Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2025 10:26 Sundabrú séð úr Elliðavogi. Hún yrði lengsta brú Íslands, nærri 1,2 kílómetra löng. Hér er hún sýnd sem hábrú. Efla verkfræðistofa Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúlss Gallup. Um var að ræða netkönnun sem gerð var dagana 22. október til 5. nóvember. Heildarúrtaksstærð var 1779 og þátttökuhlutfall 44,1 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Einn af hverjum tíu er andvígur henni og tveir af hverjum tíu eru hvorki hlynntir né andvígir og tekur einn af hverjum tíu aðspurðra ekki afstöðu. Karlar eru hlynntari lagningu Sundabrautar en konur sem segjast frekar en karlar hvorki hlynntar né andvígar henni. Eldra fólk er almennt hlynntara lagningu brautarinnar en yngra. Íbúar Reykjavíkurkjördæmis norður eru helst andvígir lagningu hennar en íbúar Norðvesturkjördæmis hlynntastir. Munurinn á viðhorfi fólks eftir því hvaða flokk það kysi er ekki ýkja mikill. Í tvær fylkingar um göng eða brú Á leiðinni milli Sæbrautar og Gufuness eru tveir meginkostir til skoðunar, brú eða göng. Landsmenn skiptast í tvær fylkingar þar sem rúmlega helmingur þeirra sem taka afstöðu telur ákjósanlegra að leiðin yrði göng, eða 52 prósent og tæplega helmingur að hún yrði brú, 48 prósent. Nær þrír af hverjum tíu taka ekki afstöðu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari því að þessi hluti leiðarinnar yrði göng á meðan íbúar landsbyggðarinnar eru hlynntari því að hún yrði brú. Fólk með hæstu fjölskyldutekjurnar er hlynntast göngum. Þeir sem eru hlynntir lagningu Sundabrautar eru líklegri til að vilja að þessi hluti hennar verði brú á meðan þeir sem eru andvígir lagningu brautarinnar eru mun líklegri til að vilja að þessi hluti hennar verði göng. Sundabraut Reykjavík Skipulag Skoðanakannanir Vegagerð Mosfellsbær Tengdar fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37 Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar. 13. október 2025 14:29 Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka. 22. október 2025 22:11 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Þjóðarpúlss Gallup. Um var að ræða netkönnun sem gerð var dagana 22. október til 5. nóvember. Heildarúrtaksstærð var 1779 og þátttökuhlutfall 44,1 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Einn af hverjum tíu er andvígur henni og tveir af hverjum tíu eru hvorki hlynntir né andvígir og tekur einn af hverjum tíu aðspurðra ekki afstöðu. Karlar eru hlynntari lagningu Sundabrautar en konur sem segjast frekar en karlar hvorki hlynntar né andvígar henni. Eldra fólk er almennt hlynntara lagningu brautarinnar en yngra. Íbúar Reykjavíkurkjördæmis norður eru helst andvígir lagningu hennar en íbúar Norðvesturkjördæmis hlynntastir. Munurinn á viðhorfi fólks eftir því hvaða flokk það kysi er ekki ýkja mikill. Í tvær fylkingar um göng eða brú Á leiðinni milli Sæbrautar og Gufuness eru tveir meginkostir til skoðunar, brú eða göng. Landsmenn skiptast í tvær fylkingar þar sem rúmlega helmingur þeirra sem taka afstöðu telur ákjósanlegra að leiðin yrði göng, eða 52 prósent og tæplega helmingur að hún yrði brú, 48 prósent. Nær þrír af hverjum tíu taka ekki afstöðu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari því að þessi hluti leiðarinnar yrði göng á meðan íbúar landsbyggðarinnar eru hlynntari því að hún yrði brú. Fólk með hæstu fjölskyldutekjurnar er hlynntast göngum. Þeir sem eru hlynntir lagningu Sundabrautar eru líklegri til að vilja að þessi hluti hennar verði brú á meðan þeir sem eru andvígir lagningu brautarinnar eru mun líklegri til að vilja að þessi hluti hennar verði göng.
Sundabraut Reykjavík Skipulag Skoðanakannanir Vegagerð Mosfellsbær Tengdar fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37 Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar. 13. október 2025 14:29 Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka. 22. október 2025 22:11 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37
Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar. 13. október 2025 14:29
Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka. 22. október 2025 22:11