Lögum grunninn Arna Lára Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:02 Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálum þar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu. Eitt grundvallarmál sem blasir við í dreifðum byggðum landsins, m.a. í Norðvesturkjördæmi er viðvarandi skortur á læknum og öðru fagfólki í heilbrigðisvísindum. Bregðumst strax við Við þessu vandamáli er hægt að bregðast strax með því að skapa hvata til fastráðninga við heilbrigðisstofnanir á svæðum þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki er viðvarandi. Þetta má gera með skattaívilnunum, en heimild er nú þegar fyrir því í lögum, og með niðurfellingu námslána. Fjölga þar læknanemum úr 60 í 90 Vissir þú lesandi góður að 75% nýnema í læknanámi Háskóla Íslands koma úr þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 5% úr skólum utan stórhöfuðborgarsvæðisins? Við vitum að fólk sem elst upp utan höfuðborgarsvæðisins er líklegra til að flytja út á land að loknu námi. Þess vegna er mikilvægt að hluti nýrra námsplássa við læknanám í HÍ verði tekið frá fyrir fjölbreyttari inntökuleiðum. Til dæmis verði litið til tengsla við svæði þar sem læknaskortur er viðvarandi ef inntökuskilyrði eru uppfyllt. Heimilislæknir fyrir alla landsmenn Samfylkingin leggur áherslu á að við byrjum á því að laga grunn heilbrigðiskerfisins. Lykilatriði er að allir Íslendingar hafi heimilislækni. Í Noregi hafa 95% allra íbúa heimilislækni, hér á landi er hlutfallið 50%. Eigum við að sætta okkur við það? Bætt aðgengi að sérfræðilæknum Aukinn samþjöppun og sérhæfing í heilbrigðiskerfinu hefur skilað margvíslegum góðum árangri, lífslíkur alvarlegra sjúkdóma eru betri en áður og batahorfur almennt mun meiri en þekktist fyrir fáum áratugum. Samhliða þessum framförum hefur skapast ákveðið ójafnræði þar sem aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins er verra í dreifðum byggðum. Þetta þarf að laga. Aukinn kraftur verður settur í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á þessu. Greiðsluþátttöku hins opinbera þarf að uppfæra þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg. Taka þarf tekjutap fjölskyldna með í reikninginnþetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir fjölskyldur langveikra barna. Þá er afar mikilvægt að breyta reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða sem þarf að sækja utan síns heimasvæðis. Að lokum er mikilvægt að tryggja Sjúkratryggingum Íslands bolmagn til að markmið um jafnt aðgengi náist.Í næstu samningum við sérgreinalækna verður að leggja megináhersla á jafnara aðgengi um land allt. Þjónustan er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og hana á að veita óháð búsetu eftir lögmálinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eins og nú er. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálum þar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu. Eitt grundvallarmál sem blasir við í dreifðum byggðum landsins, m.a. í Norðvesturkjördæmi er viðvarandi skortur á læknum og öðru fagfólki í heilbrigðisvísindum. Bregðumst strax við Við þessu vandamáli er hægt að bregðast strax með því að skapa hvata til fastráðninga við heilbrigðisstofnanir á svæðum þar sem skortur á heilbrigðisstarfsfólki er viðvarandi. Þetta má gera með skattaívilnunum, en heimild er nú þegar fyrir því í lögum, og með niðurfellingu námslána. Fjölga þar læknanemum úr 60 í 90 Vissir þú lesandi góður að 75% nýnema í læknanámi Háskóla Íslands koma úr þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 5% úr skólum utan stórhöfuðborgarsvæðisins? Við vitum að fólk sem elst upp utan höfuðborgarsvæðisins er líklegra til að flytja út á land að loknu námi. Þess vegna er mikilvægt að hluti nýrra námsplássa við læknanám í HÍ verði tekið frá fyrir fjölbreyttari inntökuleiðum. Til dæmis verði litið til tengsla við svæði þar sem læknaskortur er viðvarandi ef inntökuskilyrði eru uppfyllt. Heimilislæknir fyrir alla landsmenn Samfylkingin leggur áherslu á að við byrjum á því að laga grunn heilbrigðiskerfisins. Lykilatriði er að allir Íslendingar hafi heimilislækni. Í Noregi hafa 95% allra íbúa heimilislækni, hér á landi er hlutfallið 50%. Eigum við að sætta okkur við það? Bætt aðgengi að sérfræðilæknum Aukinn samþjöppun og sérhæfing í heilbrigðiskerfinu hefur skilað margvíslegum góðum árangri, lífslíkur alvarlegra sjúkdóma eru betri en áður og batahorfur almennt mun meiri en þekktist fyrir fáum áratugum. Samhliða þessum framförum hefur skapast ákveðið ójafnræði þar sem aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu innan heilbrigðiskerfisins er verra í dreifðum byggðum. Þetta þarf að laga. Aukinn kraftur verður settur í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á þessu. Greiðsluþátttöku hins opinbera þarf að uppfæra þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg. Taka þarf tekjutap fjölskyldna með í reikninginnþetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir fjölskyldur langveikra barna. Þá er afar mikilvægt að breyta reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða sem þarf að sækja utan síns heimasvæðis. Að lokum er mikilvægt að tryggja Sjúkratryggingum Íslands bolmagn til að markmið um jafnt aðgengi náist.Í næstu samningum við sérgreinalækna verður að leggja megináhersla á jafnara aðgengi um land allt. Þjónustan er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og hana á að veita óháð búsetu eftir lögmálinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eins og nú er. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar