Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 20:02 Í heimi heilbrigðisvísindanna eru karlar og karl-líkaminn oftar notaður í rannsóknum en konur og þar af leiðandi er minna vitað um einkenni og áhrif sjúkdóma á konur og um kvensjúkdóma. Þetta er staðreynd sem hefur haft gífurleg áhrif á líf kvenna, ekki bara upplifun þeirra á þjónustu heldur einnig heilsu þeirra. Margar konur hafa upplifað að einkenni þeirra séu ekki tekin jafn alvarlega og einkenni karla, sérstaklega í tilfellum langvinnra sjúkdóma eins og endómetríósu, fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum (PCOS), vefjagigtar og jafnvel ADHD. Þessi sjúkdómar eru oft vangreindir eða fá litla viðurkenningu, sem leiðir til þess að konur að glíma við langvarandi heilsufarsvandamál sem í mörgum tilvikum mætti bregðast við fyrr og með betri úrræðum. Einnig er sláandi að lyf sem eru ómissandi fyrir konur með þessa sjúkdóma eru oft ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. PCOS: Vangreindur og kostnaðarsamur sjúkdómur PCOS (fjölblöðruheilkenni), er dæmi um sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á líf fjölda kvenna, þar sem heilbrigðiskerfið mætti bregðast mun betur við þörfum kvenna. Konur með sjúkdóminn þjást oft m.a. af ójafnvægi á insúlíni, hormónaójafnvægi, ófrjósemi og óreglulegum/miklum blæðingum sem oft krefjast lyfjameðferðar. Dæmi um þessar lyfjameðferðir eru hormónapillan, sem er ekki niðurgreidd, til að halda jafnvægi á blæðingum og Wegovy (ekki niðurgreitt nema einstaklingur sé með hærra en 45 í BMI) til að koma jafnvægi á insúlínbúskapinn. Þess má geta að tveggja mánaða skammtur af Microgyn pillunni kostar rétt um 2900 kr. og mánaðarskammtur af 1 mg. af Wegovy kostar rúmlega 28.000 kr. Þessar lyfjameðferðir eru því oft þungur fjárhagslegur baggi, þrátt fyrir að þessi lyf séu nauðsynleg heilsu kvenna. Ekki má gleyma því að öllum hormónameðferðum geta fylgt ýmis konar slæmir fylgikvillar.Svo sem hár blóðþrýstingur, þunglyndi, þyngdaraukning, blóðtappar og krabbamein - sem allt getur haft gífurleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu kvenna. Móðursýki: Rangar greiningar og vantraust Önnur áþreifanleg birtingarmynd þessarar kynbundnu skekkju í heilbrigðiskerfinu er hugtakið „móðursýki“, sem hefur stundum verið notað sem skýring á heilsukvillum kvenna. Þegar konur leita á sjúkrahús eða heilsugæslu með alvarleg einkenni, eins og mæði eða brjóstverki, er þeim stundum sagt að kvillar þeirra séu tengdir tilfinningalegu ástandi, frekar en að leitað sé eftir líkamlegum skýringum. Þetta hefur valdið mörgum konum töfum á greiningum, sem jafnvel hafa reynst lífshættulegar. Legnám: skiptir skoðun maka meira máli en heilsa kvenna? Konur með endómetríósu, PCOS eða aðra kvensjúkdóma þurfa jafnvel að grípa til þess örþrifaráðs að fara í legnám til að bæta heilsu sína. Oft er legnám það eina í stöðunni til að lækna króníska verki og önnur vandamál. Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um að læknar spyrji konur að því hvort maki þeirra sé samþykkur aðgerðinni og hvort þær hafi rætt ætlun sína við hann áður en haldið er áfram með samtalið. Einnig eru dæmi um að konum á barneignaraldri sé hreinlega neitað um þessa aðgerð vegna þess að þær gætu ennþá nýtt legið til að eignast börn. Þetta er skýrt dæmi um að konum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og heilsu. Ákall um breytingar í heilbrigðiskerfinu Jafnrétti í heilbrigðismálum er ekki einkamál kvenna – það er mál sem samfélagið allt ætti að láta sig varða. Við þurfum að tryggja að öll, óháð kyni, fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Okkur Pírötum þykir brýnt að bregðast við þessum kerfisbundna vanda. Við viljum betra heilbrigðiskerfi fyrir konur, þar sem heilsan er í forgrunni, ekki úreltar staðalímyndir og kynjaviðhorf. Konur eiga rétt á því að ráða yfir eigin líkama og eiga að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk taki heilsu þeirra alvarlega. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Jafnréttismál Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í heimi heilbrigðisvísindanna eru karlar og karl-líkaminn oftar notaður í rannsóknum en konur og þar af leiðandi er minna vitað um einkenni og áhrif sjúkdóma á konur og um kvensjúkdóma. Þetta er staðreynd sem hefur haft gífurleg áhrif á líf kvenna, ekki bara upplifun þeirra á þjónustu heldur einnig heilsu þeirra. Margar konur hafa upplifað að einkenni þeirra séu ekki tekin jafn alvarlega og einkenni karla, sérstaklega í tilfellum langvinnra sjúkdóma eins og endómetríósu, fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum (PCOS), vefjagigtar og jafnvel ADHD. Þessi sjúkdómar eru oft vangreindir eða fá litla viðurkenningu, sem leiðir til þess að konur að glíma við langvarandi heilsufarsvandamál sem í mörgum tilvikum mætti bregðast við fyrr og með betri úrræðum. Einnig er sláandi að lyf sem eru ómissandi fyrir konur með þessa sjúkdóma eru oft ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. PCOS: Vangreindur og kostnaðarsamur sjúkdómur PCOS (fjölblöðruheilkenni), er dæmi um sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á líf fjölda kvenna, þar sem heilbrigðiskerfið mætti bregðast mun betur við þörfum kvenna. Konur með sjúkdóminn þjást oft m.a. af ójafnvægi á insúlíni, hormónaójafnvægi, ófrjósemi og óreglulegum/miklum blæðingum sem oft krefjast lyfjameðferðar. Dæmi um þessar lyfjameðferðir eru hormónapillan, sem er ekki niðurgreidd, til að halda jafnvægi á blæðingum og Wegovy (ekki niðurgreitt nema einstaklingur sé með hærra en 45 í BMI) til að koma jafnvægi á insúlínbúskapinn. Þess má geta að tveggja mánaða skammtur af Microgyn pillunni kostar rétt um 2900 kr. og mánaðarskammtur af 1 mg. af Wegovy kostar rúmlega 28.000 kr. Þessar lyfjameðferðir eru því oft þungur fjárhagslegur baggi, þrátt fyrir að þessi lyf séu nauðsynleg heilsu kvenna. Ekki má gleyma því að öllum hormónameðferðum geta fylgt ýmis konar slæmir fylgikvillar.Svo sem hár blóðþrýstingur, þunglyndi, þyngdaraukning, blóðtappar og krabbamein - sem allt getur haft gífurleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu kvenna. Móðursýki: Rangar greiningar og vantraust Önnur áþreifanleg birtingarmynd þessarar kynbundnu skekkju í heilbrigðiskerfinu er hugtakið „móðursýki“, sem hefur stundum verið notað sem skýring á heilsukvillum kvenna. Þegar konur leita á sjúkrahús eða heilsugæslu með alvarleg einkenni, eins og mæði eða brjóstverki, er þeim stundum sagt að kvillar þeirra séu tengdir tilfinningalegu ástandi, frekar en að leitað sé eftir líkamlegum skýringum. Þetta hefur valdið mörgum konum töfum á greiningum, sem jafnvel hafa reynst lífshættulegar. Legnám: skiptir skoðun maka meira máli en heilsa kvenna? Konur með endómetríósu, PCOS eða aðra kvensjúkdóma þurfa jafnvel að grípa til þess örþrifaráðs að fara í legnám til að bæta heilsu sína. Oft er legnám það eina í stöðunni til að lækna króníska verki og önnur vandamál. Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um að læknar spyrji konur að því hvort maki þeirra sé samþykkur aðgerðinni og hvort þær hafi rætt ætlun sína við hann áður en haldið er áfram með samtalið. Einnig eru dæmi um að konum á barneignaraldri sé hreinlega neitað um þessa aðgerð vegna þess að þær gætu ennþá nýtt legið til að eignast börn. Þetta er skýrt dæmi um að konum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og heilsu. Ákall um breytingar í heilbrigðiskerfinu Jafnrétti í heilbrigðismálum er ekki einkamál kvenna – það er mál sem samfélagið allt ætti að láta sig varða. Við þurfum að tryggja að öll, óháð kyni, fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Okkur Pírötum þykir brýnt að bregðast við þessum kerfisbundna vanda. Við viljum betra heilbrigðiskerfi fyrir konur, þar sem heilsan er í forgrunni, ekki úreltar staðalímyndir og kynjaviðhorf. Konur eiga rétt á því að ráða yfir eigin líkama og eiga að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk taki heilsu þeirra alvarlega. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun