Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 21:49 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur bindur vonir við að fólk vakni loksins til vitundar um skaðsemi þess að borða mikið af gjörunninni fæðu. Vísir/Sigurjón Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki. Þetta sýnir ný og viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á gjörunnum matvælum en gert er grein fyrir niðurstöðunum í þremur greinum í tímaritinu Lancet og stærstu fjölmiðlarnir fjalla um. „Ég er búin að tala um þetta í mörg, mörg ár hvað gjörunninn matur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu almennings. Lífsstílssjúkdómar eru 60-80% af sjúkdómum sem hrjá okkur hér í vestrænum löndum. Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál og það að sé komin núna risa rannsókn sem staðfestir hversu alvarlegt þetta er, það kannski kemur okkur til að vakna,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Fréttastofa fjallaði í vor um rannsókn sem sýndi að tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga samanstandi af gjörunninni fæðu. Hlutfallið er jafnvel hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi en hæst hjá fátækari hópum. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til. Hann er með alls konar aukaefnum, það eru gerviefni og ýruefni þannig að maturinn er farinn úr sínu náttúrulega formi.“ Þetta sé afar heilsuspillandi. Fólk geti borðað mikið af gjörunninni fæðu, verið í yfirþyngd en samt í næringarskorti. „Fólk segir gjarnan þegar það er aðeins búið að þyngjast „ja, ég er greinilega ekki illa haldinn,“ en jú við getum verið í gríðarlegum næringarskorti þótt við séum í ofþyngd.“ Í rannsókninni eru gjörunnin matvæli tengd við offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þunglyndi. Elísabet segir einkennin mörg og afleiðingarnar alvarlegar. „Heilaþoka, orkuleysi, það er magnleysi, depurð og bólgur. Það myndast gríðarlegar bólgur í líkamanum af mat sem er ekki heilnæmur. Ef hann er gjörunninn þá myndar líkaminn bólgur með tíð og tíma og þetta getur sligað fólk og heilsuleysið verður algjört.“ Stjórnvöld hætti að bjóða út skólamáltíðir Stemma þurfi stigu við markaðssetningu á gjörunninni fæðu. Yfirvöld þurfi að sjá til þess að börn og gamalmenni fái hreina fæðu í mötuneytum. „Það á ekki að vera hagnaðardrifið, það á ekki að fara í útboð. Þessi matur á bara að kosta eitthvað ákveðið. Hvað kostar ákveðinn diskur af heilnæmum mat?“ Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Þetta sýnir ný og viðamesta rannsókn sem gerð hefur verið á gjörunnum matvælum en gert er grein fyrir niðurstöðunum í þremur greinum í tímaritinu Lancet og stærstu fjölmiðlarnir fjalla um. „Ég er búin að tala um þetta í mörg, mörg ár hvað gjörunninn matur getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu almennings. Lífsstílssjúkdómar eru 60-80% af sjúkdómum sem hrjá okkur hér í vestrænum löndum. Þetta er gríðarlega alvarlegt vandamál og það að sé komin núna risa rannsókn sem staðfestir hversu alvarlegt þetta er, það kannski kemur okkur til að vakna,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Fréttastofa fjallaði í vor um rannsókn sem sýndi að tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga samanstandi af gjörunninni fæðu. Hlutfallið er jafnvel hærra í Bandaríkjunum og Bretlandi en hæst hjá fátækari hópum. Gjörunnin matvara hefur jafnan undirgengist þónokkra vinnsluferla. „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til. Hann er með alls konar aukaefnum, það eru gerviefni og ýruefni þannig að maturinn er farinn úr sínu náttúrulega formi.“ Þetta sé afar heilsuspillandi. Fólk geti borðað mikið af gjörunninni fæðu, verið í yfirþyngd en samt í næringarskorti. „Fólk segir gjarnan þegar það er aðeins búið að þyngjast „ja, ég er greinilega ekki illa haldinn,“ en jú við getum verið í gríðarlegum næringarskorti þótt við séum í ofþyngd.“ Í rannsókninni eru gjörunnin matvæli tengd við offitu, sykursýki 2, hjartasjúkdóma og þunglyndi. Elísabet segir einkennin mörg og afleiðingarnar alvarlegar. „Heilaþoka, orkuleysi, það er magnleysi, depurð og bólgur. Það myndast gríðarlegar bólgur í líkamanum af mat sem er ekki heilnæmur. Ef hann er gjörunninn þá myndar líkaminn bólgur með tíð og tíma og þetta getur sligað fólk og heilsuleysið verður algjört.“ Stjórnvöld hætti að bjóða út skólamáltíðir Stemma þurfi stigu við markaðssetningu á gjörunninni fæðu. Yfirvöld þurfi að sjá til þess að börn og gamalmenni fái hreina fæðu í mötuneytum. „Það á ekki að vera hagnaðardrifið, það á ekki að fara í útboð. Þessi matur á bara að kosta eitthvað ákveðið. Hvað kostar ákveðinn diskur af heilnæmum mat?“
Matur Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tæplega helmingur allrar orkuinntöku fullorðinna Íslendinga kemur frá gjörunnum matvælum (e. Ultra-processed food). Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli neyslu slíkrar fæðu við ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki 2 og hjarta - og æðasjúkdóma. 13. maí 2025 19:15