Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 19:47 Diljá Mist Einarsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fagnar því að samþykkt hafi verið á þingfundi í dag að áfram verði heimilt að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Hún segir það heillaspor fyrir heimili landsins. Sú heimild var við það að detta út um áramótin. „Þetta er gríðarlega mikilvæg breyting sem hefur mikil áhrif á heimilin. Enda hafa fjölmargir haft samband við mig ekki síst ungt fjölskyldufólk. Þetta úrræði er svo mikilvægt af því að það eykur sparnað, minnkað skuldsetningu og þar með fjármálastöðugleika,“ segir Diljá. „Þess vegna höfum við í Sjálfstæðisflokknum viljað einfaldlega hækka þessa fjárhæð sem er heimilt að nota til að greiða inn á lánin með þessum hætti,“ bætir hún svo við. Hún segir málið ekki hafa verið umdeilt á þinginu en fagnar þó niðurstöðunum. Kílómetragjaldi frestað Þessi heimild var þó ekki það eina sem þingið tók fyrir í dag. Ákveðið var í dag að fresta töku á svokölluðu kílómetragjaldi. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði til að frumvarpi um kílómetragjald af ökutækjum verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og var það samþykkt. Það þýðir að ekkert verður af afnámi ýmissa gjalda sem hefðu fallið út ef kílómetragjaldið hefði orðið að lögum. Því munu kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald og almennt og sérstakt bensíngjald hækka um áramót, líkt og önnur gjöld. „Við í rauninni vísuðum málinu til ríkisstjórnarinnar í heild sinni af því að þó að við gerum okkur velflest grein fyrir því að við þurfum að fara í kerfisbreytingu af því að við erum að sjá fram á svo gríðarlega minnkaðar tekjur sem gagnast fyrir vegina okkar að þá sáum við fram á það að geta ekki skoðað þessa hugmyndafræði nægilega vel, kafað nógu djúpt ofan í málið þannig að við frestuðum því fram til næstu ríkisstjórnar,“ segir Diljá. Kolefnisgjaldið hækkað um minna en til stóð Tillögur fjárlaganefndar voru þær að hækka kolefnisgjaldið en þó bara sem nemur rúmum helmingi þess sem upphaflega stóð til. „Síðan verður farið í annars konar aðgerðir. Það er auðvitað umtalsvert aðhald í þessum fjárlögum en sömuleiðis frestun á einhverjum framkvæmdum og annað slíkt.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Sú heimild var við það að detta út um áramótin. „Þetta er gríðarlega mikilvæg breyting sem hefur mikil áhrif á heimilin. Enda hafa fjölmargir haft samband við mig ekki síst ungt fjölskyldufólk. Þetta úrræði er svo mikilvægt af því að það eykur sparnað, minnkað skuldsetningu og þar með fjármálastöðugleika,“ segir Diljá. „Þess vegna höfum við í Sjálfstæðisflokknum viljað einfaldlega hækka þessa fjárhæð sem er heimilt að nota til að greiða inn á lánin með þessum hætti,“ bætir hún svo við. Hún segir málið ekki hafa verið umdeilt á þinginu en fagnar þó niðurstöðunum. Kílómetragjaldi frestað Þessi heimild var þó ekki það eina sem þingið tók fyrir í dag. Ákveðið var í dag að fresta töku á svokölluðu kílómetragjaldi. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði til að frumvarpi um kílómetragjald af ökutækjum verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og var það samþykkt. Það þýðir að ekkert verður af afnámi ýmissa gjalda sem hefðu fallið út ef kílómetragjaldið hefði orðið að lögum. Því munu kolefnisgjald, olíugjald, almennt og sérstakt kílómetragjald og almennt og sérstakt bensíngjald hækka um áramót, líkt og önnur gjöld. „Við í rauninni vísuðum málinu til ríkisstjórnarinnar í heild sinni af því að þó að við gerum okkur velflest grein fyrir því að við þurfum að fara í kerfisbreytingu af því að við erum að sjá fram á svo gríðarlega minnkaðar tekjur sem gagnast fyrir vegina okkar að þá sáum við fram á það að geta ekki skoðað þessa hugmyndafræði nægilega vel, kafað nógu djúpt ofan í málið þannig að við frestuðum því fram til næstu ríkisstjórnar,“ segir Diljá. Kolefnisgjaldið hækkað um minna en til stóð Tillögur fjárlaganefndar voru þær að hækka kolefnisgjaldið en þó bara sem nemur rúmum helmingi þess sem upphaflega stóð til. „Síðan verður farið í annars konar aðgerðir. Það er auðvitað umtalsvert aðhald í þessum fjárlögum en sömuleiðis frestun á einhverjum framkvæmdum og annað slíkt.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira