Lögum grunninn Arna Lára Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:02 Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálum þar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu. Eitt grundvallarmál sem blasir við í dreifðum byggðum landsins, m.a. í Norðvesturkjördæmi er viðvarandi skortur á læknum og öðru fagfólki í heilbrigðisvísindum. Bregðumst strax við Við þessu vandamáli er hægt að bregðast strax með því að skapa hvata til fastráðninga við heilbrigðisstofnanir á svæðum þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki er viðvarandi. Þetta má gera með skattaívilnunum, en heimild er nú þegar fyrir því í lögum, og með niðurfellingu námslána. Fjölga þar læknanemum úr 60 í 90 Vissir þú lesandi góður að 75% nýnema í læknanámi Háskóla Íslands koma úr þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 5% úr skólum utan stórhöfuðborgarsvæðisins? Við vitum að fólk sem elst upp utan höfuðborgarsvæðisins er líklegra til að flytja út á land að loknu námi. Þess vegna er mikilvægt að hluti nýrra námsplássa við læknanám í HÍ verði tekið frá fyrir fjölbreyttari inntökuleiðum. Til dæmis verði litið til tengsla við svæði þar sem læknaskortur er viðvarandi ef inntökuskilyrði eru uppfyllt. Heimilislæknir fyrir alla landsmenn Samfylkingin leggur áherslu á að við byrjum á því að laga grunn heilbrigðiskerfisins. Lykilatriði er að allir Íslendingar hafi heimilislækni. Í Noregi hafa 95% allra íbúa heimilislækni, hér á landi er hlutfallið 50%. Eigum við að sætta okkur við það? Bætt aðgengi að sérfræðilæknum Aukinn samþjöppun og sérhæfing í heilbrigðiskerfinu hefur skilað margvíslegum góðum árangri, lífslíkur alvarlegra sjúkdóma eru betri en áður og batahorfur almennt mun meiri en þekktist fyrir fáum áratugum. Samhliða þessum framförum hefur skapast ákveðið ójafnræði þar sem aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins er verra í dreifðum byggðum. Þetta þarf að laga. Aukinn kraftur verður settur í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á þessu. Greiðsluþátttöku hins opinbera þarf að uppfæra þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg. Taka þarf tekjutap fjölskyldna með í reikninginnþetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir fjölskyldur langveikra barna. Þá er afar mikilvægt að breyta reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða sem þarf að sækja utan síns heimasvæðis. Að lokum er mikilvægt að tryggja Sjúkratryggingum Íslands bolmagn til að markmið um jafnt aðgengi náist.Í næstu samningum við sérgreinalækna verður að leggja megináhersla á jafnara aðgengi um land allt. Þjónustan er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og hana á að veita óháð búsetu eftir lögmálinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eins og nú er. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálum þar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu. Eitt grundvallarmál sem blasir við í dreifðum byggðum landsins, m.a. í Norðvesturkjördæmi er viðvarandi skortur á læknum og öðru fagfólki í heilbrigðisvísindum. Bregðumst strax við Við þessu vandamáli er hægt að bregðast strax með því að skapa hvata til fastráðninga við heilbrigðisstofnanir á svæðum þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki er viðvarandi. Þetta má gera með skattaívilnunum, en heimild er nú þegar fyrir því í lögum, og með niðurfellingu námslána. Fjölga þar læknanemum úr 60 í 90 Vissir þú lesandi góður að 75% nýnema í læknanámi Háskóla Íslands koma úr þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 5% úr skólum utan stórhöfuðborgarsvæðisins? Við vitum að fólk sem elst upp utan höfuðborgarsvæðisins er líklegra til að flytja út á land að loknu námi. Þess vegna er mikilvægt að hluti nýrra námsplássa við læknanám í HÍ verði tekið frá fyrir fjölbreyttari inntökuleiðum. Til dæmis verði litið til tengsla við svæði þar sem læknaskortur er viðvarandi ef inntökuskilyrði eru uppfyllt. Heimilislæknir fyrir alla landsmenn Samfylkingin leggur áherslu á að við byrjum á því að laga grunn heilbrigðiskerfisins. Lykilatriði er að allir Íslendingar hafi heimilislækni. Í Noregi hafa 95% allra íbúa heimilislækni, hér á landi er hlutfallið 50%. Eigum við að sætta okkur við það? Bætt aðgengi að sérfræðilæknum Aukinn samþjöppun og sérhæfing í heilbrigðiskerfinu hefur skilað margvíslegum góðum árangri, lífslíkur alvarlegra sjúkdóma eru betri en áður og batahorfur almennt mun meiri en þekktist fyrir fáum áratugum. Samhliða þessum framförum hefur skapast ákveðið ójafnræði þar sem aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins er verra í dreifðum byggðum. Þetta þarf að laga. Aukinn kraftur verður settur í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á þessu. Greiðsluþátttöku hins opinbera þarf að uppfæra þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg. Taka þarf tekjutap fjölskyldna með í reikninginnþetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir fjölskyldur langveikra barna. Þá er afar mikilvægt að breyta reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða sem þarf að sækja utan síns heimasvæðis. Að lokum er mikilvægt að tryggja Sjúkratryggingum Íslands bolmagn til að markmið um jafnt aðgengi náist.Í næstu samningum við sérgreinalækna verður að leggja megináhersla á jafnara aðgengi um land allt. Þjónustan er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og hana á að veita óháð búsetu eftir lögmálinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eins og nú er. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun