Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 21. nóvember 2024 12:15 Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og verja réttindi og kjör einyrkja og sjálfstætt starfandi. Staða þess hóps getur verið mjög misjöfn en í mjög mörgum tilfellum er gengið á réttindi þeirra. Einyrkjar og sjálfstætt starfandi sem starfa mikið fyrir stór fyrirtæki eða stofnanir geta oft illa varist sterkri samningsstöðu stóru aðilanna, geta ekki verðlagt sig eftir eigin verðleikum og hafa oftar en ekki litla stjórn á sínum vinnutíma og aðstæðum. Stjórnmálamenn þurfa því að huga sérstaklega að kjörum og aðstæðum þeirra og við í Samfylkingunni höfnum hvers kyns hugmyndum um að einyrkjar og sjálfstætt starfandi séu skattlagðir umfram aðra hópa. Kvikmyndageirinn skiptir landið miklu máli enda mikil verðmætasköpun sem þar fer fram. Við höfum upp á fjölmargt að bjóða sem gerir okkur eftirsótt. Þá er það ekki bara okkar fallega land heldur eru það sérfræðingarnir, kvikmyndagerðarfólkið, sem hafa framúrskarandi hæfileika sem er langstærsti þátturinn sem erlend stórfyrirtæki sækja í. Okkur ber að tryggja þessu frábæra fólki viðunandi starfsaðstæður og starfskjör. Gigg- eða deilihagkerfið hefur sína kosti og galla. Það getur verið eftirsóknarvert að taka upp nýjar aðferðir við atvinnusköpun en sporin hræða. Það er mjög brýnt að tryggja hagsmuni fólksins þegar nýjungar eru teknar upp. Hver tryggir fólki veikindaréttinn þegar þú ert verkefnaráðinn? Hver er uppsagnarfresturinn þinn? Færðu fæðingarorlof og hvernig er með sumarorlofið þitt? Því miður er neikvæða hlið deilihagkerfisins sú að þessir grundvallarþættir eru oft hunsaðir og hreinlega tapast. Það viljum við ekki. Við sem norrænt velferðarsamfélag eigum að styðja hvert annað þegar á reynir. Hvað þarf að gera til að verja stöðu einyrkja og sjálfstætt starfandi? Það þarf að tryggja að ákvæði kjarasamninga verkalýðsfélaga séu virt í einu og öllu og að tekið sé tillit til þeirra réttinda sem kjarasamningar kveða á um. Við þurfum að tryggja að sterkir aðilar geti ekki haft hamlandi áhrif á samkeppni á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður að tryggja að samkeppnislög séu virt en ekki á kostnað launafólks, einyrkja eða sjálfstætt starfandi. Styrkja þarf verulega Samkeppniseftirlitið enda er það megin forsenda þess að mögulegt sé að bregðast við grunsemdum um brot á samkeppnislögum að eftirlitið hafi fjármagn og mannafla til að beita sér í þeim málum. Raunin er hins vegar sú að Samkeppniseftirlitið hefur verið fjársvelt á undanförnum árum. Tryggja þarf að einyrkjar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geti leitað til aðila sem geta veitt stuðning þegar grunur er um að á þeim sé brotið. Félagsleg undirboð verður að stöðva hvar sem þau er að finna. Stöndum vörð um réttindi fólksins! Höfundur er formaður RSÍ, fyrrv. forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og verja réttindi og kjör einyrkja og sjálfstætt starfandi. Staða þess hóps getur verið mjög misjöfn en í mjög mörgum tilfellum er gengið á réttindi þeirra. Einyrkjar og sjálfstætt starfandi sem starfa mikið fyrir stór fyrirtæki eða stofnanir geta oft illa varist sterkri samningsstöðu stóru aðilanna, geta ekki verðlagt sig eftir eigin verðleikum og hafa oftar en ekki litla stjórn á sínum vinnutíma og aðstæðum. Stjórnmálamenn þurfa því að huga sérstaklega að kjörum og aðstæðum þeirra og við í Samfylkingunni höfnum hvers kyns hugmyndum um að einyrkjar og sjálfstætt starfandi séu skattlagðir umfram aðra hópa. Kvikmyndageirinn skiptir landið miklu máli enda mikil verðmætasköpun sem þar fer fram. Við höfum upp á fjölmargt að bjóða sem gerir okkur eftirsótt. Þá er það ekki bara okkar fallega land heldur eru það sérfræðingarnir, kvikmyndagerðarfólkið, sem hafa framúrskarandi hæfileika sem er langstærsti þátturinn sem erlend stórfyrirtæki sækja í. Okkur ber að tryggja þessu frábæra fólki viðunandi starfsaðstæður og starfskjör. Gigg- eða deilihagkerfið hefur sína kosti og galla. Það getur verið eftirsóknarvert að taka upp nýjar aðferðir við atvinnusköpun en sporin hræða. Það er mjög brýnt að tryggja hagsmuni fólksins þegar nýjungar eru teknar upp. Hver tryggir fólki veikindaréttinn þegar þú ert verkefnaráðinn? Hver er uppsagnarfresturinn þinn? Færðu fæðingarorlof og hvernig er með sumarorlofið þitt? Því miður er neikvæða hlið deilihagkerfisins sú að þessir grundvallarþættir eru oft hunsaðir og hreinlega tapast. Það viljum við ekki. Við sem norrænt velferðarsamfélag eigum að styðja hvert annað þegar á reynir. Hvað þarf að gera til að verja stöðu einyrkja og sjálfstætt starfandi? Það þarf að tryggja að ákvæði kjarasamninga verkalýðsfélaga séu virt í einu og öllu og að tekið sé tillit til þeirra réttinda sem kjarasamningar kveða á um. Við þurfum að tryggja að sterkir aðilar geti ekki haft hamlandi áhrif á samkeppni á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður að tryggja að samkeppnislög séu virt en ekki á kostnað launafólks, einyrkja eða sjálfstætt starfandi. Styrkja þarf verulega Samkeppniseftirlitið enda er það megin forsenda þess að mögulegt sé að bregðast við grunsemdum um brot á samkeppnislögum að eftirlitið hafi fjármagn og mannafla til að beita sér í þeim málum. Raunin er hins vegar sú að Samkeppniseftirlitið hefur verið fjársvelt á undanförnum árum. Tryggja þarf að einyrkjar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geti leitað til aðila sem geta veitt stuðning þegar grunur er um að á þeim sé brotið. Félagsleg undirboð verður að stöðva hvar sem þau er að finna. Stöndum vörð um réttindi fólksins! Höfundur er formaður RSÍ, fyrrv. forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun