitökunni var það meðvituð ákvörðun að leyfa blót á laun. Þannig er umburðarlyndi fyrir öðrum trúarbrögðum, og jafnvel trúfrelsi, rist í sjálfar rætur kristninnar hér á landi. Engu að síður erum við, og höfum verið alla tíð síðan, kristin þjóð. Lang stærsti hluti þeirra sem hér búa tilheyra kristnum söfnuðum og sækja gildi sín til kristninnar. Fyrir nokkrum árum fór fram mikil umræða hér á landi um heimsóknir skólabarna í kirkju fyrir jólin. Kjarni þeirrar umræðu var sá að þar sem ekki öll börnin eru kristin þá væri óboðlegt að fara í kirkju og skilja hluta barnanna eftir í skólanum á meðan meirihlutinn fór með. Þá komu einnig fram áhyggjur af því að prestar safnaða Þjóðkirkjunnar boðuðu börnum trú á skólatíma. Niðurstaða þessara umræðna, sem ég tel að hafi verið góðar og heilbrigðar í samfélagi sem var að breytast, varð sú að Reykjavíkurborg og nokkur bæjar- og sveitafélög komu sér saman um samskiptareglur á milli leik- og grunnskóla og trúfélaga. Hvergi í þeim reglum er skólum bannað að heimsækja kirkjur, og allra síst á hátíðum, svo lengi sem þar fer fram fræðsla en ekki boðun og að heimsóknir séu unnar í samstarfi við skólastjórnendur. Þá hefur Félags- og barnamálaráðuneytið útbúið samskiptareglur skóla og trúfélaga. Þær má finna á vef ráðuneytisins. Þessar reglur eru harla góðar og því hafa söfnuðir Þjóðkirkjunnar sem taka á móti skólabörnum á aðventunni lagt sig fram um að vera í góðu samstarfi við skólastjórnendur sem yfirleitt ráða dagskránni. Mig langar því að hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að koma í kirkjuna í hverfinu/bænum/sveitinni ykkar á aðventunni þar sem það er í boði. Þá vil ég ekki síður hvetja skólastjórnendur til þess að vera opna fyrir því að heimsækja önnur trúfélög á þeirra hátíðum þar sem það er í boði. Börnin okkar hljóta að verða ríkari af því að kynnast ólíkum trúarbrögðum því þegar upp er staðið eru það foreldrarnir eða nánustu aðstandendur sem eru mikilvægustu áhrifavaldarnir í lífi barna. Ekki trúarleiðtogi í söfnuði. Ég held að skólar ættu einnig að skoða að bjóða sem allra flestum börnum að koma með í slíkar heimsóknir, ekki aðeins þeim er tilheyra viðkomandi trúarbrögðum. Í því felst möguleiki á að auka þekkingu og um leið umburðarlyndi fyrir ólíkum trúarbrögðum og uppruna fólks. Nú á aðventunni bjóða fjölmargir söfnuðir Þjóðkirkjunnar upp á aðventustundir fyrir skólabörn í samráði við skólastjórnendur og gjarnan er hlutverk prestsins, djáknans eða æskulýðsfulltrúans aðeins að stýra samkomunni og segja fallega jólasögu. Þá er oftar en ekki organisti með sem heldur utan um tónlistina. Í þeim söfnuðum þar sem ekki eru haldnar sérstakar stundir fyrir skólabörn er oft boðið upp á aðventustund fjölskyldunnar í kirkjunni og er hún þá alveg óháð skólunum. Á þessum undirbúningstíma jólanna er einstakt að geta komið inn í kirkju, sungið jólalög, heyrt jólasögur, kveikt á kertum og fundið fyrir helgi og frið í hjarta auk þess sem stundum er boðið upp á góðgæti. Mögulega koma börnin heim úr þessum heimsóknum með virðingu fyrir helgi þeirra sjálfra og annarra. Um leið og ég óska þér kyrrðar og friðar á þessari aðventu vil ég hvetja skólastjórnendur og foreldra til þess að þiggja boð safnaðanna um að koma í heimsókn í kirkjuna sína um jólin. Höfundur er biskup Íslands
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar