Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 09:17 Systir mín, 27 ára, ákvað nýlega að flytja með litlu fjölskyldu sína til Spánar. Hún fann þar sitt drauma nám og þau voru líka orðin þreytt á efnahagslegri óvissu á Íslandi, þar sem verðbólgan og hækkandi kostnaður hefur mikil áhrif á ungt fólk sem er byrjað að búa. Það er raunveruleiki sem við getum flest öll tengt við í núverandi ástandi. Í þessari dvöl hafa þau upplifað að þau fái frekari tækifæri til þess að njóta þess tíma sem þau hafa með börnunum, á meðan þau eru lítil. Þau hafa því ákveðið að þau séu ekkert endilega að koma aftur heim. Þau hafa ekki áhuga á því að tapa æskunni í þessu hamstrahjóli sem einkennir okkar samfélag vegna ótryggs efnahagsástands og ríkisstjórnar sem hefur lagt áherslu á sérhagsmunagæslu. Ég syrgi það auðvitað að þau séu flutt út, það var mikill missir fyrir mig persónulega. Ekki bara vegna þess að ég mun sakna hennar, heldur líka vegna þess að þau sjá ekki endilega farsæla framtíð á Íslandi vegna ástandsins. Það er erfitt að horfa á eftir fólki sem maður elskar finna betri tækifæri handan hafsins. Það sem mér finnst verst er að svo margir eins og hún eru að fara. Þegar menntað og metnaðarfullt fólk fer, missum við ekki bara hæfileika, heldur líka tækifæri - og það er okkar tap. Þetta er áminning um það að við verðum að bæta lífskjör ef við ætlum að vinna að því að fólk vilji vera hér, og velji Ísland sem framtíðarbúsetukost. Það er mikilvægt að við höldum okkar fólki hér heima. Þegar fólk eins og systir mín finnur sig í þeim raunveruleika að fá betri tækifæri og sanngjarnara lífsviðurværi erlendis, hefur það víðtæk áhrif á samfélagið okkar. Í þessum hópi er fólk uppfullt af drifkrafti og metnaði og ef við töpum því þá hefur það gífurleg áhrif á okkar samfélag, þar sem; mannekla í menntakerfi og heilbrigðiskerfi auk áskorana í nýsköpun bera hæst. Viðreisn stendur fyrir stefnu sem miðar að því að bæta hag barna og fjölskyldna, við ætlum að lækka verðbólgu og vexti með því að taka til í ríkisfjármálum. Við ætlum þannig að skapa öflugt og stöðugt efnahagsumhverfi. Við viljum að fólk eins og systir mín vilji vera hér, eða að minnsta kosti sjá hag sinn í því að koma aftur heim. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að skapa þeim örugg lífskjör. Viðreisn vill tryggja að fjölskyldur geti blómstrað hér heima, með betri aðstöðu fyrir börn, léttara heimilisbókhaldi og fjölbreyttari tækifærum. Þegar við bætum efnahagsumhverfið, lækkum verðbólgu og vexti, þá sköpum við ekki aðeins betri kjör fyrir núverandi kynslóð, heldur tryggjum við að fólk sé tilbúið að vera hér og byggja upp framtíðina með okkur. Ég vona að systir mín og fleiri fjölskyldur komi aftur heim þegar betur er á að lítast. Við þurfum að tryggja að efnahagsumhverfi Íslands verði sá staður þar sem fólkið okkar vill vera, búa og hafa tækifæri til að blómstra og njóta þess að ala hér upp sína fjölskyldu. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Systir mín, 27 ára, ákvað nýlega að flytja með litlu fjölskyldu sína til Spánar. Hún fann þar sitt drauma nám og þau voru líka orðin þreytt á efnahagslegri óvissu á Íslandi, þar sem verðbólgan og hækkandi kostnaður hefur mikil áhrif á ungt fólk sem er byrjað að búa. Það er raunveruleiki sem við getum flest öll tengt við í núverandi ástandi. Í þessari dvöl hafa þau upplifað að þau fái frekari tækifæri til þess að njóta þess tíma sem þau hafa með börnunum, á meðan þau eru lítil. Þau hafa því ákveðið að þau séu ekkert endilega að koma aftur heim. Þau hafa ekki áhuga á því að tapa æskunni í þessu hamstrahjóli sem einkennir okkar samfélag vegna ótryggs efnahagsástands og ríkisstjórnar sem hefur lagt áherslu á sérhagsmunagæslu. Ég syrgi það auðvitað að þau séu flutt út, það var mikill missir fyrir mig persónulega. Ekki bara vegna þess að ég mun sakna hennar, heldur líka vegna þess að þau sjá ekki endilega farsæla framtíð á Íslandi vegna ástandsins. Það er erfitt að horfa á eftir fólki sem maður elskar finna betri tækifæri handan hafsins. Það sem mér finnst verst er að svo margir eins og hún eru að fara. Þegar menntað og metnaðarfullt fólk fer, missum við ekki bara hæfileika, heldur líka tækifæri - og það er okkar tap. Þetta er áminning um það að við verðum að bæta lífskjör ef við ætlum að vinna að því að fólk vilji vera hér, og velji Ísland sem framtíðarbúsetukost. Það er mikilvægt að við höldum okkar fólki hér heima. Þegar fólk eins og systir mín finnur sig í þeim raunveruleika að fá betri tækifæri og sanngjarnara lífsviðurværi erlendis, hefur það víðtæk áhrif á samfélagið okkar. Í þessum hópi er fólk uppfullt af drifkrafti og metnaði og ef við töpum því þá hefur það gífurleg áhrif á okkar samfélag, þar sem; mannekla í menntakerfi og heilbrigðiskerfi auk áskorana í nýsköpun bera hæst. Viðreisn stendur fyrir stefnu sem miðar að því að bæta hag barna og fjölskyldna, við ætlum að lækka verðbólgu og vexti með því að taka til í ríkisfjármálum. Við ætlum þannig að skapa öflugt og stöðugt efnahagsumhverfi. Við viljum að fólk eins og systir mín vilji vera hér, eða að minnsta kosti sjá hag sinn í því að koma aftur heim. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að skapa þeim örugg lífskjör. Viðreisn vill tryggja að fjölskyldur geti blómstrað hér heima, með betri aðstöðu fyrir börn, léttara heimilisbókhaldi og fjölbreyttari tækifærum. Þegar við bætum efnahagsumhverfið, lækkum verðbólgu og vexti, þá sköpum við ekki aðeins betri kjör fyrir núverandi kynslóð, heldur tryggjum við að fólk sé tilbúið að vera hér og byggja upp framtíðina með okkur. Ég vona að systir mín og fleiri fjölskyldur komi aftur heim þegar betur er á að lítast. Við þurfum að tryggja að efnahagsumhverfi Íslands verði sá staður þar sem fólkið okkar vill vera, búa og hafa tækifæri til að blómstra og njóta þess að ala hér upp sína fjölskyldu. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun