Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar 16. nóvember 2024 11:32 Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Í lögum númer 80/2018, 12. gr., kemur fram að þinglýstur eigandi fasteignar skal hlutast til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt og að Þjóðskrá Íslands skuli sannreyna sjálfræði þeirra. Eigi að síður, þrátt fyrir að ég hafni skráningunni, voru þessir einstaklingar samt sem áður skráðir með lögheimili heima hjá mér. Ég ítreka rangfærsluna og mætti niður í Þjóðskrá, þar sem mér var sagt að þeir væru enn að vinna í skráningum frá mars og það gæti tekið 5 til 6 mánuði að lagfæra þessa röngu skráningu. Þetta þýðir að ég má vænta lagfæringar í febrúar 2025. Þessi ranga skráning gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri öryrki gætu bæturnar mínar lækkað þar sem fullorðnir einstaklingar eru skráðir inni á heimilinu. Ég þyrfti að standa allan fjárhagslegan straum af þeirri vinnu að lagfæra þetta við tilheyrandi stofnun. Einnig geta þeir kallað til lásasmið til að opna íbúðina, þar sem þeir eru með skráð lögheimili. Ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum eða jafnvel gjaldþroti, þá er stefna birt á lögheimilisstað, sem gæti valdið mér verulegum vandamálum. Ef viðkomandi tengdist skipulagðri brotastarfsemi gæti ég lent í húsleit á heimili mínu. Ef ég krefst breytinga hjá Þjóðskrá er bréf sent á skráð lögheimili viðkomandi, sem í þessu tilfelli er hjá mér. Eigandi þarf þá að fara með bréfið annað hvort niður í Þjóðskrá eða pósthús og skrá að viðkomandi búi ekki í húsnæðinu. Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt og hrein tímasóun fyrir þinglýsta eigendur. Hvað ætli það kosti að hafa þetta fyrirkomulag á skráningum? Hvað eru þetta mörg ársverk hjá Þjóðskrá og ég tala nú ekki um það aukna álag á framlínufólk hjá Þjóðskrá? Það ætti að vera þannig að ef þú skráir þig á lögheimili þurfir þú að sýna fram á einhver gögn máli þínu til stuðnings, að þú hafir rétt á að skrá þig á umrætt heimilisfang. Þetta getur verið leigusamningur, kaupsamningur, eða að þinglýstur eigandi skráir þig sjálfur.Stjórnsýslan ætti að krefjast gagna til staðfestu á heimilisfesti þar sem margar stofnanir í samfélagi okkar styðjast við upplýsingar úr Þjóðskrá og því er mikilvægt að þetta sé rétt og að ef upp komi villa sé ekki langur afgreiðslutími til í að leiðrétta þær villur. Beitum skynsemi og finnum lausn til að hægt sé að koma í veg fyrir svona rugl. Höfundur er í 14. sæti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna. Í lögum númer 80/2018, 12. gr., kemur fram að þinglýstur eigandi fasteignar skal hlutast til um að skráning lögheimilis einstaklinga sem hafa fasta búsetu í húsnæði hans sé rétt og að Þjóðskrá Íslands skuli sannreyna sjálfræði þeirra. Eigi að síður, þrátt fyrir að ég hafni skráningunni, voru þessir einstaklingar samt sem áður skráðir með lögheimili heima hjá mér. Ég ítreka rangfærsluna og mætti niður í Þjóðskrá, þar sem mér var sagt að þeir væru enn að vinna í skráningum frá mars og það gæti tekið 5 til 6 mánuði að lagfæra þessa röngu skráningu. Þetta þýðir að ég má vænta lagfæringar í febrúar 2025. Þessi ranga skráning gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ef ég væri öryrki gætu bæturnar mínar lækkað þar sem fullorðnir einstaklingar eru skráðir inni á heimilinu. Ég þyrfti að standa allan fjárhagslegan straum af þeirri vinnu að lagfæra þetta við tilheyrandi stofnun. Einnig geta þeir kallað til lásasmið til að opna íbúðina, þar sem þeir eru með skráð lögheimili. Ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum eða jafnvel gjaldþroti, þá er stefna birt á lögheimilisstað, sem gæti valdið mér verulegum vandamálum. Ef viðkomandi tengdist skipulagðri brotastarfsemi gæti ég lent í húsleit á heimili mínu. Ef ég krefst breytinga hjá Þjóðskrá er bréf sent á skráð lögheimili viðkomandi, sem í þessu tilfelli er hjá mér. Eigandi þarf þá að fara með bréfið annað hvort niður í Þjóðskrá eða pósthús og skrá að viðkomandi búi ekki í húsnæðinu. Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt og hrein tímasóun fyrir þinglýsta eigendur. Hvað ætli það kosti að hafa þetta fyrirkomulag á skráningum? Hvað eru þetta mörg ársverk hjá Þjóðskrá og ég tala nú ekki um það aukna álag á framlínufólk hjá Þjóðskrá? Það ætti að vera þannig að ef þú skráir þig á lögheimili þurfir þú að sýna fram á einhver gögn máli þínu til stuðnings, að þú hafir rétt á að skrá þig á umrætt heimilisfang. Þetta getur verið leigusamningur, kaupsamningur, eða að þinglýstur eigandi skráir þig sjálfur.Stjórnsýslan ætti að krefjast gagna til staðfestu á heimilisfesti þar sem margar stofnanir í samfélagi okkar styðjast við upplýsingar úr Þjóðskrá og því er mikilvægt að þetta sé rétt og að ef upp komi villa sé ekki langur afgreiðslutími til í að leiðrétta þær villur. Beitum skynsemi og finnum lausn til að hægt sé að koma í veg fyrir svona rugl. Höfundur er í 14. sæti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun