Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. nóvember 2024 21:44 Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík. HR Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að lög um breytingar á búvörulögum hefðu breyst svo mikið í meðförum þingsins að þau hefðu ekki verið réttilega sett með tilliti til áskilnaðar stjórnarskrárinnar um þrjár umræður á þingi. Samkeppniseftirlitið hefur nú ritað kjötafurðarstöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dómsins þar sem þeim er skipað að stöðva þegar í stað allar aðgerðir sem farið geta gegn samkeppnislögum enda undanþáguheimild frá samkeppniseftirliti í títtnefndum búvörulögum úr sögunni. Reyni mögulega á hvort Alþingi hafi verið í góðri trú Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að ef kjötafurðarstöðvarnar neyðast til að víkja frá samningum eða löggerningum sem þau gerðu í kjölfar þess að búvörulögin voru samþykkt gæti það skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Þá sé það skilyrði að kjötafurðarstöðvarnar hafi gert samninga í góðri trú og að skilyrði sakarreglu bótaréttar sé uppfyllt. „Það gæti alveg verið að ef einhver endar á því að hafa orðið fyrir tjóni að þá getur ríkið verið skaðabótaskylt. Það þyrfti að sýna fram á tjón, saknæmi, ólögmæta háttsemi og orsakatengsl. Tjónið og síðan þarf að sýna fram á að þetta hafi verið saknæm háttsemi, og þá mun mögulega reyna á hvort Alþingi hafi verið í góðri trú þegar þau samþykktu lögin. Þau voru kannski ekki alveg klár á því að dómstólar myndu draga línuna þarna.“ Hafsteinn telur það líklegt að kjötafurðarstöðvarnar muni höfða mál til að láta reyna á sína stöðu gagnvart ríkinu í þessu máli. Einstakur dómur sem er fyrstur sinnar tegundar á Íslandi Hafsteinn tekur fram að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sé í raun einstakur. „Það hefur ekki reynt á þetta álitefni áður fyrir íslenskum dómstólum að því sem mér er kunnugt. Það eru til tveir dómar sem fjalla um svona formleg mistök, það er að segja að textinn skolaðist til þegar hann fór á milli deilda og milli umferða í Alþingi og þess vegna var þetta ekki að uppfylla stjórnarskrárákvæðið. Í þessu tilfelli er gerð formleg breytingartillaga en niðurstaðan er sú að hún gengur að efni til of langt,“ Hann tekur fram að það dugi ekki til að sama skjalið sé rætt við þrár umferð heldur þurfa skjölin að vera efnislega sambærileg. „Mat dómarans í þessu tilviki er að það hafi verið gengið of langt. Þetta hafi gjörbreytt frumvarpinu. Þetta er bæði í fyrsta skipti sem svona mál kemur fyrir dómstóla og í fyrsta skipti sem komist er að niðurstöðu að þetta brjóti í bága við stjórnarskránna.“ Hafsteinn segir því ljóst að um nýtt fordæmi í íslenskri réttarskipan sé að ræða. „Ég held að þetta fari beint inn í kennslu í stjórnskipunarrétti og mögulega almennri lögfræði eða aðferðarfræði.“ Málið matskennt og gæti verið snúið við Hafsteinn segir það undir Samkeppniseftirlitinu komið hvort málið fari fyrir æðra dómstig og tekur fram að málið sé matskennt. Það fari eftir því hvort Landsréttur eða Hæstiréttur beiti vægu eða ströngu mati hvort dómurinn verði staðfestur eða ekki. „Þetta mun velta á því hve strangir aðrir dómstólar munu vera við mat á þessu ákvæði. Þetta er þannig mál að þetta gæti farið beint til Hæstaréttar ef það væri sótt um þannig áfrýjunarleyfi, því hér reynir í rauninni bara á lagatúlkun og þetta er fordæmisgefandi.“ „Mér sjálfum finnst sennilegt að þetta muni með einum eða öðrum hætti enda fyrir æðri dómi og það á bara eftir að koma í ljós hvernig þeir meta þetta. Eitthvað segir mér að þessi saga sé ekki öll sögð núna.“ Samkeppnismál Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að lög um breytingar á búvörulögum hefðu breyst svo mikið í meðförum þingsins að þau hefðu ekki verið réttilega sett með tilliti til áskilnaðar stjórnarskrárinnar um þrjár umræður á þingi. Samkeppniseftirlitið hefur nú ritað kjötafurðarstöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dómsins þar sem þeim er skipað að stöðva þegar í stað allar aðgerðir sem farið geta gegn samkeppnislögum enda undanþáguheimild frá samkeppniseftirliti í títtnefndum búvörulögum úr sögunni. Reyni mögulega á hvort Alþingi hafi verið í góðri trú Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að ef kjötafurðarstöðvarnar neyðast til að víkja frá samningum eða löggerningum sem þau gerðu í kjölfar þess að búvörulögin voru samþykkt gæti það skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Þá sé það skilyrði að kjötafurðarstöðvarnar hafi gert samninga í góðri trú og að skilyrði sakarreglu bótaréttar sé uppfyllt. „Það gæti alveg verið að ef einhver endar á því að hafa orðið fyrir tjóni að þá getur ríkið verið skaðabótaskylt. Það þyrfti að sýna fram á tjón, saknæmi, ólögmæta háttsemi og orsakatengsl. Tjónið og síðan þarf að sýna fram á að þetta hafi verið saknæm háttsemi, og þá mun mögulega reyna á hvort Alþingi hafi verið í góðri trú þegar þau samþykktu lögin. Þau voru kannski ekki alveg klár á því að dómstólar myndu draga línuna þarna.“ Hafsteinn telur það líklegt að kjötafurðarstöðvarnar muni höfða mál til að láta reyna á sína stöðu gagnvart ríkinu í þessu máli. Einstakur dómur sem er fyrstur sinnar tegundar á Íslandi Hafsteinn tekur fram að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sé í raun einstakur. „Það hefur ekki reynt á þetta álitefni áður fyrir íslenskum dómstólum að því sem mér er kunnugt. Það eru til tveir dómar sem fjalla um svona formleg mistök, það er að segja að textinn skolaðist til þegar hann fór á milli deilda og milli umferða í Alþingi og þess vegna var þetta ekki að uppfylla stjórnarskrárákvæðið. Í þessu tilfelli er gerð formleg breytingartillaga en niðurstaðan er sú að hún gengur að efni til of langt,“ Hann tekur fram að það dugi ekki til að sama skjalið sé rætt við þrár umferð heldur þurfa skjölin að vera efnislega sambærileg. „Mat dómarans í þessu tilviki er að það hafi verið gengið of langt. Þetta hafi gjörbreytt frumvarpinu. Þetta er bæði í fyrsta skipti sem svona mál kemur fyrir dómstóla og í fyrsta skipti sem komist er að niðurstöðu að þetta brjóti í bága við stjórnarskránna.“ Hafsteinn segir því ljóst að um nýtt fordæmi í íslenskri réttarskipan sé að ræða. „Ég held að þetta fari beint inn í kennslu í stjórnskipunarrétti og mögulega almennri lögfræði eða aðferðarfræði.“ Málið matskennt og gæti verið snúið við Hafsteinn segir það undir Samkeppniseftirlitinu komið hvort málið fari fyrir æðra dómstig og tekur fram að málið sé matskennt. Það fari eftir því hvort Landsréttur eða Hæstiréttur beiti vægu eða ströngu mati hvort dómurinn verði staðfestur eða ekki. „Þetta mun velta á því hve strangir aðrir dómstólar munu vera við mat á þessu ákvæði. Þetta er þannig mál að þetta gæti farið beint til Hæstaréttar ef það væri sótt um þannig áfrýjunarleyfi, því hér reynir í rauninni bara á lagatúlkun og þetta er fordæmisgefandi.“ „Mér sjálfum finnst sennilegt að þetta muni með einum eða öðrum hætti enda fyrir æðri dómi og það á bara eftir að koma í ljós hvernig þeir meta þetta. Eitthvað segir mér að þessi saga sé ekki öll sögð núna.“
Samkeppnismál Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Sjá meira