Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:47 Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu. Það að ráðherra haldi að það teljist til jákvæðrar nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að taka blóðprufur útí bláinn og að fólk geti fengið tilefnislausa segulómun af öllum líkamanum lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun. Það stingur í auga að ráðherra finnist enginn vafi leika á þessari fullyrðingu sinni að umrædd fyrirtæki létti á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess. Ástæða gagnrýnarinnar er meðal annars álagsaukning í heilbrigðiskerfinu, þvert á orð ráðherrans. Grein ráðherra lýsir skammsýni og vanþekkingu. Ráðherra heldur því fram að læknar séu á móti slíkum rannsóknum til að halda einokunarstöðu á markaði. Niðurstöður þessara rannsókna enda þó einmitt á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar? Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum, finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum, óþarfra inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af. Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”. Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða og má efla. Embætti Landlæknis styður við nýsköpun og má þar nefna „Hackathon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki og til að mynda Landspítali og Háskóli Íslands hafa komið saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu. Fyrirtæki eins og Greenfit og Intuens taka hins vegar ekki þátt í því að leysa vandamál en búa þau til í staðinn. Að nota orðið einokun eins og um samkeppnismarkað sé um að ræða er fjarstæðukennt. Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég myndi gjarnan vilja að þeir þyrftu ekki á þjónustu minni að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín. Það fæst með því að efla heilsugæsluna, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu. Höfundur er spítalalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu. Það að ráðherra haldi að það teljist til jákvæðrar nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að taka blóðprufur útí bláinn og að fólk geti fengið tilefnislausa segulómun af öllum líkamanum lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun. Það stingur í auga að ráðherra finnist enginn vafi leika á þessari fullyrðingu sinni að umrædd fyrirtæki létti á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess. Ástæða gagnrýnarinnar er meðal annars álagsaukning í heilbrigðiskerfinu, þvert á orð ráðherrans. Grein ráðherra lýsir skammsýni og vanþekkingu. Ráðherra heldur því fram að læknar séu á móti slíkum rannsóknum til að halda einokunarstöðu á markaði. Niðurstöður þessara rannsókna enda þó einmitt á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar? Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum, finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum, óþarfra inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af. Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”. Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða og má efla. Embætti Landlæknis styður við nýsköpun og má þar nefna „Hackathon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki og til að mynda Landspítali og Háskóli Íslands hafa komið saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu. Fyrirtæki eins og Greenfit og Intuens taka hins vegar ekki þátt í því að leysa vandamál en búa þau til í staðinn. Að nota orðið einokun eins og um samkeppnismarkað sé um að ræða er fjarstæðukennt. Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég myndi gjarnan vilja að þeir þyrftu ekki á þjónustu minni að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín. Það fæst með því að efla heilsugæsluna, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu. Höfundur er spítalalæknir.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun