Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 06:02 Síðustu daga hefur verið býsna kalt á Íslandi. Fólk vaknaði og þurfti að skafa af bílnum og hafði væntanlega miðstöðina á fullu á leiðinni í vinnu eða skóla í baráttunni við kuldann. Þetta er auðvitað ekkert nýtt og það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að næsta ríkisstjórn nái fullri stjórn á veðrinu. Við í Viðreisn ætlum okkur hins vegar að ná stjórn á fjölmörgu öðru og þannig tryggja að ungt fólk sjái hag sinn í að búa á Íslandi. Á síðasta ári fluttu nefnilega 3.025 íslenskir ríkisborgarar, 18 til 35 ára gamlir, frá landi. Ég efast um að það hafi verið eingöngu vegna veðurs. Það er allt svo dýrt hérna Langvarandi verðbólga og hátt vaxtastig eru ein helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk flytur frá landi. Ef þú getur ekki keypt þér eða leigt íbúð í heimalandinu leitarðu eðlilega á önnur mið. Fæstir vilja búa í foreldrahúsum fram á fimmtugsaldur, og margir eiga einfaldlega ekki kost á að búa hjá foreldrum sínum. Við í Viðreisn leggjum höfuðáherslu á að lækka vexti og minnka verðbólgu. Hér þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Það gengur ekki lengur að reka ríkissjóð á yfirdrætti og greiða milljarða á milljarða ofan í vexti af skuldum ríkisins. Gert er ráð fyrir nærri 60 milljarða króna halla á fjárlögum næsta árs. Þetta eru 60 milljarðar króna sem ríkið ætlar að eyða en á ekki. Í verðbólguumræðunni síðustu ár hefur reglulega verið hvatt til færri ferða til Tenerife. Ímyndið ykkur hvað þið gætuð farið oft til Tene fyrir 60 milljarða. Við í Viðreisn ætlum ekki bara að rétta af ríkisreksturinn til að ná böndum á vexti og verðbólgu. Við munum einnig losa ríkisjarðir fyrir húsnæðisuppbyggingu, en þannig má byggja um 3.000 nýjar íbúðir. En við þurfum líka að breyta mörgu öðru. Ég ætla samt ekki að láta freistast til að fara í smáatriðum yfir það sem við viljum breyta og bæta varðandi geðheilbrigðismál, biðlista barna, aðgengi að menntun, Menntasjóð námsmanna, fæðingarorlof og margt fleira. Annars næðir þú ekki að klára að lesa greinina fyrr en eftir kosningar. Lífvænlegt Ísland Sjálfri langar mig ekki að flytja úr landi, jafnvel þótt mér hafi verið ískalt í morgun. Ég vil þvert á móti leggja mitt af mörkum til þess að gera fólki kleift að búa áfram á Íslandi. Einmitt það viljum við í Viðreisn gera. Við munum standa vörð um hagsmuni ungs fólks (á öllum aldri) svo fólk geti unnið hér og stundað nám, keypt sér eða leigt húsnæði á eðlilegu verði, eignast börn og sótt þá þjónustu sem það þarf. Setjum X við C í kjörkassanum 30. nóvember, já eða fyrr ef þið viljið kjósa utan kjörfundar. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið býsna kalt á Íslandi. Fólk vaknaði og þurfti að skafa af bílnum og hafði væntanlega miðstöðina á fullu á leiðinni í vinnu eða skóla í baráttunni við kuldann. Þetta er auðvitað ekkert nýtt og það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að næsta ríkisstjórn nái fullri stjórn á veðrinu. Við í Viðreisn ætlum okkur hins vegar að ná stjórn á fjölmörgu öðru og þannig tryggja að ungt fólk sjái hag sinn í að búa á Íslandi. Á síðasta ári fluttu nefnilega 3.025 íslenskir ríkisborgarar, 18 til 35 ára gamlir, frá landi. Ég efast um að það hafi verið eingöngu vegna veðurs. Það er allt svo dýrt hérna Langvarandi verðbólga og hátt vaxtastig eru ein helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk flytur frá landi. Ef þú getur ekki keypt þér eða leigt íbúð í heimalandinu leitarðu eðlilega á önnur mið. Fæstir vilja búa í foreldrahúsum fram á fimmtugsaldur, og margir eiga einfaldlega ekki kost á að búa hjá foreldrum sínum. Við í Viðreisn leggjum höfuðáherslu á að lækka vexti og minnka verðbólgu. Hér þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Það gengur ekki lengur að reka ríkissjóð á yfirdrætti og greiða milljarða á milljarða ofan í vexti af skuldum ríkisins. Gert er ráð fyrir nærri 60 milljarða króna halla á fjárlögum næsta árs. Þetta eru 60 milljarðar króna sem ríkið ætlar að eyða en á ekki. Í verðbólguumræðunni síðustu ár hefur reglulega verið hvatt til færri ferða til Tenerife. Ímyndið ykkur hvað þið gætuð farið oft til Tene fyrir 60 milljarða. Við í Viðreisn ætlum ekki bara að rétta af ríkisreksturinn til að ná böndum á vexti og verðbólgu. Við munum einnig losa ríkisjarðir fyrir húsnæðisuppbyggingu, en þannig má byggja um 3.000 nýjar íbúðir. En við þurfum líka að breyta mörgu öðru. Ég ætla samt ekki að láta freistast til að fara í smáatriðum yfir það sem við viljum breyta og bæta varðandi geðheilbrigðismál, biðlista barna, aðgengi að menntun, Menntasjóð námsmanna, fæðingarorlof og margt fleira. Annars næðir þú ekki að klára að lesa greinina fyrr en eftir kosningar. Lífvænlegt Ísland Sjálfri langar mig ekki að flytja úr landi, jafnvel þótt mér hafi verið ískalt í morgun. Ég vil þvert á móti leggja mitt af mörkum til þess að gera fólki kleift að búa áfram á Íslandi. Einmitt það viljum við í Viðreisn gera. Við munum standa vörð um hagsmuni ungs fólks (á öllum aldri) svo fólk geti unnið hér og stundað nám, keypt sér eða leigt húsnæði á eðlilegu verði, eignast börn og sótt þá þjónustu sem það þarf. Setjum X við C í kjörkassanum 30. nóvember, já eða fyrr ef þið viljið kjósa utan kjörfundar. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun