„Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:41 Breki, Halla og Ólafur eru sammála um að málsmeðferð við breytingar á búvörulögum hafi verið slæm. samsett Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, kveðst ekki vitund hissa á orðum héraðsdómarans. „Það lá fyrir að okkar mati frá upphafi að lagasetningin væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meirihluti atvinnuveganefndar tekur frumvarp matvælaráðherra og gjörbreytir því. Í dómnum segir að það sé eiginlega ekkert eftir af málinu nema númerið og heitið. Þetta var gert í samstarfi við lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sem áttu beinna hagsmuna að gæta.“ Ólafur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, tóku sig saman og mótmæltu breytingunum og vöruðu við þeim afleiðingum sem þær myndu hafa. “Við, og margir fleiri, samtök neytenda og launþega, bentum á að vinnubrögðin væru fúsk og óvönduð og það leiðir ýmislegt af sér eins og til dæmis það að það fór ekkert mat fram á áhrifum laganna. Nú eru sumir af þeim sem stóðu að lagasetningunni farnir að viðurkenna að það hafi verið gengið of langt. Það var ekkert samráð haft við aðra en í búvörugeiranum. Ákvæði stjórnarskrárinnar eru þarna af ástæðu. Mál eiga að fá vandaða skoðun í þinginu og öll sjónarmið eiga að komast að. Það bara var einfaldlega ekki þannig í þessu máli þannig að ég er ekki hissa á niðurstöðu dómsins,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Fréttastofa ræddi í lok mars við Hauk Arnþórsson, stjórnsýslufræðing, sem sagði að þá nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hefði breyst of mikið við aðra umræðu og að honum þætti ljóst að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Í tilkynningu frá VR og Neytendasamtökunum segjast forsvarsmennirnir fagna dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Haft er eftir Höllu Gunnarsdóttur, varaformanni VR og starfandi formanni að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis. „Sýnir svart á hvítu að hagsmunaaðilar geta ekki komið bakdyramegin að lagasetningu þingsins,“ segir Halla. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Búvörusamningar Alþingi Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Tengdar fréttir Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, kveðst ekki vitund hissa á orðum héraðsdómarans. „Það lá fyrir að okkar mati frá upphafi að lagasetningin væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar. Meirihluti atvinnuveganefndar tekur frumvarp matvælaráðherra og gjörbreytir því. Í dómnum segir að það sé eiginlega ekkert eftir af málinu nema númerið og heitið. Þetta var gert í samstarfi við lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sem áttu beinna hagsmuna að gæta.“ Ólafur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, tóku sig saman og mótmæltu breytingunum og vöruðu við þeim afleiðingum sem þær myndu hafa. “Við, og margir fleiri, samtök neytenda og launþega, bentum á að vinnubrögðin væru fúsk og óvönduð og það leiðir ýmislegt af sér eins og til dæmis það að það fór ekkert mat fram á áhrifum laganna. Nú eru sumir af þeim sem stóðu að lagasetningunni farnir að viðurkenna að það hafi verið gengið of langt. Það var ekkert samráð haft við aðra en í búvörugeiranum. Ákvæði stjórnarskrárinnar eru þarna af ástæðu. Mál eiga að fá vandaða skoðun í þinginu og öll sjónarmið eiga að komast að. Það bara var einfaldlega ekki þannig í þessu máli þannig að ég er ekki hissa á niðurstöðu dómsins,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Fréttastofa ræddi í lok mars við Hauk Arnþórsson, stjórnsýslufræðing, sem sagði að þá nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hefði breyst of mikið við aðra umræðu og að honum þætti ljóst að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Í tilkynningu frá VR og Neytendasamtökunum segjast forsvarsmennirnir fagna dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Haft er eftir Höllu Gunnarsdóttur, varaformanni VR og starfandi formanni að þetta sé áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis. „Sýnir svart á hvítu að hagsmunaaðilar geta ekki komið bakdyramegin að lagasetningu þingsins,“ segir Halla. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Hér er hægt að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.
Búvörusamningar Alþingi Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Tengdar fréttir Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31 Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. 18. nóvember 2024 12:31
Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. 9. júlí 2024 13:57
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent