Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2025 16:38 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst. „Var samninganefnd FÍF því nauðbeygð að velja þessa leið til að tekin verði bindandi ákvörðun um málið svo að tryggja megi áframhaldandi þjónustu flugumferðarstjóra og koma í veg fyrir að orðspor Íslands sem þjónustuaðili fyrir alþjóðlega flugrekendur verði fyrir skaða,“ segir í tilkynningunni. Þar segir ennfremur að FÍF óttist þó að vísun kjaradeilunnar til gerðardóms, og niðurstaða hans, leiði ekki til fullnægjandi leiðréttingar á starfskjörum flugumferðarstjóra. Núverandi aðstæður einkennist af miklu álagi, manneklu, fáliðun og háum starfsaldri innan stéttarinnar, sem hafi neikvæð áhrif á þá mikilvægu þjónustu sem stéttin veitir flugrekendum á hverjum degi. „Niðurstaðan er enn og aftur mikil vonbrigði. Flugumferðarstjórar hafa verið samningslausir frá áramótum sem meðal annarsvinnur gegn hagsmunum Íslands sem Isavia hefur verið falið að uppfylla og þeirra fjölmörgu flugrekenda sem fara um íslenska og alþjóðlega flugstjórnarsvæðið.“ Segir í tilkynningunni ennfremur að viðvarandi fáliðun og mannekla hafi leitt til mikils álags innan stéttarinnar sem hefur haft þau áhrif að Isavia, stærsti vinnustaður flugumferðarstjóra, hafi þurft að óska eftir mikilli yfirvinnu af hálfu flugumferðarstjóra með tilheyrandi kostnaði og óhagræði. Takist Isavia ekki að manna vaktir, verði Ísland af mikilvægum gjaldeyristekjum þar sem beina þurfi flugvélum frá íslenska flugstjórnarsvæðinu. „Enn verri er sú ógn sem steðjar að alþjóðlegum samningum þar sem slíkir samningar greiða laun flugumferðarstjóra að langmestu leyti. Laun flugumferðarstjóra koma því að mestum hluta erlendis frá og eru því ekki greidd af íslenska ríkinu. Í þessu samhengi skal einnig hafa í huga að íslensk flugumferðarstjórn er gjaldeyrisskapandi útflutningsatvinnuvegur sem skilar á milli 8 og 9 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári hverju.“ Flugumferðarstjórar hér á landi sinni mikilvægu hlutverki til að tryggja örugga flugumferð til og frá landinu og séu á sama tíma ábyrgir fyrir einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Nauðsynlegt sé að tekin séu mið af kröfum félagsmanna FÍF til að bæta starfskjör þeirra, stuðla að nauðsynlegri nýliðun innan stéttarinnar og á sama tíma draga úr álagi á starfsfólk til að geta veitt samfellda og faglega þjónustu alla daga ársins. Fréttin hefur verið uppfærð. Verkföll flugumferðarstjóra Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Isavia Stéttarfélög Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Var samninganefnd FÍF því nauðbeygð að velja þessa leið til að tekin verði bindandi ákvörðun um málið svo að tryggja megi áframhaldandi þjónustu flugumferðarstjóra og koma í veg fyrir að orðspor Íslands sem þjónustuaðili fyrir alþjóðlega flugrekendur verði fyrir skaða,“ segir í tilkynningunni. Þar segir ennfremur að FÍF óttist þó að vísun kjaradeilunnar til gerðardóms, og niðurstaða hans, leiði ekki til fullnægjandi leiðréttingar á starfskjörum flugumferðarstjóra. Núverandi aðstæður einkennist af miklu álagi, manneklu, fáliðun og háum starfsaldri innan stéttarinnar, sem hafi neikvæð áhrif á þá mikilvægu þjónustu sem stéttin veitir flugrekendum á hverjum degi. „Niðurstaðan er enn og aftur mikil vonbrigði. Flugumferðarstjórar hafa verið samningslausir frá áramótum sem meðal annarsvinnur gegn hagsmunum Íslands sem Isavia hefur verið falið að uppfylla og þeirra fjölmörgu flugrekenda sem fara um íslenska og alþjóðlega flugstjórnarsvæðið.“ Segir í tilkynningunni ennfremur að viðvarandi fáliðun og mannekla hafi leitt til mikils álags innan stéttarinnar sem hefur haft þau áhrif að Isavia, stærsti vinnustaður flugumferðarstjóra, hafi þurft að óska eftir mikilli yfirvinnu af hálfu flugumferðarstjóra með tilheyrandi kostnaði og óhagræði. Takist Isavia ekki að manna vaktir, verði Ísland af mikilvægum gjaldeyristekjum þar sem beina þurfi flugvélum frá íslenska flugstjórnarsvæðinu. „Enn verri er sú ógn sem steðjar að alþjóðlegum samningum þar sem slíkir samningar greiða laun flugumferðarstjóra að langmestu leyti. Laun flugumferðarstjóra koma því að mestum hluta erlendis frá og eru því ekki greidd af íslenska ríkinu. Í þessu samhengi skal einnig hafa í huga að íslensk flugumferðarstjórn er gjaldeyrisskapandi útflutningsatvinnuvegur sem skilar á milli 8 og 9 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári hverju.“ Flugumferðarstjórar hér á landi sinni mikilvægu hlutverki til að tryggja örugga flugumferð til og frá landinu og séu á sama tíma ábyrgir fyrir einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Nauðsynlegt sé að tekin séu mið af kröfum félagsmanna FÍF til að bæta starfskjör þeirra, stuðla að nauðsynlegri nýliðun innan stéttarinnar og á sama tíma draga úr álagi á starfsfólk til að geta veitt samfellda og faglega þjónustu alla daga ársins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verkföll flugumferðarstjóra Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Isavia Stéttarfélög Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira